Fótbolti

Glæsimörk Suarez sáu um PSG | Sjáðu mörkin

Lionel Messi fagnar með Neymar.
Lionel Messi fagnar með Neymar. vísir/getty
Barcelona er svo gott sem komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 3-1 sigur liðsins á PSG í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar.

Þetta var fyrri leikur liðanna en hann fór fram í París. Liðin mætast í Barcelona í næstu viku en Parísarliðið, sem var án Zlatan Ibrahimovic í kvöld, þarf þá á kraftaverki að halda. Ibrahimovic var í banni í kvöld en getur spilað með í síðari leiknum.

Neymar kom Barcelona á bragðið á 18. mínútu leiksins er hann afgreiddi boltann í netið eftir sendingu Lionel Messi.

Luis Suarez tók svo leikinn í sínar hendur um miðjan síðari hálfleikinn er hann skoraði tvívegis með skömmu millibili. Fyrst eftir frábæran sprett í gegnum vörn PSG og svo með glæsilegu skoti eftir að hafa „klobbað“ David Luiz, varnarmann PSG.

Gregory van der Wiel náði að minnka muninn fyrir PSG og gefa þeim frönsku örlitla von en skot hans fór af Jeremy Mathieu, varnarmanni Barcelona. Suarez hefur nú skorað þrettán mörk í síðustu fimmtán leikjum sínum með Barcelona.

Allt útlit er að Barcelona sé á leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í sjöunda sinn á síðustu átta árum.


Neymar kom Bayern yfir á 18. mínútu: Luis Suarez skoraði annað mark Barcelona á 67. mínútu: Luis Suarez skoraði aftur á 79. mínútu: Gregory van der Wiel skoraði fyrir PSG:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×