Er Ísland betur statt en Írland? Skjóðan skrifar 1. apríl 2015 11:43 Því hefur verið haldið fram að Írland hafi farið verr út úr bankahruninu en Ísland vegna þátttöku Íra í evrusamstarfinu sem hafi neytt írska ríkið til að bjarga írskum bönkum á meðan íslensku bankarnir fengu að falla. Enn eru þeir til sem halda því fram að hin fljótandi króna hafi bjargað miklu og leitt til fljótari og öflugri endurreisnar hér á landi en á Írlandi þar sem hin skelfilega evra hafi keyrt allt á bólakaf. En er þetta svo? Er Ísland betur statt en Írland nú, þegar næstum eru liðin sjö ár frá hruni? Vöxtur landsframleiðslu á Írlandi var um 5 prósent á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hagstofunnar var hagvöxtur hér á landi 1,9% á síðasta ári og nokkuð ljóst að án óvænts vaxtar í ferðaþjónustu og makrílveiðum hefði enginn hagvöxtur mælst hér á síðasta ári. Bæði Írland og Ísland neyddust til að taka stór lán hjá AGS eftir hrunið. Við það að bjarga bankakerfinu ruku skuldir írska ríkisins úr 25% af landsframleiðslu í 123% á síðasta ári áður en þær tóku að lækka skarpt og mælast nú um 114%. Á sama tíma fóru skuldir ríkissjóðs Íslands úr 28,5% árið 2008 í 101% árið 2012 áður en þær tóku að lækka og eru nú ríflega 90%. Írar eiga enn sitt bankakerfi en íslensku bankarnir féllu og nú skulda þrotabú gömlu bankanna margfalda landsframleiðslu til erlendra kröfuhafa. Íslenska þjóðarbúið skuldar því mun meira en hið írska og hefur þar að auki takmarkað aðgengi að alþjóðlegri mynt. Þetta er ein ástæða þess að Írar greiða nú mun hraðar niður lánin frá AGS en við Íslendingar. Atvinnuleysið fór yfir 14% á Írlandi eftir hrun. Það er nú komið niður í 10% og stefnir í 7% innan tveggja ára. Á Íslandi fór atvinnuleysi hæst í 11,9% í maí 2010 en mælist nú nálægt 5%. Fjölmargir hafa hins vegar horfið af íslenskum vinnumarkaði ýmist með brottflutningi, námi eða vegna örorku þannig að dulið atvinnuleysi er mikið hér á landi. Skuldir írskra heimila náðu hámarki árið 2007 og hafa síðan lækkað. Skuldir íslenskra heimila hækkuðu hins vegar gríðarlega í hruninu á sama tíma og verðlag hækkaði hér á landi og kaupmáttur dróst saman. Þar kom evran írskum heimilum til hjálpar. Endurreisnin er í fullum gangi á Írlandi en ekki sjáanleg hér á landi þegar sleppir ferðamönnum og flökkusfiskstofnum. Írland er betur statt en Ísland. ESB aðild og evra eru höfuðástæður þess. Skjóðan Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Því hefur verið haldið fram að Írland hafi farið verr út úr bankahruninu en Ísland vegna þátttöku Íra í evrusamstarfinu sem hafi neytt írska ríkið til að bjarga írskum bönkum á meðan íslensku bankarnir fengu að falla. Enn eru þeir til sem halda því fram að hin fljótandi króna hafi bjargað miklu og leitt til fljótari og öflugri endurreisnar hér á landi en á Írlandi þar sem hin skelfilega evra hafi keyrt allt á bólakaf. En er þetta svo? Er Ísland betur statt en Írland nú, þegar næstum eru liðin sjö ár frá hruni? Vöxtur landsframleiðslu á Írlandi var um 5 prósent á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hagstofunnar var hagvöxtur hér á landi 1,9% á síðasta ári og nokkuð ljóst að án óvænts vaxtar í ferðaþjónustu og makrílveiðum hefði enginn hagvöxtur mælst hér á síðasta ári. Bæði Írland og Ísland neyddust til að taka stór lán hjá AGS eftir hrunið. Við það að bjarga bankakerfinu ruku skuldir írska ríkisins úr 25% af landsframleiðslu í 123% á síðasta ári áður en þær tóku að lækka skarpt og mælast nú um 114%. Á sama tíma fóru skuldir ríkissjóðs Íslands úr 28,5% árið 2008 í 101% árið 2012 áður en þær tóku að lækka og eru nú ríflega 90%. Írar eiga enn sitt bankakerfi en íslensku bankarnir féllu og nú skulda þrotabú gömlu bankanna margfalda landsframleiðslu til erlendra kröfuhafa. Íslenska þjóðarbúið skuldar því mun meira en hið írska og hefur þar að auki takmarkað aðgengi að alþjóðlegri mynt. Þetta er ein ástæða þess að Írar greiða nú mun hraðar niður lánin frá AGS en við Íslendingar. Atvinnuleysið fór yfir 14% á Írlandi eftir hrun. Það er nú komið niður í 10% og stefnir í 7% innan tveggja ára. Á Íslandi fór atvinnuleysi hæst í 11,9% í maí 2010 en mælist nú nálægt 5%. Fjölmargir hafa hins vegar horfið af íslenskum vinnumarkaði ýmist með brottflutningi, námi eða vegna örorku þannig að dulið atvinnuleysi er mikið hér á landi. Skuldir írskra heimila náðu hámarki árið 2007 og hafa síðan lækkað. Skuldir íslenskra heimila hækkuðu hins vegar gríðarlega í hruninu á sama tíma og verðlag hækkaði hér á landi og kaupmáttur dróst saman. Þar kom evran írskum heimilum til hjálpar. Endurreisnin er í fullum gangi á Írlandi en ekki sjáanleg hér á landi þegar sleppir ferðamönnum og flökkusfiskstofnum. Írland er betur statt en Ísland. ESB aðild og evra eru höfuðástæður þess.
Skjóðan Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira