Stjórnarþingmenn kvörtuðu yfir stjórnarandstöðunni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. apríl 2015 14:42 Silja Dögg Gunnarsdóttir þingkona sagði stjórnarandstöðuna röfla undir liðnum fundarstjórn forseta. Vísir/Vilhelm Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona framsóknar, sagðist vera orðinn stressuð vegna þeirra stóru mála sem liggja fyrir í þinginu. „Ég geng út frá því að við sem að hér sitjum í þessum sal viljum öll það sama; það er að vinna vel fyrir land og þjóð, afgreiða góð mál og bæta ásýnd Alþingis,“ sagði hún. „Hvernig má það þá vera að ítrekað þurfi maður að vera í þessum virðulega fundarsal alþingis og hlusta á, ég vil leyfa mér að segja röfl, herra forseti, þingmanna undir liðnum fundarstjórn forseta,“ sagði hún og sagði að sínu mati væri það misnotkun á fundarliðnum.Tók undir með Silju Elsa Lára Arnardóttir, flokksystir Silju Daggar, tók í sama streng. „Það er dapurlegt hvernig starfsemi þingsins er þessa dagana,“ sagði Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, í umræðum um störf þingsins í morgun. „Ómældur tími fer í argaþras og leiðindi undir fundarstjórn forseta.“ Vísaði hún til athugasemda stjórnarandstöðuþingmanna sem gert hafa athugasemdir við að stór mál, eins og afnám gjaldeyrishafta, hafi ekki komið inn í þingið en eigi að afgreiða á þeim stutta tíma sem eftir er af vorþingi. „Á meðan viðhalda sömu þingmenn þessum dagskrárlið í gangi og getur þetta talið nokkrum klukkustundum á viku,“ sagði hún.Brugðust illa við Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar Framtíðar, sagði þessi mikilvægu mál væru alls ekki komin í þingið. „Það eru ýmis mál sem við bíðum eftir sem liggja alls ekki fyrir í þinginu,“ sagði hún og nefndi til dæmis húsnæðisfrumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra. „Ég vísa þessu algjörlega til föðurhúsanna,“ sagði hún. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna,„Mér var nú bara hálf misboðið hérna áðan undir ræðum háttvirtra þingmanna Silju Daggar Gunnarsdóttir og Elsu Láru Árnadóttur, um að þingmenn væru ekki að vinna að fullum heilindum,“ sagði hún og bætti við að full ástæða hafi verið að gera athugasemdir um fjarveru leiðtoga ríkisstjórnarinnar í gær.Eins og einræðisherra úr Tinnabók Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði að hver einasti þingmaður hefði rétt á því að koma í ræðustól og lýsa skoðunum sínum án þess að vera kallaðir röflarar. „Þegar forsætisráðherra hæstvirtur hagar sér eins og einræðisherra í Tinnabók og heldur að hann geti bara birst á tröppunum á stjórnarráðinu og tilkynnt um tilfærslur á byggingum, nýjar byggingar sem eigi að smíða, útdeilt styrkjum með sms-um hingað og þangað, fært til umdæmismörk lögregluyfirvalda og svo framvegis með pennastrikum, þá verða þingmenn Framsóknarflokksins einfaldlega að þola það að það sé gagnrýnt,“ sagði hann.Uppfært klukkan 15.00. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona framsóknar, sagðist vera orðinn stressuð vegna þeirra stóru mála sem liggja fyrir í þinginu. „Ég geng út frá því að við sem að hér sitjum í þessum sal viljum öll það sama; það er að vinna vel fyrir land og þjóð, afgreiða góð mál og bæta ásýnd Alþingis,“ sagði hún. „Hvernig má það þá vera að ítrekað þurfi maður að vera í þessum virðulega fundarsal alþingis og hlusta á, ég vil leyfa mér að segja röfl, herra forseti, þingmanna undir liðnum fundarstjórn forseta,“ sagði hún og sagði að sínu mati væri það misnotkun á fundarliðnum.Tók undir með Silju Elsa Lára Arnardóttir, flokksystir Silju Daggar, tók í sama streng. „Það er dapurlegt hvernig starfsemi þingsins er þessa dagana,“ sagði Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, í umræðum um störf þingsins í morgun. „Ómældur tími fer í argaþras og leiðindi undir fundarstjórn forseta.“ Vísaði hún til athugasemda stjórnarandstöðuþingmanna sem gert hafa athugasemdir við að stór mál, eins og afnám gjaldeyrishafta, hafi ekki komið inn í þingið en eigi að afgreiða á þeim stutta tíma sem eftir er af vorþingi. „Á meðan viðhalda sömu þingmenn þessum dagskrárlið í gangi og getur þetta talið nokkrum klukkustundum á viku,“ sagði hún.Brugðust illa við Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar Framtíðar, sagði þessi mikilvægu mál væru alls ekki komin í þingið. „Það eru ýmis mál sem við bíðum eftir sem liggja alls ekki fyrir í þinginu,“ sagði hún og nefndi til dæmis húsnæðisfrumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra. „Ég vísa þessu algjörlega til föðurhúsanna,“ sagði hún. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna,„Mér var nú bara hálf misboðið hérna áðan undir ræðum háttvirtra þingmanna Silju Daggar Gunnarsdóttir og Elsu Láru Árnadóttur, um að þingmenn væru ekki að vinna að fullum heilindum,“ sagði hún og bætti við að full ástæða hafi verið að gera athugasemdir um fjarveru leiðtoga ríkisstjórnarinnar í gær.Eins og einræðisherra úr Tinnabók Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði að hver einasti þingmaður hefði rétt á því að koma í ræðustól og lýsa skoðunum sínum án þess að vera kallaðir röflarar. „Þegar forsætisráðherra hæstvirtur hagar sér eins og einræðisherra í Tinnabók og heldur að hann geti bara birst á tröppunum á stjórnarráðinu og tilkynnt um tilfærslur á byggingum, nýjar byggingar sem eigi að smíða, útdeilt styrkjum með sms-um hingað og þangað, fært til umdæmismörk lögregluyfirvalda og svo framvegis með pennastrikum, þá verða þingmenn Framsóknarflokksins einfaldlega að þola það að það sé gagnrýnt,“ sagði hann.Uppfært klukkan 15.00.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira