Mislukkuð hugbúnaðarverkefni kostuðu ríkið milljónir Bjarki Ármannsson skrifar 13. apríl 2015 21:48 Íslenska ríkið hefur á síðastliðnum áratug samið við fyrirtækið Forsvar ehf. á Hvammstanga um gerð fjögurra hugbúnaðarverkefna en ekkert þeirra er í notkun í dag. Vísir/AFP Íslenska ríkið hefur á síðastliðnum áratug samið við fyrirtækið Forsvar ehf. á Hvammstanga um gerð fjögurra hugbúnaðarverkefna en ekkert þeirra er í notkun í dag. Verkefnin voru ekki boðin út og þrjú þeirra hafa ítrekað sætt gagnrýni af hálfu Ríkisendurskoðunar vegna þess hvernig staðið var að þeim. Kostnaður ríkisins við verkefnin nam hátt í tvö hundruð milljónir króna á núvirði. Frá þessu var greint í Kastljósi á RÚV í kvöld. Þar kom einnig fram að einn fulltrúa þáverandi félagsmálaráðherra í stýrihóp sem hafði umsjón með einu verkefnanna gegndi á sama tíma starfi stjórnarformanns Forsvars. Einnig var hann eigandi fyrirtækis sem síðar rak hugbúnaðinn. „Flestir myndu kalla þetta einhvers konar spillingu, óvönduð stjórnsýsla er kannski smekklegra orðalag,“ sagði Eiríkur Karl Ólafsson Smith, verkefnastjóri í fötlunarfræði við Háskóla Íslands, í Kastljósi.Ókláruð vinna fór langt fram úr kostnaðaráætlunÞað voru sjávarútvegs- og félagsmálaráðuneytið sem stóðu að gerð samninganna við Forsvar. Um var að ræða fjögur verkefni á sviði upplýsingatækni og hugbúnaðargerð. Aðeins eitt þeirra, upplýsingakerfi um þjónustu við fatlaða, komst í notkun og það aðeins tímabundið. Fyrsti samningurinn sem gerður var við fyrirtækið, árið 2003, sneri að hugbúnaði til að halda utan um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga. Verkefnið var lagt á hilluna óklárað þegar Samband íslenskra sveitarfélaga ákvað að kaupa annað hugbúnað, en þá var kostnaður við verkefnið þegar kominn langt fram úr áætlun.Páll Pétursson, fyrrverandi félagsmálaráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis.Páll Pétursson, þáverandi félagsmálaráðherra og þingmaður kjördæmisins, skrifaði undir samninginn við Forsvar og lýsti við tilefnið yfir ánægju yfir því að aðili á landsbyggðinni hefði fengið verkefnið. Ríkisendurskoðun gerði síðar athugasemdir við samninginn, meðal annars vegna þess að verkið var ekki boðið út, vinnan aldrei kláruð og engin ákvæði um vanefndir eða tafabætur voru í samningnum.Gerði samning við sjálfan sigGarðar Jónsson, þáverandi skrifstofustjóri félagsmálaráðuneytisins, var viðstaddur undirritun samningsins árið 2003. Hann var síðar skipaður í stýrihóp um uppbyggingu upplýsingakerfis um félagsþjónustu fatlaðra, sem síðar fékk heitið Gróska, og hélt sæti sínu í hópnum eftir að hann sagði upp störfum hjá ráðuneytinu árið 2004. Stuttu síðar stofnaði hann félagið Glax group ásamt Elínu Líndal, skrifstofustjóra Forsvars og fyrrverandi aðstoðarþingmanni Páls Péturssonar. Svo fór að ráðuneytið samdi við Forsvar um þarfagreiningu vegna Grósku og úthlutaði fyrirtækinu síðan verkefnið, án útboðs.Garðar Jónsson sat beggja vegna borðsins í samningaviðræðum ríkisins við Forsvar.Vísir/Hörður SveinssonEftir að Forsvar fékk þennan samning, settist Garðar í stól stjórnarformanns fyrirtækisins. Hann hélt þó enn sæti sínu í stýrihópnum, meira að segja þegar félagsmálaráðuneytið skrifaði undir annan samning við Forsvar. Formaður stýrihópsins skrifaði undir samninginn fyrir hönd ráðuneytisins.Aldrei það stjórntæki sem ætlast var til Ríkisendurskoðun gerði ítrekaðar athugasemdir við það að kostnaður við Grósku fór langt fram úr áætlun án þess að kerfið yrði nokkurn tímann það stjórntæki sem ætlast var til, meðal annars vegna tæknilegra galla. Þegar málefni fatlaðra fluttust frá ríkinu til sveitarfélaga var hætt að notast við kerfið, að því er virðist í öllum sveitarfélögum nema í Hornafirði og Húnaþingi vestra, en kostnaður við það hafði þá þegar numið um áttatíu milljónum króna á núvirði. „Það er farið fram hjá lögum um opinber innkaup, virðist vera,“ sagði Gestur Páll Reynisson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur, í Kastljósi um vinnubrögð ríkisins í samningagerð við Forsvar. „Í tilviki eins meðlims stýrihópsins er um skýrt vanhæfi að ræða.“Uppfært klukkan 10:33Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að kostnaður við Grósku hefði numið 80 milljörðum króna þegar málefni fatlaðra fluttust frá ríki til sveitarfélaga. Hið rétta er að kostnaðurinn nam 80 milljónum króna. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira
Íslenska ríkið hefur á síðastliðnum áratug samið við fyrirtækið Forsvar ehf. á Hvammstanga um gerð fjögurra hugbúnaðarverkefna en ekkert þeirra er í notkun í dag. Verkefnin voru ekki boðin út og þrjú þeirra hafa ítrekað sætt gagnrýni af hálfu Ríkisendurskoðunar vegna þess hvernig staðið var að þeim. Kostnaður ríkisins við verkefnin nam hátt í tvö hundruð milljónir króna á núvirði. Frá þessu var greint í Kastljósi á RÚV í kvöld. Þar kom einnig fram að einn fulltrúa þáverandi félagsmálaráðherra í stýrihóp sem hafði umsjón með einu verkefnanna gegndi á sama tíma starfi stjórnarformanns Forsvars. Einnig var hann eigandi fyrirtækis sem síðar rak hugbúnaðinn. „Flestir myndu kalla þetta einhvers konar spillingu, óvönduð stjórnsýsla er kannski smekklegra orðalag,“ sagði Eiríkur Karl Ólafsson Smith, verkefnastjóri í fötlunarfræði við Háskóla Íslands, í Kastljósi.Ókláruð vinna fór langt fram úr kostnaðaráætlunÞað voru sjávarútvegs- og félagsmálaráðuneytið sem stóðu að gerð samninganna við Forsvar. Um var að ræða fjögur verkefni á sviði upplýsingatækni og hugbúnaðargerð. Aðeins eitt þeirra, upplýsingakerfi um þjónustu við fatlaða, komst í notkun og það aðeins tímabundið. Fyrsti samningurinn sem gerður var við fyrirtækið, árið 2003, sneri að hugbúnaði til að halda utan um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga. Verkefnið var lagt á hilluna óklárað þegar Samband íslenskra sveitarfélaga ákvað að kaupa annað hugbúnað, en þá var kostnaður við verkefnið þegar kominn langt fram úr áætlun.Páll Pétursson, fyrrverandi félagsmálaráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis.Páll Pétursson, þáverandi félagsmálaráðherra og þingmaður kjördæmisins, skrifaði undir samninginn við Forsvar og lýsti við tilefnið yfir ánægju yfir því að aðili á landsbyggðinni hefði fengið verkefnið. Ríkisendurskoðun gerði síðar athugasemdir við samninginn, meðal annars vegna þess að verkið var ekki boðið út, vinnan aldrei kláruð og engin ákvæði um vanefndir eða tafabætur voru í samningnum.Gerði samning við sjálfan sigGarðar Jónsson, þáverandi skrifstofustjóri félagsmálaráðuneytisins, var viðstaddur undirritun samningsins árið 2003. Hann var síðar skipaður í stýrihóp um uppbyggingu upplýsingakerfis um félagsþjónustu fatlaðra, sem síðar fékk heitið Gróska, og hélt sæti sínu í hópnum eftir að hann sagði upp störfum hjá ráðuneytinu árið 2004. Stuttu síðar stofnaði hann félagið Glax group ásamt Elínu Líndal, skrifstofustjóra Forsvars og fyrrverandi aðstoðarþingmanni Páls Péturssonar. Svo fór að ráðuneytið samdi við Forsvar um þarfagreiningu vegna Grósku og úthlutaði fyrirtækinu síðan verkefnið, án útboðs.Garðar Jónsson sat beggja vegna borðsins í samningaviðræðum ríkisins við Forsvar.Vísir/Hörður SveinssonEftir að Forsvar fékk þennan samning, settist Garðar í stól stjórnarformanns fyrirtækisins. Hann hélt þó enn sæti sínu í stýrihópnum, meira að segja þegar félagsmálaráðuneytið skrifaði undir annan samning við Forsvar. Formaður stýrihópsins skrifaði undir samninginn fyrir hönd ráðuneytisins.Aldrei það stjórntæki sem ætlast var til Ríkisendurskoðun gerði ítrekaðar athugasemdir við það að kostnaður við Grósku fór langt fram úr áætlun án þess að kerfið yrði nokkurn tímann það stjórntæki sem ætlast var til, meðal annars vegna tæknilegra galla. Þegar málefni fatlaðra fluttust frá ríkinu til sveitarfélaga var hætt að notast við kerfið, að því er virðist í öllum sveitarfélögum nema í Hornafirði og Húnaþingi vestra, en kostnaður við það hafði þá þegar numið um áttatíu milljónum króna á núvirði. „Það er farið fram hjá lögum um opinber innkaup, virðist vera,“ sagði Gestur Páll Reynisson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur, í Kastljósi um vinnubrögð ríkisins í samningagerð við Forsvar. „Í tilviki eins meðlims stýrihópsins er um skýrt vanhæfi að ræða.“Uppfært klukkan 10:33Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að kostnaður við Grósku hefði numið 80 milljörðum króna þegar málefni fatlaðra fluttust frá ríki til sveitarfélaga. Hið rétta er að kostnaðurinn nam 80 milljónum króna.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira