Þekktir íslenskir leikarar taka þátt í opnunarsviðsverkinu Stefán Árni Pálsson skrifar 10. apríl 2015 20:32 Íslenskir leikarar verða fyrirferðamiklir í verkinu. mynd/skjáskot Dansverkið Svartar fjaðrir eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur verður opnunarsviðsverk 29. Listahátíðar í Reykjavík. Á miðvikudaginn var dagskrá komandi hátíðar kynnt en hún fer fram dagana 13. maí til 7. júní. Sjá einnig: Konur í aðalhlutverkiSigríður Soffía hefur vakið athygli á síðustu árum fyrir flugeldadanssýningar á Menningarnótt en í þessu verki taka nokkrir ástsælustu leikarar Íslands þátt og dansarar í fremstu röð. Í verkinu er unnið með fjölbreytt úrval ljóða eftir skáldið Davíð Stefánsson sem náði þjóðarhylli með fyrstu ljóðabók sinni, Svörtum fjöðrum, sem kom út þegar Davíð var aðeins 24 ára. Persónur verksins eru byggðar á ljóðum Davíðs; jafnt harmþrungnum ástarljóðum sem ættjarðarsöngvum. Myndlíkingar úr kvæðum hans eru gæddar lífi á sviðinu og hughrifin sem kvæðin vekja eru túlkuð af leikhópnum, með leik, upplestri, dansi og lifandi dúfum. Ólíkir miðlar og form hreyfingar eru leiðarstefið í sköpun Sigríðar Soffíu sem hefur samið verk fyrir bæði svið og kvikmyndir. Þau Atli Rafn Sigurðsson, Dóra Jóhannsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Hannes Egilsson, Oddur Júlíusson, Saga Garðarsdóttir, Sigríður Soffía Níelsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Ingar E. Sigurðsson taka þátt í verkinu. Tónlistina semja Jónas Sen og Valdimar Jóhannsson. Búningar eru eftir Hildi Yeoman og leikmyndina hönnuðu Daníel Björnsson og Helgi Már Kristinsson. Hér að neðan má sjá myndband frá undirbúningi verksins. Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Dansverkið Svartar fjaðrir eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur verður opnunarsviðsverk 29. Listahátíðar í Reykjavík. Á miðvikudaginn var dagskrá komandi hátíðar kynnt en hún fer fram dagana 13. maí til 7. júní. Sjá einnig: Konur í aðalhlutverkiSigríður Soffía hefur vakið athygli á síðustu árum fyrir flugeldadanssýningar á Menningarnótt en í þessu verki taka nokkrir ástsælustu leikarar Íslands þátt og dansarar í fremstu röð. Í verkinu er unnið með fjölbreytt úrval ljóða eftir skáldið Davíð Stefánsson sem náði þjóðarhylli með fyrstu ljóðabók sinni, Svörtum fjöðrum, sem kom út þegar Davíð var aðeins 24 ára. Persónur verksins eru byggðar á ljóðum Davíðs; jafnt harmþrungnum ástarljóðum sem ættjarðarsöngvum. Myndlíkingar úr kvæðum hans eru gæddar lífi á sviðinu og hughrifin sem kvæðin vekja eru túlkuð af leikhópnum, með leik, upplestri, dansi og lifandi dúfum. Ólíkir miðlar og form hreyfingar eru leiðarstefið í sköpun Sigríðar Soffíu sem hefur samið verk fyrir bæði svið og kvikmyndir. Þau Atli Rafn Sigurðsson, Dóra Jóhannsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Hannes Egilsson, Oddur Júlíusson, Saga Garðarsdóttir, Sigríður Soffía Níelsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Ingar E. Sigurðsson taka þátt í verkinu. Tónlistina semja Jónas Sen og Valdimar Jóhannsson. Búningar eru eftir Hildi Yeoman og leikmyndina hönnuðu Daníel Björnsson og Helgi Már Kristinsson. Hér að neðan má sjá myndband frá undirbúningi verksins.
Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira