ESB svarar Gunnari Braga: Ráðherraráðið íhugar breytingar á verklagi sínu Bjarki Ármannsson skrifar 27. apríl 2015 18:20 Gunnar Bragi segist gera ráð fyrir að Ísland verði nú tekið af lista umsóknarríkja. Vísir/Pjetur Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra hefur borist svar við bréfi sínu til Edgar Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands sem nú gegnir formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins. Í bréfi Gunnars Braga, sem mikið var tekist á um á sínum tíma, var óskað eftir því að Ísland teldist ekki lengur umsóknarríki að sambandinu og að verklag sambandsins yrði lagað að því. Í svari Rinkevics, sem lesa má í heild sinni hér, segir að ráðherraráðið hafi vandlega íhugað bréf Gunnars og að þessi afstaða ríkisstjórnar Íslands sé tekin til greina. Í ljósi þessa muni ráðið íhuga ákveðnar praktískar breytingar á verklagi sínu. „Við viljum undirstrika mikilvægi samskipta Evrópusambandsins við Ísland, sem er áfram mikilvægur félagi sambandsins í gegnum aðild að EES-samningnum og Schengen, og í gegnum samstarf um málefni norðurskautsins,“ segir jafnframt í bréfinu.Sjá einnig: Utanríkisráðherra segir aðildarferlinu að ESB lokið Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segist Gunnar Bragi gera ráð fyrir því að Ísland verði nú tekið út af lista umsóknarríkja eins og óskað hafi verið eftir. „Það hefur legið ljóst fyrir að ríkisstjórnin lítur svo á að Ísland sé ekki umsóknarríki að ESB og í bréfi mínu til formanns ráðherraráðs ESB var þetta áréttað og sambandið beðið um að laga verklag sitt að því,“ segir Gunnar í tilkynningunni. „Ekki hefur verið ástæða til að ætla að annað væri uppi á teningnum. Með efni þessa svarbréfs höfum við fengið skýrleika í málið og er það fagnaðarefni.“ Tengdar fréttir „Versta atlagan að fullveldi Alþingis í lýðveldissögunni“ Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra, segir ríkisstjórnina skíthrædda við eigin þjóð. 12. mars 2015 19:52 Twitter logar vegna ESB: „Er nokkuð mikið vesen að hætta að vera framsóknarríki?“ Það er óhætt að segja að samfélagsmiðlarnir logi vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB. 12. mars 2015 20:25 Utanríkisráðherra segir aðildarferlinu að ESB lokið Utanríkisráðherra talar um valdarán þegar bréf stjórnarandstöðunnar til Evrópusambandsins ber á góma. Segir nýja ríkisstjórn þurfa umboð Alþingis til nýrrar aðildarumsóknar. 14. mars 2015 19:45 Gunnar Bragi segir stjórnina ekki þvingaða til að fylgja stefnu vinstristjórnarinnar Hafnar því að um meiriháttar utanríkismál hafi verið að ræða og segir að málið hafi verið til umræðu í utanríkismálanefnd. 16. mars 2015 09:46 Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. 12. mars 2015 18:24 Tilkynning um viðræðuslit vekur afar hörð viðbrögð Ríkisstjórnin tilkynnti ESB um viðræðuslit í gær. Óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd um málið. Stjórnarandstaðan boðar átök á Alþingi og segir stjórnina ganga gegn þingræðinu. 13. mars 2015 07:45 Tillaga um ESB-slit á leiðinni Vinna við tillögu um að slíta formlega viðræðum við Evrópusambandið (ESB) er á lokametrunum í utanríkisráðuneytinu. 10. febrúar 2015 07:00 Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48 Mikil óánægja með störf Gunnars Braga í ESB-málinu Mikill meirihluti Íslendinga, eða 63 prósent, er ósáttur við framgöngu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Evrópumálum undanfarna daga. 20. mars 2015 07:00 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra hefur borist svar við bréfi sínu til Edgar Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands sem nú gegnir formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins. Í bréfi Gunnars Braga, sem mikið var tekist á um á sínum tíma, var óskað eftir því að Ísland teldist ekki lengur umsóknarríki að sambandinu og að verklag sambandsins yrði lagað að því. Í svari Rinkevics, sem lesa má í heild sinni hér, segir að ráðherraráðið hafi vandlega íhugað bréf Gunnars og að þessi afstaða ríkisstjórnar Íslands sé tekin til greina. Í ljósi þessa muni ráðið íhuga ákveðnar praktískar breytingar á verklagi sínu. „Við viljum undirstrika mikilvægi samskipta Evrópusambandsins við Ísland, sem er áfram mikilvægur félagi sambandsins í gegnum aðild að EES-samningnum og Schengen, og í gegnum samstarf um málefni norðurskautsins,“ segir jafnframt í bréfinu.Sjá einnig: Utanríkisráðherra segir aðildarferlinu að ESB lokið Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segist Gunnar Bragi gera ráð fyrir því að Ísland verði nú tekið út af lista umsóknarríkja eins og óskað hafi verið eftir. „Það hefur legið ljóst fyrir að ríkisstjórnin lítur svo á að Ísland sé ekki umsóknarríki að ESB og í bréfi mínu til formanns ráðherraráðs ESB var þetta áréttað og sambandið beðið um að laga verklag sitt að því,“ segir Gunnar í tilkynningunni. „Ekki hefur verið ástæða til að ætla að annað væri uppi á teningnum. Með efni þessa svarbréfs höfum við fengið skýrleika í málið og er það fagnaðarefni.“
Tengdar fréttir „Versta atlagan að fullveldi Alþingis í lýðveldissögunni“ Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra, segir ríkisstjórnina skíthrædda við eigin þjóð. 12. mars 2015 19:52 Twitter logar vegna ESB: „Er nokkuð mikið vesen að hætta að vera framsóknarríki?“ Það er óhætt að segja að samfélagsmiðlarnir logi vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB. 12. mars 2015 20:25 Utanríkisráðherra segir aðildarferlinu að ESB lokið Utanríkisráðherra talar um valdarán þegar bréf stjórnarandstöðunnar til Evrópusambandsins ber á góma. Segir nýja ríkisstjórn þurfa umboð Alþingis til nýrrar aðildarumsóknar. 14. mars 2015 19:45 Gunnar Bragi segir stjórnina ekki þvingaða til að fylgja stefnu vinstristjórnarinnar Hafnar því að um meiriháttar utanríkismál hafi verið að ræða og segir að málið hafi verið til umræðu í utanríkismálanefnd. 16. mars 2015 09:46 Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. 12. mars 2015 18:24 Tilkynning um viðræðuslit vekur afar hörð viðbrögð Ríkisstjórnin tilkynnti ESB um viðræðuslit í gær. Óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd um málið. Stjórnarandstaðan boðar átök á Alþingi og segir stjórnina ganga gegn þingræðinu. 13. mars 2015 07:45 Tillaga um ESB-slit á leiðinni Vinna við tillögu um að slíta formlega viðræðum við Evrópusambandið (ESB) er á lokametrunum í utanríkisráðuneytinu. 10. febrúar 2015 07:00 Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48 Mikil óánægja með störf Gunnars Braga í ESB-málinu Mikill meirihluti Íslendinga, eða 63 prósent, er ósáttur við framgöngu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Evrópumálum undanfarna daga. 20. mars 2015 07:00 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
„Versta atlagan að fullveldi Alþingis í lýðveldissögunni“ Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra, segir ríkisstjórnina skíthrædda við eigin þjóð. 12. mars 2015 19:52
Twitter logar vegna ESB: „Er nokkuð mikið vesen að hætta að vera framsóknarríki?“ Það er óhætt að segja að samfélagsmiðlarnir logi vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB. 12. mars 2015 20:25
Utanríkisráðherra segir aðildarferlinu að ESB lokið Utanríkisráðherra talar um valdarán þegar bréf stjórnarandstöðunnar til Evrópusambandsins ber á góma. Segir nýja ríkisstjórn þurfa umboð Alþingis til nýrrar aðildarumsóknar. 14. mars 2015 19:45
Gunnar Bragi segir stjórnina ekki þvingaða til að fylgja stefnu vinstristjórnarinnar Hafnar því að um meiriháttar utanríkismál hafi verið að ræða og segir að málið hafi verið til umræðu í utanríkismálanefnd. 16. mars 2015 09:46
Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. 12. mars 2015 18:24
Tilkynning um viðræðuslit vekur afar hörð viðbrögð Ríkisstjórnin tilkynnti ESB um viðræðuslit í gær. Óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd um málið. Stjórnarandstaðan boðar átök á Alþingi og segir stjórnina ganga gegn þingræðinu. 13. mars 2015 07:45
Tillaga um ESB-slit á leiðinni Vinna við tillögu um að slíta formlega viðræðum við Evrópusambandið (ESB) er á lokametrunum í utanríkisráðuneytinu. 10. febrúar 2015 07:00
Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48
Mikil óánægja með störf Gunnars Braga í ESB-málinu Mikill meirihluti Íslendinga, eða 63 prósent, er ósáttur við framgöngu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Evrópumálum undanfarna daga. 20. mars 2015 07:00