Enski boltinn

Lewis: Gæti spilað í 3-4 ár í viðbót en ég tek eitt enn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Auðunn
„Þetta eru vonbrigði því við lögðum svo mikið á okkur til að komast á þennan stað. Það eru vonbrigði að ná ekki markmiðum sínum en ég er stoltur af strákinum. Það voru forréttindi að fá að spila með þeim.“

Hann viðurkennir að það hefði verið betra að vera með Myron Dempsey, sem missti af fyrstu þremur leikjum rimmunnar vegna heilahristings, frá upphafi.

„En þessir strákar stigu upp í hans fjarveru og spiluðu vel. Kannski hefði það breytt miklu að fá hann inn og kannski hefði niðurstaðan verið sú sama. Strákarnir gerðu það sem þeir gátu og það skiptir öllu.“

Hann segist vera ánægður nú í lok tímabilsins, þrátt fyrir vonbrigði kvöldsins. Þessi 39 ára kappi var magnaður í kvöld og skoraði 37 stig. Hann ætlar að halda áfram í eitt ár í viðbót.

„Ég gæti haldið áfram í 3-4 ár í viðbót. En ég vil ekki spila svo lengi í viðbót. Ég ætla að spila í eitt ár í viðbót og svo hætti ég,“ sagði hann.

„Ég ætla að spila á Íslandi. Ég vil ekkert annað fara. Ég hef ekki enn ákveðið mig. Kannski verð ég hér áfram og kannski fer ég eitthvað annað. Það er enn í óvissu.“

Hann og Darrell Flake vildu ná einu tímabili saman og það tókst hjá Tindastóli í vetur. „Hann er eins og bróðir minn. Það var frábært að spila með honum í vetur. Við gengum í gegnum margt með Tindastóli en náðum ekki stóra titlinum. Svona er bara lífið.“


Tengdar fréttir

Dempsey: Mér líður ekki nógu vel

„Ég er þreyttur. Ég hef ekki verið með í tíu daga. Það er erfitt og ég er bara ekki í formi. En ég gerði það sem ég gat.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×