Skjálftinn orsakaði snjóflóð í hlíðum Everest og hefur verið greint frá því að sautján fórust og rúmlega sextíu hafi slasast í grunnbúðunum eða annars staðar í fjallinu.
AFP hefur birt nokkrar myndir frá grunnbúðunum sem sýna vel aðstæðurnar þar.







"Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans.
Starfsfólk UNICEF í Nepal greinir frá því að vatns- og matarbirgðir séu víða af skornum skammti, rafmagns- og farsímakerfi liggi einnig niðri á mörgum svæðum.
Nepölsk stjórnvöld óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Neyðarástandi lýst yfir á þeim svæðum sem urðu verst úti.