Sport

Emilía Rós blómstraði í Noregi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emilía Rós Ómarsdóttir.
Emilía Rós Ómarsdóttir. Mynd/Skautasamband Íslands/Art Bicnick
Emilía Rós Ómarsdóttir varð önnur á alþjóðlegu ISU móti í listhlaupi á skautum í Hamar, Noregi, um helgina.  Emilía Rós átti mjög gott mót bæði í stutta og langa prógramminu og fékk heildarskor uppá 77.32 stig í Stúlknaflokki A (Advanced Novice).

Emilía Rós er fimmtán ára gömul og á sínu síðasta ári í flokkinum. Hún hefur sýnt stöðugar framfarir á síðustu misserum og verður því gaman að fylgjast með henni á komandi keppnistímabili í Unglingaflokki A (Junior).

Kristín Valdís Örnólfsdóttir átti sömuleiðis stórgott mót er hún setti persónulegt met með skori uppá 95.73 stig og hafnaði í 9.sæti. Kristín Valdís er 16 ára gömul og á sínu fyrsta ári í Unglingaflokki A. Með svo háu skori er hún að skipa sér í sess með okkar allra bestu skauturum.

Marta María Jóhannsdóttir og Vala Rún B. Magnúsdóttir stóðu sig sömuleiðis mjög vel. Marta María varð 3ja í langa prógramminu í Stúlknaflokki A en hún aðeins 11 ára gömul og er því að keppa við stúlkur sem eru allt uppí 4 árum eldri en hún.

Vala Rún er að koma aftur inn eftir meiðsli og skautaði mjög vel í stutta prógramminu í unglingaflokki  A.

Alls héldu tíu stúlkur úr Úrvalshópi Skautasambands Íslands til keppni á mótinu og stóðu sig með prýði. Hér má sjá úrslitin.

Kristín Valdís Örnólfsdóttir .Mynd/Skautasamband Íslands/Art Bicnick



Fleiri fréttir

Sjá meira


×