Kleinuhringjakeðjan Dunkin’ Donuts stefnir að því að opna þrjátíu staði í Noregi á næstu fimm til sjö árum. Unnið er að því að finna norskan samstarfsaðila en stefnt er að því að opna fyrsta staðinn á næsta ári. E24 greinir frá.
Sjá einnig: Ætla að opna 16 Dunkin’ Donuts á Íslandi
Nýlega var tilkynnt um að Dunkin’ Donuts hygðist opna sextán veitingastaði hér á landi á næstu fimm árum þar sem boðið yrði upp á yfir 40 tegundir af kleinuhringjum. Fyrsti staðurinn mun opna hér á landi síðar í sumar.
Sjá einnig: Dunkin’ Donuts með yfir 40 tegundir af kleinuhringjum
Dunkin´ Donuts opnar 30 staði í Noregi

Tengdar fréttir

Forráðamenn Dunkin Donuts báðu stuðningsmenn Liverpool afsökunar
Yfirmenn Dunkin Donuts þurftu að biðja alla stuðningsmenn Liverpool afsökunar eftir að þeir léku sér með Liverpool-merkið á twitter en það fór ekki vel í Liverpool-menn að sjá skjöld félagsins afbakaðan.

Dunkin´Donuts verður með yfir 40 tegundir af kleinuhringjum
Fyrsti Dunkin´Donuts staðurinn hér á landi mun opna í sumar.

Ætla að opna 16 Dunkin´Donuts á Íslandi
Veitingastaðirnir verða opnaðir á næstu fimm árum.

Dunkin’Donuts stefnir á að koma til Íslands
Talsmaður Dunkin’ Donuts staðfestir að rætt sé um að kaffihúsakeðjan hefji starfsemi hér á landi. Keðjan er nú starfandi í 34 löndum en fyrsta kaffihúsið á Norðurlöndum var opnað í fyrra.