Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi setti nýtt Íslandsmet í 200 metra baksundi á Íslandsmeistaramótinu í 50m laug í Laugardalslauginni.
Eygló Ósk kom í mark á 2:09.36 mínútum og bætti sitt eigið met sem var frá því í lok mark þegar hún synti á 2:09.86 mínútum á sundmóti í Danmörku.
Eygló Ósk fékk þó ekki mikla samkeppni í sundinu en hún kom í mark 18 sekúndum á undan næstu sundkonu.
Bryndis Rún Hansen úr Óðni vann 50 metra skriðsund þegar hún kom í mark á 26,15 sekúndum.
Alexander Jóhannesson úr KR vann 40 metra skriðsund karla með því að synda á 23,88 sekúndum.
Inga Elín Cryer úr Ægi vann 400 metra skriðsund með því að synda á 4:22.93 mínútum og hjá körlunum vann Kristófer Sigurðsson greinina á 4:03.95 mínútum.
Hrafnhildur Lúthersdóttir vann 100 metra bringusund á 1:08.71 mínútum en það dugar sem b-lágmark inn á heimsmeistaramótið.
Kristinn Þórarinsson úr Fjölni vann 200 metra baksund karla með því að koma í mark á 2:07.59 mínútum
Eygló með Íslandsmet í 200 metra baksundi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti




„Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“
Enski boltinn





Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn