Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 92-73 | Njarðvíkingar senda Stjörnuna í sumarfrí Árni Jóhannsson skrifar 2. apríl 2015 18:30 Vísir/Vilhelm Það verða Njarðvíkingar sem fara í undanúrslit eftir að hafa unnið Stjörnuna í oddaleik í Ljónagryfjunni í kvöld. Heimamenn voru sterkari lungan úr leiknum og unnu en hafa þurfti fyrir sigrinum. Lokatölur 92-73 og Njarðvíkingar mæta KR í undanúrslitum Íslandsmótsins.Stjörnumenn byrjuðu leikinn betur en fyrstu átta stig leiksins komu úr Garðabænum og Njarðvíkingar virkuðu mjög stressaðir í byrjun og réðu illa við spennustigið. Þeir tóku við sér þegar rúmar þrjár mínútur voru liðnar af leiknum og voru þeir búnir að koma sér yfir þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Körfubolti er leikur áhlaupa og áttu Stjörnumenn næsta áhlaup en þeir áttu annan 8-0 og komu sér í 20-13 áður en heimamenn fóru á 7-0 sprett til að laga stöðuna í 20-22 þegar flautað var til leikhlés eftir leikhlutann. Í öðrum leikhluta læstu heimamenn sjoppunni ef þannig má að orði komast en varnarleikur þeirra var rosalegur og voru ansi mörg skot gestanna varin af heimamönnum ásamt því að Stjörnumenn misstu boltann í gríð og erg. Heimamenn unnu leikhlutann 25-11 og græddu þeir á því að Stefan Bonneau vaknaði af værum blund en hann skoraði 14 stig í leikhlutanum ásamt því að fá framlag frá félögum sínum. Njarðvíkingar komust í 12 stiga forskot þegar flautað var til hálfleiks, 45-33. Njarðvíkingar náðu að halda uppi góðum varnarleik í upphafi seinni hálfleiks og héldu þeir forskoti sínu í tveggja stafa tölu meirihlutann af þriðja leikhluta. Stjörnumenn náðu þó góðu áhlaupi þegar um þrjár mínútur voru eftir af þriðja fjórðung og minnka muninn úr 15 stigum sem heimamenn komust mest yfir niður í sex stig þegar liðin gengu til leikhlés milli leikhluta, 61-55. Því var spennan mikil fyrir seinasta leikhlutann í Ljónagryfjunni. Í upphafi fjórða leikhluta skiptust liðin á að skora og hentaði það heimamönnum betur enda með forystu sem hélst í sex stigum fyrstu þrjár mínútur lokafjórðungsins. Þá náðu heimamenn góðu áhlaupi og náðu á skömmum tíma að auka forskot sitt úr sex stigum í í 12 stig þegar fjórði leikhluti var hálfnaður. 71-59. Það sem var að skila þeim forskotinu var góður varnarleikur ásamt því að ná sér í töluvert af sóknarfráköstum sem skilaði sér í öðrum tækifærum til að skora sem oft voru nýtt af heimamönnum. Þarna var róðurinn orðinn þungur fyrir gestina úr Garðabænum en heimamenn náðu að halda þeim frá sér með skynsömum leik og baráttu. Þó Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu til að koma sér nær heimamönnum þá áttu heimamenn svör við tilburðum gestanna. Ungir leikmenn liðanna fengu tækifæri í lok leiks en með góðum sprett í lokin náðu heimamenn jafnt og þétt að auka forskot sitt upp í 19 stig en leikurinn endaði 92-73. Stigahæstur heimamanna var Stefan Bonneau en hann skilaði 36 stigum í hús ásamt sjö fráköstum og þremur stoðsendingum. Atkvæðamestur gestanna var Jeremy Atkinson með 25 stig og 16 fráköst. Njarðvíkingar eru því komnir í undanúrslit Íslandsmótsins í körfubolta þetta árið og mæta þeir KR-ingum þar og er fyrsti leikur í rimmunni á mánudag í DHL-höllinni.Teitur Örlygsson: Vorum með fullt sjálfstraust allan leikinn Aðstoðarþjálfari Njarðvíkinga var sammála því að varnarleikur sinna manna og gott gengi í sóknarfráköstum hafi verið lykilatriði í sigri þeirra í oddaleiknum á móti Stjörnunni. „Sóknarfráköstin voru reyndar jöfn framan af leik en varnarleikur þeirra var mjög góður innan þriggja stiga línunnar. Ég veit ekki hvað þeir eru að skjóta en ég efast um að þeir nái 40% skotnýtingu í heildina. Það er algjörlega til fyrirmyndar.“ Stjörnumenn byrjuðu leikinn mun betur Njarðvíkingar og var Teitur spurður hvað þurfti að segja við Njarðvíkingana eftir fyrstu mínútur leiksins. „Við höfum séð þetta nokkrum sinnum í Njarðvík í vetur og erum við hætti að stressa okkur yfir þessu. Við vissum alveg að við myndum taka við okkur þegar ísinn myndi brotna. Við vorum svo búnir að jafna þegar fyrsti leikhluti var liðinn og við búnir að vinna upp níu eða 10 stig. Þannig að við vorum með fullt sjálfstraust allan leikinn.“ Teitur var að lokum beðinn um að leggja mat sitt á næstu rimmu Njarðvíkinga á móti KR í undanúrslitum. „Þetta verður náttúrula ógeðslega gaman og við gerum okkur grein fyrir því að það verður jafn ógeðslega erfitt. Við verðum á útivelli og verður svakalegur bardagi og ætlum við okkur að selja okkur dýrt.“Hrafn Kristjánsson: Hefðum gefið KR-ingum alvöru seríu „Við misstum svolítið tökin í fyrri hálfleiknum og hættum að gera hlutina saman á báðum endum vallarins. Það er metnaðurinn og keppnisskapið því strákarnir vilja ná þessu fljótt til baka. Það því miður ekki rétta leiðin til að komast til baka“, sagði þjálfari Stjörnumanna eftir oddaleikinn á móti Njarðvík í Ljónagryfjunni. Hann var beðinn um að gera upp tímabilið enda lið hans á leiðinni í sumarfrí eftir rosalega rimmu við Njarðvíkinga. „Við berum höfuðið hátt, við tókum einn stórann í bikarkeppninni en við ætluðum náttúrulega að fara lengra og tel ég að við hefðum gefið KR alvöru seríu. Ég er ekkert viss um að KR-ingar séu svekktir með þessi úrslit. Eins og við spilum í vetur þá erum við að gera áherslubreytingar og er þetta bara fyrsti kafli og alls engin endalok. Við tökum síðan næstu skref og setjum inn menn fyrir Jón Orra og Dag Kára og höldum áfram að þróa unga leikmenn sem hafa margir spilað frábærlega í vetur og förum lengra á næsta tímabili.“ Ekki var hægt að sleppa Hrafni án þess að hann talaði aðeins um stuðningsmenn Stjörnunnar sem stóðu sig vel í kvöld og ásamt stuðningsmönnum heimamanna sköpuðu frábæra stemmingu í Ljónagryfjunni. „Þetta fólk átti ekki skilið að ljúka leik í dag og ætli það sé ekki það sárasta í þessu. Maður hefur ekki unnið í öðru eins umhverfi á ævinni og er ég þakklátur fyrir að lifa og starfa í svona félagi. Stuðningsmenn og bakland hjá Stjörnunni eru í sérflokki og heyrist það langar leiðir.“4. leikhluti | 92-73: Leik er lokið. Njarðvíkingar fara áfram og eru þeir vel að sigrinum komnir. Ungviðnum var skipt inn á í lok leiks.4. leikhluti | 88-73: Mirko skorar og held ég lokar þessu fyrir heimamenn. Þeir eru á leiðinni í undanúrslit. 1:04 eftir.4. leikhluti | 86-73: Sóknarfráköst heimamanna hafa eins og áður segir verið þeim mikilvæg. Snorri Hafsteins. nær sér í eitt og færi villu vítin fara niður en Stjarnan svara um hæl. 1:22 eftir.4. leikhluti | 84-69: Skipst á körfum. Jón Orri skorar og fær villu að auki fyrir Stjörnuna. Vítið fer heim. Stjörnumenn þurfa jafnvel á kraftaverki að halda til að ná þessu. Ágúst Orrason skilar svo tveimur vítum heim fyrir heimamenn og það eru 1:40 eftir.4. leikhluti | 80-66: Atkinson skilar tveimur vítum heim en aftur svarar Bonneau og heimamenn stela síðan boltanum. Logi Gunnarsson skorar og kemur heimamönnum í 16 stiga forskot en Shouse svarar að bragði. Leikhlé þegar 2:18 eru eftir.4. leikhluti | 74-62: Atkinson skila þrist heim fyrir gestina. Þetta gæti orðið mikilvægt vopn til að teygja vörn heimamanna. Bonneau svarar með þrist til baka og staðan er sú sama. 4:14 eftir.4. leikhluti | 71-59: Þau eru orðin 11 talsins sóknarfráköst heimamanna og hafa stig skilað sér ansi oft þegar þeim er náð. Leikhlé tekið þegar 5:07 eru eftir og heimamenn leiða með 12 stigum.4. leikhluti | 69-59: Mirko bætir við tveimur stigum af vítalínunni og Stjörnumenn ná ekki að skora. Heimamenn hafa skipt í svæðisvörn. Bonneau er síðan laminn niður og fer á vítalínuna. Vítin rata heim. Aftur 10 stiga munur fyrir heimamenn. 6:28 eftir.4. leikhluti | 65-59: Leikhlé tekið þegar 7:17 eru til leiksloka. Það er að segja í venjulegum leiktíma.4. leikhluti | 65-59: Stjörnumenn hafa verið að lenda í vandræðum með varnarleik heimamanna í allt kvöld. Heimamenn nýta það ekki í þetta sinn. 7:49 eftir.4. leikhluti | 63-57: Liðin skiptast á að skora, heimamenn eftir sóknarfrákast. Hvað annað er nýtt. 8:49 eftir.4. leikhluti | 61-55: Heimamenn byrja. Þetta mun fara niður vítinn segi ég og skrifa. Neglurnar verða nagaðar að nagalböndum. 9:59 eftir.3. leikhluti | 61-55: Þriðja fjórðung er lokið. Stjörnumenn misstu boltann og heimamenn áttu seinustu sóknina. Hún gekk ekki og heimamenn eru með sex stig í forskot og menn eru spenntir til fulls hér í Ljónagryfjunni.3. leikhluti | 61-55: Karfa góð og dæmd óíþróttamannsleg villa á Njarðvík. Marvin skilar vítinu heimog gestirnir fá boltann aftur ne ná ekki að nýta sér það. 1 mín eftir.3. leikhluti | 61-52: Heimamenn eru duglegri að taka sóknarfráköst og nýta sér það. Þristur lekur síðan niður frá Atkinson. 1:36 eftir.3. leikhluti | 59-49: Bonneu fær þrjú víti og fara þau öll niður og munurinn er aftur kominn í 10 stig. 2:59 eftir3. leikhluti | 56-49: Enn tapa Stjörnumenn boltanum en heimamenn ná ekki að nýta það. Shouse keyrir þá að körfunni, skorar og nær í villu. Vítið fer heim og munurinn er í eins stafa tölu. 3:07 eftir.3. leikhluti | 56-46: Þá eru það Stjörnumönnum sem gengur betur, fimm stig í röð og síðan dæmdar þrjár sek. á heimamenn. 4:34 eftir.3. leikhluti | 56-41: Það er skipst á körfum, það hentar heimamönnum betur eins og staðan er núna. Dálítið mikið flautað finnst mér og leikurinn fær ekkert að fljóta. 5:28 eftir.3. leikhluti | 54-39: Sex stig í röð frá heimamönnum og er Logi Gunnarss. að fara mikinn. 6:03 eftir.3. leikhluti | 48-39: Marvin Vald. svarar þrist með þrist og þá er hægt að segja að hálfleikurinn sé hafinn fyrir alvöru. Heimamenn ná öðru frákasti, gestirnir hafa ekki efni á því að gefa heimamönnum tvö tækifæri per sókn þó að heimamenn nái ekki að nýta það. Annar þristur ratar heim hjá gestunum, nú frá Shouse. 7:23 eftir.3. leikhluti | 48-33: Varnarleikur heimamanna heldur áfram að vera góður ásamt því að hirða sóknarfrákast. Þeir ná að nýta sér og skila þrist heim. 8:25 eftir.3. leikhluti | 45-33: Við hefjum leik að nýju. Stjörnumenn eiga fyrstu sókn. 9:59 eftir.2. leikhluti | 45-33: Það er kominn hálfleikur, Stjarnan brann inni á skotklukkunni og heimamenn áttu að eiga seinustu sókn en brotið var á Bonneau. Vítin fóru niður og Stjarnan átti seinasta skotið. Það geigaði og er Njarðvík með 12 stiga forskot í hálfleik. Varnarleikur heimamanna var góður en þeir unnu leikhlutann 25-11. Stjörnumenn hljóta að koma snælduvitlausir út í seinni hálfleikinn.2. leikhluti | 43-33: Stjarnan tekur leikhlé þegar 51 sek. er eftir. Ég er löngu búinn að týna tölunni á því hversu oft gestirnir hafa tapað boltanum í öðrum leikhluta en í heild eru þeir orðnir níu talsins. Varnarleikur heimamanna er ægilegur.2. leikhluti | 41-33: Stjörnumenn eru að brenna af vítum og það kann ekki góðri lukku að stýra. Tvö af þremur fara ofan í frá Atkinson. Það er alltaf klaufalegt að brjóta í þriggja stiga skoti. 1:35 eftir.2. leikhluti | 41-31: Bonneau klikkar einu víti en setur hitt niður og eykur muninn. Góð vörn heimamanna gerir það að verkum að Stjörnunni gengur bölvanlega að finna körfuna. Bonneau síðan með þrist og það er 10 stiga munur. 1:40 eftir.2. leikhluti | 37-31: Bonneau virðist vera kominn í gang og Njarðvíkingar taka sex stiga forskot. Vörn og sókn gengur vel hjá heimamönnum þessa stundina. 3:33 eftir.2. leikhluti | 32-31: Bonneau svarar með þrist og Shouse svarar með tvist. Heimamenn með einu þegar 4:45 eru eftir.2. leikhluti | 29-29: Stjörnumenn jafna metin, risaþristur frá Degi Kár Jónssyni. Það eru hans fyrstu stig þannig að hann á nóg inni. 5:58 eftir.2. leikhluti | 29-26: Skipst á körfum núna og hafa 75% seinustu stiga komið af vítalínunni. 6.10 eftir.2. leikhluti | 25-24: Loksins stig frá gestunum og þurfti vítaskot til. Marvin Vald. sá um þetta. 6:40 eftir.2. leikhluti | 25-22: Snorri Hafsteinsson er með rosa innkomu, tvö varin skot og er það stemmningsaukandi fyrir áhorfendur. Báðum liðum gengur hinsvegar illa að koma knettinum í körfuna þessa stundina. 6:52 eftir.2. leikhluti | 25-22: Klaufagangur hjá gestunum sem missa boltann út af skrefi, þeir voru búnir að fá tvo sénsa í þessari sókn. Heimamen misnota tækifærið til að auka forskotið. 7:40 eftir.2. leikhluti | 25-22: 5-0 áhlaup frá heimamönnum og það er tekið leikhlé þegar 8:36 eru eftir. Stjörnumenn hafa ekki náð að hitta og einnig tapað boltanum og það þarf að skrúfa fyrir það.2. leikhluti | 23-22: Fyrstu stigin eru heimamanna og komast þeir yfir enda þristur sem ratar heim. 9:05 eftir.2. leikhluti | 20-22: Við höldum áfram, heimamenn eiga fyrstu sókn í öðrum fjórðung. 9:59 eftir.1. leikhluti | 20-22: Leikhlutanum er lokið og það var Bonneau sem skoraði fjögur síðustu skotin og þar á meðal flautukörfu og lagar stöðuna í tvö stig.1. leikhluti | 16-22: Liðin skiptast á körfum og heimamenn ná að naga eitt stig af forskoti gestanna. 38 sek. eftir.1. leikhluti | 13-20: 8-0 sprettur Stjörnumanna. Sjö stiga forysta og 1:44 eftir. Heimamenn ráð illa við það þegar boltinn fer inn í teig.1. leikhluti | 13-18: Ég má til með að benda á það að Stefan Bonneau er ekki enn kominn á blað hjá heimamönnum. Atkinson eykur muninn af vítalínunni. 2:30 eftir.1. leikhluti | 13-16: Stjörnumenn eiga næstu fjögur stig og eru komnir aftur yfir. Þetta mun ganga svona í allt kvöld, því get ég lofað. 3:07 eftir.1. leikhluti | 13-12: Heimamenn eru komnir yfir og Stjarnan tekur leikhlé þegar 4:16 eru eftir. Körfubolti er leikur áhlaupa og nú eru heimamenn á einu slíku eftir að hafa tekið við áhlaupi frá gestunum í byrjun.1. leikhluti | 11-12: Tveir þristar í röð frá heimamönnum og munurinn er allt í einu orðinn eitt stig. 4:34 eftir.1. leikhluti | 8-12: Það gengur aðeins betur hjá heimamönnum núna, bæði að stoppa og skora. Stjörnumenn hafa samt frumkvæðið enn sem komið er. 5:07 eftir.1. leikhluti | 3-10: Loksins karfa utan af velli hjá heimamönnum. Stjörnumenn eru að ná að ráða við spennustigið betur í upphafi. 7 mín. eftir.1. leikhluti | 1-8: Heimamenn komast á blað og þurfti vítaskot til. Logi Gunnarss. sá um þetta. 7:57 eftir.1. leikhluti | 0-8: Leikhlé tekið þegar 8:14 eru eftir. Heimamenn þurfa að ræða málin.1. leikhluti | 0-8: Gestirnir eiga fyrstu átta stig leiksins og er þeim dreift vel milli leikmanna. 8:23 eftir.1. leikhluti | 0-2: Stjörnumenn eru fyrri á blaðið og það er Jón Orri sem iðnaðartreður boltanum. Heimamenn fá síðan tvö tækifæri til að jafna en misnota það. 9:11 eftir.1. leikhluti | 0-0: Þetta er byrjað og það eru Stjörnumenn sem hefja leik. 9:59 eftir.Fyrir leik: Fimm mínútur í leik. Ég hugsa að menn séu með í maganum, bæði leikmenn og áhorfendur. Það er allt undir í dag og Final Countdown hljómar í græjunum. Gott stöff.Fyrir leik: Stigahæstu leikmenn einvígisins eru erlendu leikmenn liðanna en Jeremy Atkinson hjá Stjörnunni hefur skorað 27 stig að meðaltali í leikjunum fjórum hingað til og það þarf ekkert að koma á óvart að Stefan Bonneau sé stigahæstur Njarðvíkinga en 32,25 stig hafa ratað í körfuna frá honum að meðaltali í rimmunni.Fyrir leik: Ég veit ekki hversu mikið hægt er að taka mark á árangri liðanna í deildarkeppninni þegar komið er í oddaleik í úrslitakeppni en ég ætla samt að tíunda hann. Njarðvíkingar unnu sjö af 11 heimaleikjum sem þeir spiluðu á meðan Stjarnan vann einungis þrjá af 11 útileikjum sem þeir spiluðu. Þetta rímar við hvernig rimman hefur spilast. En eins og ég segi þá er þetta eitthvað sem ekki er hægt að taka mark á á þessu stigi málsins.Fyrir leik: Séu leikir Njarðvíkur og Stjörnunnar í deildakeppninni skoðaðir kemur það í ljós sama sagan og hefur verið í rimmunni. Njarðvíkingar unnu í Ljónagryfjunni en Stjarnan tók stigin í leik þeirra í Ásgarði.Fyrir leik: Liðin hafa unnið heimaleiki sína tvo og eru stærstu sigrarnir Njarðvíkinga en leikirnir í Ljónagryfjunni hafa endað báðir með sex stiga mun Njarðvíkingum í vil. Leikirnir í Ásgarði hafa endað með sigrum Garðbæinga en fyrri leikurinn endaði með þriggja stiga mun og seinni leikurinn endaði með tveggja stiga mun. Það er því ekki mikið sem ber í milli liðanna.Fyrir leik:Ásamt því hefur 27 sinnum verið jafnt á með liðunum í fyrstu fjórum leikjunum eða 6,75 sinnum að meðaltali í leik. Ég ætla að reikna með því að sama jafnræðið verði með liðunum í dag og að allar 40 mínúturnar þurfi til að útkljá þennan oddaleik og það ætti ekki að koma neinum að óvörum ef það þyrfti jafnvel fimm mínútur til viðbótar.Fyrir leik: Til marks um hversu mikil baráttan hefur verið í þessu einvígi þá hefur forystan skipt um hendur alls 30 sinnum í fyrstu fjórum leikjunum. Það gerir sjö og hálfum sinnum að meðaltali í leik í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta.Fyrir leik: Þessi rimma hefur verið ógurlega spennandi og minni ég á það sem ég sagði fyrir fyrsta leik að þessi rimma væri sú sem væri mest líkleg til að fara í oddaleik fyrirfram. Það rættist og nú erum við hér.Fyrir leik: Það eru tæpar 35 mínútur í leikinn, formaður körfuknattleiksdeildar UMFN segir mér að þeir geti komið 7-800 manns í Ljónagryfjuna og mig grunar að það sé orðið hátt í það nú þegar og það er sungið og trallað á pöllunum.Fyrir leik: Sælt veri fólkið, gleðilega hátíð og verið velkomin í beina textalýsingu frá oddaleik Njarðvíkur og Stjörnunar í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik. Dominos-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Það verða Njarðvíkingar sem fara í undanúrslit eftir að hafa unnið Stjörnuna í oddaleik í Ljónagryfjunni í kvöld. Heimamenn voru sterkari lungan úr leiknum og unnu en hafa þurfti fyrir sigrinum. Lokatölur 92-73 og Njarðvíkingar mæta KR í undanúrslitum Íslandsmótsins.Stjörnumenn byrjuðu leikinn betur en fyrstu átta stig leiksins komu úr Garðabænum og Njarðvíkingar virkuðu mjög stressaðir í byrjun og réðu illa við spennustigið. Þeir tóku við sér þegar rúmar þrjár mínútur voru liðnar af leiknum og voru þeir búnir að koma sér yfir þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Körfubolti er leikur áhlaupa og áttu Stjörnumenn næsta áhlaup en þeir áttu annan 8-0 og komu sér í 20-13 áður en heimamenn fóru á 7-0 sprett til að laga stöðuna í 20-22 þegar flautað var til leikhlés eftir leikhlutann. Í öðrum leikhluta læstu heimamenn sjoppunni ef þannig má að orði komast en varnarleikur þeirra var rosalegur og voru ansi mörg skot gestanna varin af heimamönnum ásamt því að Stjörnumenn misstu boltann í gríð og erg. Heimamenn unnu leikhlutann 25-11 og græddu þeir á því að Stefan Bonneau vaknaði af værum blund en hann skoraði 14 stig í leikhlutanum ásamt því að fá framlag frá félögum sínum. Njarðvíkingar komust í 12 stiga forskot þegar flautað var til hálfleiks, 45-33. Njarðvíkingar náðu að halda uppi góðum varnarleik í upphafi seinni hálfleiks og héldu þeir forskoti sínu í tveggja stafa tölu meirihlutann af þriðja leikhluta. Stjörnumenn náðu þó góðu áhlaupi þegar um þrjár mínútur voru eftir af þriðja fjórðung og minnka muninn úr 15 stigum sem heimamenn komust mest yfir niður í sex stig þegar liðin gengu til leikhlés milli leikhluta, 61-55. Því var spennan mikil fyrir seinasta leikhlutann í Ljónagryfjunni. Í upphafi fjórða leikhluta skiptust liðin á að skora og hentaði það heimamönnum betur enda með forystu sem hélst í sex stigum fyrstu þrjár mínútur lokafjórðungsins. Þá náðu heimamenn góðu áhlaupi og náðu á skömmum tíma að auka forskot sitt úr sex stigum í í 12 stig þegar fjórði leikhluti var hálfnaður. 71-59. Það sem var að skila þeim forskotinu var góður varnarleikur ásamt því að ná sér í töluvert af sóknarfráköstum sem skilaði sér í öðrum tækifærum til að skora sem oft voru nýtt af heimamönnum. Þarna var róðurinn orðinn þungur fyrir gestina úr Garðabænum en heimamenn náðu að halda þeim frá sér með skynsömum leik og baráttu. Þó Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu til að koma sér nær heimamönnum þá áttu heimamenn svör við tilburðum gestanna. Ungir leikmenn liðanna fengu tækifæri í lok leiks en með góðum sprett í lokin náðu heimamenn jafnt og þétt að auka forskot sitt upp í 19 stig en leikurinn endaði 92-73. Stigahæstur heimamanna var Stefan Bonneau en hann skilaði 36 stigum í hús ásamt sjö fráköstum og þremur stoðsendingum. Atkvæðamestur gestanna var Jeremy Atkinson með 25 stig og 16 fráköst. Njarðvíkingar eru því komnir í undanúrslit Íslandsmótsins í körfubolta þetta árið og mæta þeir KR-ingum þar og er fyrsti leikur í rimmunni á mánudag í DHL-höllinni.Teitur Örlygsson: Vorum með fullt sjálfstraust allan leikinn Aðstoðarþjálfari Njarðvíkinga var sammála því að varnarleikur sinna manna og gott gengi í sóknarfráköstum hafi verið lykilatriði í sigri þeirra í oddaleiknum á móti Stjörnunni. „Sóknarfráköstin voru reyndar jöfn framan af leik en varnarleikur þeirra var mjög góður innan þriggja stiga línunnar. Ég veit ekki hvað þeir eru að skjóta en ég efast um að þeir nái 40% skotnýtingu í heildina. Það er algjörlega til fyrirmyndar.“ Stjörnumenn byrjuðu leikinn mun betur Njarðvíkingar og var Teitur spurður hvað þurfti að segja við Njarðvíkingana eftir fyrstu mínútur leiksins. „Við höfum séð þetta nokkrum sinnum í Njarðvík í vetur og erum við hætti að stressa okkur yfir þessu. Við vissum alveg að við myndum taka við okkur þegar ísinn myndi brotna. Við vorum svo búnir að jafna þegar fyrsti leikhluti var liðinn og við búnir að vinna upp níu eða 10 stig. Þannig að við vorum með fullt sjálfstraust allan leikinn.“ Teitur var að lokum beðinn um að leggja mat sitt á næstu rimmu Njarðvíkinga á móti KR í undanúrslitum. „Þetta verður náttúrula ógeðslega gaman og við gerum okkur grein fyrir því að það verður jafn ógeðslega erfitt. Við verðum á útivelli og verður svakalegur bardagi og ætlum við okkur að selja okkur dýrt.“Hrafn Kristjánsson: Hefðum gefið KR-ingum alvöru seríu „Við misstum svolítið tökin í fyrri hálfleiknum og hættum að gera hlutina saman á báðum endum vallarins. Það er metnaðurinn og keppnisskapið því strákarnir vilja ná þessu fljótt til baka. Það því miður ekki rétta leiðin til að komast til baka“, sagði þjálfari Stjörnumanna eftir oddaleikinn á móti Njarðvík í Ljónagryfjunni. Hann var beðinn um að gera upp tímabilið enda lið hans á leiðinni í sumarfrí eftir rosalega rimmu við Njarðvíkinga. „Við berum höfuðið hátt, við tókum einn stórann í bikarkeppninni en við ætluðum náttúrulega að fara lengra og tel ég að við hefðum gefið KR alvöru seríu. Ég er ekkert viss um að KR-ingar séu svekktir með þessi úrslit. Eins og við spilum í vetur þá erum við að gera áherslubreytingar og er þetta bara fyrsti kafli og alls engin endalok. Við tökum síðan næstu skref og setjum inn menn fyrir Jón Orra og Dag Kára og höldum áfram að þróa unga leikmenn sem hafa margir spilað frábærlega í vetur og förum lengra á næsta tímabili.“ Ekki var hægt að sleppa Hrafni án þess að hann talaði aðeins um stuðningsmenn Stjörnunnar sem stóðu sig vel í kvöld og ásamt stuðningsmönnum heimamanna sköpuðu frábæra stemmingu í Ljónagryfjunni. „Þetta fólk átti ekki skilið að ljúka leik í dag og ætli það sé ekki það sárasta í þessu. Maður hefur ekki unnið í öðru eins umhverfi á ævinni og er ég þakklátur fyrir að lifa og starfa í svona félagi. Stuðningsmenn og bakland hjá Stjörnunni eru í sérflokki og heyrist það langar leiðir.“4. leikhluti | 92-73: Leik er lokið. Njarðvíkingar fara áfram og eru þeir vel að sigrinum komnir. Ungviðnum var skipt inn á í lok leiks.4. leikhluti | 88-73: Mirko skorar og held ég lokar þessu fyrir heimamenn. Þeir eru á leiðinni í undanúrslit. 1:04 eftir.4. leikhluti | 86-73: Sóknarfráköst heimamanna hafa eins og áður segir verið þeim mikilvæg. Snorri Hafsteins. nær sér í eitt og færi villu vítin fara niður en Stjarnan svara um hæl. 1:22 eftir.4. leikhluti | 84-69: Skipst á körfum. Jón Orri skorar og fær villu að auki fyrir Stjörnuna. Vítið fer heim. Stjörnumenn þurfa jafnvel á kraftaverki að halda til að ná þessu. Ágúst Orrason skilar svo tveimur vítum heim fyrir heimamenn og það eru 1:40 eftir.4. leikhluti | 80-66: Atkinson skilar tveimur vítum heim en aftur svarar Bonneau og heimamenn stela síðan boltanum. Logi Gunnarsson skorar og kemur heimamönnum í 16 stiga forskot en Shouse svarar að bragði. Leikhlé þegar 2:18 eru eftir.4. leikhluti | 74-62: Atkinson skila þrist heim fyrir gestina. Þetta gæti orðið mikilvægt vopn til að teygja vörn heimamanna. Bonneau svarar með þrist til baka og staðan er sú sama. 4:14 eftir.4. leikhluti | 71-59: Þau eru orðin 11 talsins sóknarfráköst heimamanna og hafa stig skilað sér ansi oft þegar þeim er náð. Leikhlé tekið þegar 5:07 eru eftir og heimamenn leiða með 12 stigum.4. leikhluti | 69-59: Mirko bætir við tveimur stigum af vítalínunni og Stjörnumenn ná ekki að skora. Heimamenn hafa skipt í svæðisvörn. Bonneau er síðan laminn niður og fer á vítalínuna. Vítin rata heim. Aftur 10 stiga munur fyrir heimamenn. 6:28 eftir.4. leikhluti | 65-59: Leikhlé tekið þegar 7:17 eru til leiksloka. Það er að segja í venjulegum leiktíma.4. leikhluti | 65-59: Stjörnumenn hafa verið að lenda í vandræðum með varnarleik heimamanna í allt kvöld. Heimamenn nýta það ekki í þetta sinn. 7:49 eftir.4. leikhluti | 63-57: Liðin skiptast á að skora, heimamenn eftir sóknarfrákast. Hvað annað er nýtt. 8:49 eftir.4. leikhluti | 61-55: Heimamenn byrja. Þetta mun fara niður vítinn segi ég og skrifa. Neglurnar verða nagaðar að nagalböndum. 9:59 eftir.3. leikhluti | 61-55: Þriðja fjórðung er lokið. Stjörnumenn misstu boltann og heimamenn áttu seinustu sóknina. Hún gekk ekki og heimamenn eru með sex stig í forskot og menn eru spenntir til fulls hér í Ljónagryfjunni.3. leikhluti | 61-55: Karfa góð og dæmd óíþróttamannsleg villa á Njarðvík. Marvin skilar vítinu heimog gestirnir fá boltann aftur ne ná ekki að nýta sér það. 1 mín eftir.3. leikhluti | 61-52: Heimamenn eru duglegri að taka sóknarfráköst og nýta sér það. Þristur lekur síðan niður frá Atkinson. 1:36 eftir.3. leikhluti | 59-49: Bonneu fær þrjú víti og fara þau öll niður og munurinn er aftur kominn í 10 stig. 2:59 eftir3. leikhluti | 56-49: Enn tapa Stjörnumenn boltanum en heimamenn ná ekki að nýta það. Shouse keyrir þá að körfunni, skorar og nær í villu. Vítið fer heim og munurinn er í eins stafa tölu. 3:07 eftir.3. leikhluti | 56-46: Þá eru það Stjörnumönnum sem gengur betur, fimm stig í röð og síðan dæmdar þrjár sek. á heimamenn. 4:34 eftir.3. leikhluti | 56-41: Það er skipst á körfum, það hentar heimamönnum betur eins og staðan er núna. Dálítið mikið flautað finnst mér og leikurinn fær ekkert að fljóta. 5:28 eftir.3. leikhluti | 54-39: Sex stig í röð frá heimamönnum og er Logi Gunnarss. að fara mikinn. 6:03 eftir.3. leikhluti | 48-39: Marvin Vald. svarar þrist með þrist og þá er hægt að segja að hálfleikurinn sé hafinn fyrir alvöru. Heimamenn ná öðru frákasti, gestirnir hafa ekki efni á því að gefa heimamönnum tvö tækifæri per sókn þó að heimamenn nái ekki að nýta það. Annar þristur ratar heim hjá gestunum, nú frá Shouse. 7:23 eftir.3. leikhluti | 48-33: Varnarleikur heimamanna heldur áfram að vera góður ásamt því að hirða sóknarfrákast. Þeir ná að nýta sér og skila þrist heim. 8:25 eftir.3. leikhluti | 45-33: Við hefjum leik að nýju. Stjörnumenn eiga fyrstu sókn. 9:59 eftir.2. leikhluti | 45-33: Það er kominn hálfleikur, Stjarnan brann inni á skotklukkunni og heimamenn áttu að eiga seinustu sókn en brotið var á Bonneau. Vítin fóru niður og Stjarnan átti seinasta skotið. Það geigaði og er Njarðvík með 12 stiga forskot í hálfleik. Varnarleikur heimamanna var góður en þeir unnu leikhlutann 25-11. Stjörnumenn hljóta að koma snælduvitlausir út í seinni hálfleikinn.2. leikhluti | 43-33: Stjarnan tekur leikhlé þegar 51 sek. er eftir. Ég er löngu búinn að týna tölunni á því hversu oft gestirnir hafa tapað boltanum í öðrum leikhluta en í heild eru þeir orðnir níu talsins. Varnarleikur heimamanna er ægilegur.2. leikhluti | 41-33: Stjörnumenn eru að brenna af vítum og það kann ekki góðri lukku að stýra. Tvö af þremur fara ofan í frá Atkinson. Það er alltaf klaufalegt að brjóta í þriggja stiga skoti. 1:35 eftir.2. leikhluti | 41-31: Bonneau klikkar einu víti en setur hitt niður og eykur muninn. Góð vörn heimamanna gerir það að verkum að Stjörnunni gengur bölvanlega að finna körfuna. Bonneau síðan með þrist og það er 10 stiga munur. 1:40 eftir.2. leikhluti | 37-31: Bonneau virðist vera kominn í gang og Njarðvíkingar taka sex stiga forskot. Vörn og sókn gengur vel hjá heimamönnum þessa stundina. 3:33 eftir.2. leikhluti | 32-31: Bonneau svarar með þrist og Shouse svarar með tvist. Heimamenn með einu þegar 4:45 eru eftir.2. leikhluti | 29-29: Stjörnumenn jafna metin, risaþristur frá Degi Kár Jónssyni. Það eru hans fyrstu stig þannig að hann á nóg inni. 5:58 eftir.2. leikhluti | 29-26: Skipst á körfum núna og hafa 75% seinustu stiga komið af vítalínunni. 6.10 eftir.2. leikhluti | 25-24: Loksins stig frá gestunum og þurfti vítaskot til. Marvin Vald. sá um þetta. 6:40 eftir.2. leikhluti | 25-22: Snorri Hafsteinsson er með rosa innkomu, tvö varin skot og er það stemmningsaukandi fyrir áhorfendur. Báðum liðum gengur hinsvegar illa að koma knettinum í körfuna þessa stundina. 6:52 eftir.2. leikhluti | 25-22: Klaufagangur hjá gestunum sem missa boltann út af skrefi, þeir voru búnir að fá tvo sénsa í þessari sókn. Heimamen misnota tækifærið til að auka forskotið. 7:40 eftir.2. leikhluti | 25-22: 5-0 áhlaup frá heimamönnum og það er tekið leikhlé þegar 8:36 eru eftir. Stjörnumenn hafa ekki náð að hitta og einnig tapað boltanum og það þarf að skrúfa fyrir það.2. leikhluti | 23-22: Fyrstu stigin eru heimamanna og komast þeir yfir enda þristur sem ratar heim. 9:05 eftir.2. leikhluti | 20-22: Við höldum áfram, heimamenn eiga fyrstu sókn í öðrum fjórðung. 9:59 eftir.1. leikhluti | 20-22: Leikhlutanum er lokið og það var Bonneau sem skoraði fjögur síðustu skotin og þar á meðal flautukörfu og lagar stöðuna í tvö stig.1. leikhluti | 16-22: Liðin skiptast á körfum og heimamenn ná að naga eitt stig af forskoti gestanna. 38 sek. eftir.1. leikhluti | 13-20: 8-0 sprettur Stjörnumanna. Sjö stiga forysta og 1:44 eftir. Heimamenn ráð illa við það þegar boltinn fer inn í teig.1. leikhluti | 13-18: Ég má til með að benda á það að Stefan Bonneau er ekki enn kominn á blað hjá heimamönnum. Atkinson eykur muninn af vítalínunni. 2:30 eftir.1. leikhluti | 13-16: Stjörnumenn eiga næstu fjögur stig og eru komnir aftur yfir. Þetta mun ganga svona í allt kvöld, því get ég lofað. 3:07 eftir.1. leikhluti | 13-12: Heimamenn eru komnir yfir og Stjarnan tekur leikhlé þegar 4:16 eru eftir. Körfubolti er leikur áhlaupa og nú eru heimamenn á einu slíku eftir að hafa tekið við áhlaupi frá gestunum í byrjun.1. leikhluti | 11-12: Tveir þristar í röð frá heimamönnum og munurinn er allt í einu orðinn eitt stig. 4:34 eftir.1. leikhluti | 8-12: Það gengur aðeins betur hjá heimamönnum núna, bæði að stoppa og skora. Stjörnumenn hafa samt frumkvæðið enn sem komið er. 5:07 eftir.1. leikhluti | 3-10: Loksins karfa utan af velli hjá heimamönnum. Stjörnumenn eru að ná að ráða við spennustigið betur í upphafi. 7 mín. eftir.1. leikhluti | 1-8: Heimamenn komast á blað og þurfti vítaskot til. Logi Gunnarss. sá um þetta. 7:57 eftir.1. leikhluti | 0-8: Leikhlé tekið þegar 8:14 eru eftir. Heimamenn þurfa að ræða málin.1. leikhluti | 0-8: Gestirnir eiga fyrstu átta stig leiksins og er þeim dreift vel milli leikmanna. 8:23 eftir.1. leikhluti | 0-2: Stjörnumenn eru fyrri á blaðið og það er Jón Orri sem iðnaðartreður boltanum. Heimamenn fá síðan tvö tækifæri til að jafna en misnota það. 9:11 eftir.1. leikhluti | 0-0: Þetta er byrjað og það eru Stjörnumenn sem hefja leik. 9:59 eftir.Fyrir leik: Fimm mínútur í leik. Ég hugsa að menn séu með í maganum, bæði leikmenn og áhorfendur. Það er allt undir í dag og Final Countdown hljómar í græjunum. Gott stöff.Fyrir leik: Stigahæstu leikmenn einvígisins eru erlendu leikmenn liðanna en Jeremy Atkinson hjá Stjörnunni hefur skorað 27 stig að meðaltali í leikjunum fjórum hingað til og það þarf ekkert að koma á óvart að Stefan Bonneau sé stigahæstur Njarðvíkinga en 32,25 stig hafa ratað í körfuna frá honum að meðaltali í rimmunni.Fyrir leik: Ég veit ekki hversu mikið hægt er að taka mark á árangri liðanna í deildarkeppninni þegar komið er í oddaleik í úrslitakeppni en ég ætla samt að tíunda hann. Njarðvíkingar unnu sjö af 11 heimaleikjum sem þeir spiluðu á meðan Stjarnan vann einungis þrjá af 11 útileikjum sem þeir spiluðu. Þetta rímar við hvernig rimman hefur spilast. En eins og ég segi þá er þetta eitthvað sem ekki er hægt að taka mark á á þessu stigi málsins.Fyrir leik: Séu leikir Njarðvíkur og Stjörnunnar í deildakeppninni skoðaðir kemur það í ljós sama sagan og hefur verið í rimmunni. Njarðvíkingar unnu í Ljónagryfjunni en Stjarnan tók stigin í leik þeirra í Ásgarði.Fyrir leik: Liðin hafa unnið heimaleiki sína tvo og eru stærstu sigrarnir Njarðvíkinga en leikirnir í Ljónagryfjunni hafa endað báðir með sex stiga mun Njarðvíkingum í vil. Leikirnir í Ásgarði hafa endað með sigrum Garðbæinga en fyrri leikurinn endaði með þriggja stiga mun og seinni leikurinn endaði með tveggja stiga mun. Það er því ekki mikið sem ber í milli liðanna.Fyrir leik:Ásamt því hefur 27 sinnum verið jafnt á með liðunum í fyrstu fjórum leikjunum eða 6,75 sinnum að meðaltali í leik. Ég ætla að reikna með því að sama jafnræðið verði með liðunum í dag og að allar 40 mínúturnar þurfi til að útkljá þennan oddaleik og það ætti ekki að koma neinum að óvörum ef það þyrfti jafnvel fimm mínútur til viðbótar.Fyrir leik: Til marks um hversu mikil baráttan hefur verið í þessu einvígi þá hefur forystan skipt um hendur alls 30 sinnum í fyrstu fjórum leikjunum. Það gerir sjö og hálfum sinnum að meðaltali í leik í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta.Fyrir leik: Þessi rimma hefur verið ógurlega spennandi og minni ég á það sem ég sagði fyrir fyrsta leik að þessi rimma væri sú sem væri mest líkleg til að fara í oddaleik fyrirfram. Það rættist og nú erum við hér.Fyrir leik: Það eru tæpar 35 mínútur í leikinn, formaður körfuknattleiksdeildar UMFN segir mér að þeir geti komið 7-800 manns í Ljónagryfjuna og mig grunar að það sé orðið hátt í það nú þegar og það er sungið og trallað á pöllunum.Fyrir leik: Sælt veri fólkið, gleðilega hátíð og verið velkomin í beina textalýsingu frá oddaleik Njarðvíkur og Stjörnunar í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik.
Dominos-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“