Israel Martin: Ræði framtíðina síðar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. apríl 2015 22:11 Vísir/Auðunn Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var stoltur af sínum mönnum eftir tapið gegn KR í kvöld. KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Stólunum á Sauðárkróki. „Þetta var frábær sería og ég held að við sýndum að við erum með tvö bestu liðin í vetur. Ég óska KR til hamingju. Ég tel að KR sé skrefi framar en við.“ „Ég vil þakka leikmönnunum mínum sem reyndu að berjast 40 mínútur í hverjum einasta leik. Ég veit að þetta voru ekki kjöraðstæður vegna meiðsla leikmanna eins og Dempsey, Flake og Helga Rafns. En það eru engar afsakanir. Meiðsli eru hluti af íþróttinni.“ „Það hefði verið frábært að vera með alla hundrað prósent heila. En við sýndum líka að við erum með frábæra liðsheild og stólum ekki á neinn einstakan leikmann. Við náðum þeim árangri sem við náðum í vetur út á sterka liðsheild.“ Hann vildi þakka öllum í kringum félagið sem og stuðningsmönnum liðsins. „Þeir eru okkar sjötti leikmaður en því miður var þetta ekki hægt í dag. Við verðum þó að halda haus og vera stoltir af okkar afrekum. Við gerðum eins vel og við gátum.“ Martin segist líða vel á Sauðárkróki en hann ætli nú að taka sér frí og meta stöðuna fyrir næsta tímabil. Hann vildi ekki gefa út að hann yrði áfram með Tindastól næsta vetur. „Nú þurfum við að taka okkur hlé og skoða allar aðstæður. Ég hef verið hér síðan í ágúst og unnið mikið með öllum í félaginu. Við verðum að setjast niður og ræða um framtíðina.“ Hann segist ánægður á Íslandi og þrátt fyrir bestu viðleytni allra í kringum íþróttina séu aðstæður og umgjörð ekki í takt við atvinnumannadeildir í Evrópu. „Ástríðan er mikil. Leikmenn vinna með íþróttinni og elska að spila körfubolta. Íþróttin er á uppleið á Íslandi. Þjálfun er góð og allt skipulag af hendi KKÍ er gott. Íslendingar mega vera ánægðir með körfuboltann hér á landi.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Dempsey: Mér líður ekki nógu vel „Ég er þreyttur. Ég hef ekki verið með í tíu daga. Það er erfitt og ég er bara ekki í formi. En ég gerði það sem ég gat.“ 29. apríl 2015 21:42 Helgi Már tæklaður í viðtali: Við bognum ekki Helgi Már Magnússon fékk áhorfanda ofan á sig í miðju viðtali við Vísi eftir sigurinn á Tindastóli. 29. apríl 2015 21:52 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00 Finnur Freyr: Höfum verið með skotmark á bakinu í tvö ár "Léttir? Þetta er bara sigur. Sigur heildarinnar,“ sagði ákveðinn og sigurreifur Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í kvöld. 29. apríl 2015 21:33 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Sjá meira
Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var stoltur af sínum mönnum eftir tapið gegn KR í kvöld. KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Stólunum á Sauðárkróki. „Þetta var frábær sería og ég held að við sýndum að við erum með tvö bestu liðin í vetur. Ég óska KR til hamingju. Ég tel að KR sé skrefi framar en við.“ „Ég vil þakka leikmönnunum mínum sem reyndu að berjast 40 mínútur í hverjum einasta leik. Ég veit að þetta voru ekki kjöraðstæður vegna meiðsla leikmanna eins og Dempsey, Flake og Helga Rafns. En það eru engar afsakanir. Meiðsli eru hluti af íþróttinni.“ „Það hefði verið frábært að vera með alla hundrað prósent heila. En við sýndum líka að við erum með frábæra liðsheild og stólum ekki á neinn einstakan leikmann. Við náðum þeim árangri sem við náðum í vetur út á sterka liðsheild.“ Hann vildi þakka öllum í kringum félagið sem og stuðningsmönnum liðsins. „Þeir eru okkar sjötti leikmaður en því miður var þetta ekki hægt í dag. Við verðum þó að halda haus og vera stoltir af okkar afrekum. Við gerðum eins vel og við gátum.“ Martin segist líða vel á Sauðárkróki en hann ætli nú að taka sér frí og meta stöðuna fyrir næsta tímabil. Hann vildi ekki gefa út að hann yrði áfram með Tindastól næsta vetur. „Nú þurfum við að taka okkur hlé og skoða allar aðstæður. Ég hef verið hér síðan í ágúst og unnið mikið með öllum í félaginu. Við verðum að setjast niður og ræða um framtíðina.“ Hann segist ánægður á Íslandi og þrátt fyrir bestu viðleytni allra í kringum íþróttina séu aðstæður og umgjörð ekki í takt við atvinnumannadeildir í Evrópu. „Ástríðan er mikil. Leikmenn vinna með íþróttinni og elska að spila körfubolta. Íþróttin er á uppleið á Íslandi. Þjálfun er góð og allt skipulag af hendi KKÍ er gott. Íslendingar mega vera ánægðir með körfuboltann hér á landi.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Dempsey: Mér líður ekki nógu vel „Ég er þreyttur. Ég hef ekki verið með í tíu daga. Það er erfitt og ég er bara ekki í formi. En ég gerði það sem ég gat.“ 29. apríl 2015 21:42 Helgi Már tæklaður í viðtali: Við bognum ekki Helgi Már Magnússon fékk áhorfanda ofan á sig í miðju viðtali við Vísi eftir sigurinn á Tindastóli. 29. apríl 2015 21:52 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00 Finnur Freyr: Höfum verið með skotmark á bakinu í tvö ár "Léttir? Þetta er bara sigur. Sigur heildarinnar,“ sagði ákveðinn og sigurreifur Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í kvöld. 29. apríl 2015 21:33 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Sjá meira
Dempsey: Mér líður ekki nógu vel „Ég er þreyttur. Ég hef ekki verið með í tíu daga. Það er erfitt og ég er bara ekki í formi. En ég gerði það sem ég gat.“ 29. apríl 2015 21:42
Helgi Már tæklaður í viðtali: Við bognum ekki Helgi Már Magnússon fékk áhorfanda ofan á sig í miðju viðtali við Vísi eftir sigurinn á Tindastóli. 29. apríl 2015 21:52
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00
Finnur Freyr: Höfum verið með skotmark á bakinu í tvö ár "Léttir? Þetta er bara sigur. Sigur heildarinnar,“ sagði ákveðinn og sigurreifur Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í kvöld. 29. apríl 2015 21:33