RIFF í samstarf við Litháen: Leita að fimm ungum kvikmyndagerðarmönnum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 28. apríl 2015 10:49 Hallfríður Þóra er yfir verkefninu fyrir Íslands hönd. Á myndinni má sjá staðinn sem kvikmyndagerðarmennirnir ungu koma til með að heimsækja. Mynd/AlexBergmann/RIFF „Það er ekki samasem merki á milli þess að vera góður listamaður og að geta komið hugmynd sinni á framfæri,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri RIFF, en hún vinnur nú að því að skipuleggja hagnýtt námskeið fyrir kvikmyndagerðarmenn í samstarfi við litháenska kvikmyndahátíð. Námskeiðið verður haldið bæði hér á landi og í Litháen. „Námskeiðið leggur áherslu á nýsköpun og framleiðslu. Það á að veita ungu kvikmyndafólki innblástur og lærdóm í hagnýtum atriðum, eins og hvernig er sniðugt að selja hugmyndina sína eða hvernig er best að stýra fyrirtæki,“ útskýrir Hallfríður Þóra. „Þetta er gríðarlega hagnýtt og svarar spurningunni „hvernig á ég að láta drauminn minn verða að veruleika?“. Við erum að gefa þessu unga kvikmyndagerðafólki tækifæri til að efla sig í þáttum sem er ekki endilega lögð áhersla á að kenna í kvikmyndaskólum. Færa þeim tólin sem gefur þeim færi á að taka virkan þátt í þeirri hörðu samkeppni sem einkennir kvikmyndabransann.“Stuttmyndin stökkpallur ungra kvikmyndagerðarmanna Þátttakendur sitja fyrirlestra, og námskeið, hjá aðilum sem starfa á sviði kvikmyndagerðar, listrænnar stjórnunar, nýsköpunar, menningarstjórnunar eða fyrirtækjareksturs. Námskeiðið verður á Íslandi dagana 26. – 30. maí og svo ferðast hinir íslensku þátttakendur til Litháen, kynnast þar litháísku kvikmyndagerðarfólki og taka þátt í fleiri málstofum. Sá hluti námskeiðisins verður dagana 19.- 25. júlí.„Litháen hafði samband við okkur og fannst spennandi að koma og vinna með RIFF,“ segir Hallfríður. „Þetta vinnur mjög vel saman, okkur finnst litháísk kvikmyndagerð mjög spennandi og það verður áhugavert að kynnast þeirra kvikmyndabransa.“ Fimm ungir kvikmyndagerðarmenn frá Íslandi komast á námskeiðið og þátttökugjald er 200 evrur sem jafngildir tæpum þrjátíu þúsund í íslenskum krónum. Innifalið í þátttökugjaldi er flug, gisting, fæði og námskeiðið sjálft. Eina skilyrðið fyrir skráningu er að vera á aldrinum 18-30 ára og að hafa gert stuttmynd eða að vera í ferlinu að búa til stuttmynd. „Áherslan er lögð á stuttmyndina sem slíka, það er yfirleitt stökkpallur ungra kvikmyndagerðarmanna yfir í að gera kvikmynd í fullri lengd.“ Skráningarfrestur rennur út 1. maí næstkomandi. „Fólk þarf því að hafa hraðann á til þess að reyna að tryggja sér sæti á þessu spennandi námskeiði,“ segir Hallfríður kímin að lokum. Hér eru frekari upplýsingar um námskeiðið. RIFF Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Sjá meira
„Það er ekki samasem merki á milli þess að vera góður listamaður og að geta komið hugmynd sinni á framfæri,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri RIFF, en hún vinnur nú að því að skipuleggja hagnýtt námskeið fyrir kvikmyndagerðarmenn í samstarfi við litháenska kvikmyndahátíð. Námskeiðið verður haldið bæði hér á landi og í Litháen. „Námskeiðið leggur áherslu á nýsköpun og framleiðslu. Það á að veita ungu kvikmyndafólki innblástur og lærdóm í hagnýtum atriðum, eins og hvernig er sniðugt að selja hugmyndina sína eða hvernig er best að stýra fyrirtæki,“ útskýrir Hallfríður Þóra. „Þetta er gríðarlega hagnýtt og svarar spurningunni „hvernig á ég að láta drauminn minn verða að veruleika?“. Við erum að gefa þessu unga kvikmyndagerðafólki tækifæri til að efla sig í þáttum sem er ekki endilega lögð áhersla á að kenna í kvikmyndaskólum. Færa þeim tólin sem gefur þeim færi á að taka virkan þátt í þeirri hörðu samkeppni sem einkennir kvikmyndabransann.“Stuttmyndin stökkpallur ungra kvikmyndagerðarmanna Þátttakendur sitja fyrirlestra, og námskeið, hjá aðilum sem starfa á sviði kvikmyndagerðar, listrænnar stjórnunar, nýsköpunar, menningarstjórnunar eða fyrirtækjareksturs. Námskeiðið verður á Íslandi dagana 26. – 30. maí og svo ferðast hinir íslensku þátttakendur til Litháen, kynnast þar litháísku kvikmyndagerðarfólki og taka þátt í fleiri málstofum. Sá hluti námskeiðisins verður dagana 19.- 25. júlí.„Litháen hafði samband við okkur og fannst spennandi að koma og vinna með RIFF,“ segir Hallfríður. „Þetta vinnur mjög vel saman, okkur finnst litháísk kvikmyndagerð mjög spennandi og það verður áhugavert að kynnast þeirra kvikmyndabransa.“ Fimm ungir kvikmyndagerðarmenn frá Íslandi komast á námskeiðið og þátttökugjald er 200 evrur sem jafngildir tæpum þrjátíu þúsund í íslenskum krónum. Innifalið í þátttökugjaldi er flug, gisting, fæði og námskeiðið sjálft. Eina skilyrðið fyrir skráningu er að vera á aldrinum 18-30 ára og að hafa gert stuttmynd eða að vera í ferlinu að búa til stuttmynd. „Áherslan er lögð á stuttmyndina sem slíka, það er yfirleitt stökkpallur ungra kvikmyndagerðarmanna yfir í að gera kvikmynd í fullri lengd.“ Skráningarfrestur rennur út 1. maí næstkomandi. „Fólk þarf því að hafa hraðann á til þess að reyna að tryggja sér sæti á þessu spennandi námskeiði,“ segir Hallfríður kímin að lokum. Hér eru frekari upplýsingar um námskeiðið.
RIFF Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Sjá meira