Sport

Afturelding og HK í góðri stöðu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
HK getur tryggt sér sæti í lokaúrslitum á morgun.
HK getur tryggt sér sæti í lokaúrslitum á morgun. vísir/valli
Tveir leikir fóru fram í undanúrslitum Mizuno-deildar kvenna í blaki í gær.

Afturelding vann öruggan sigur á Þrótti frá Neskaupsstað á heimavelli, 3-0 (25-11, 25-16, 25-14).

Karen Björg Gunnarsdóttir var stigahæst í liði Mosfellinga með 12 stig en Afturelding getur tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í öðrum leik liðanna á morgun.

Í Fagralundi bar HK sigurorð af Stjörnunni, 3-1. Stjarnan vann fyrstu hrinuna, 18-25, en HK næstu þrjár, 25-23, 25-20 og 25-22.

Hanna María Friðriksdóttir var stigahæst í liði HK með 16 stig en Natalía Ravva kom næst með 13 stig. Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK, var lang stigahæst hjá Stjörnunni með 23 stig.

Bæði HK og Stjarnan tefldu fram nýjum þjálfurum í gær sem munu stýra liðunum í úrslitakeppninni. Ólafur Jóhann Júlíusson er við stjórnvölinn hjá Stjörnunni og Einar Sigurðsson hjá HK.

HK og Stjarnan mætast öðru sinni í Ásgarði á morgun en með sigri tryggir HK sér farseðilinn í lokaúrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×