Aprílgöbbin þetta árið: Aprílgöbb eru sko ekkert grín Jakob Bjarnar skrifar 1. apríl 2015 21:24 Helsti sérfræðingur landsins í aprílgöbbum, Logi Bergmann, fer yfir sviðið með Vísi. Aprílgöbb fjölmiðlanna voru með ýmsu móti þetta árið og ýmsir komu við sögu. Kannski má segja að þau hafi stundum verið betur heppnuð og frumlegri, en þarna kennir engu að síður ýmissa grasa. Logi Bergmann sjónvarpsmaður er sérfróður um þetta fyrirbæri en í bók hans Handbók hrekkjalómsins (2012) er kafli sem fjallar sérstaklega um aprílgöbb. Logi er reyndar landsþekktur áhugamaður um hrekki og 1. apríl er því í sérstöku uppáhaldi hjá honum. „Aprílgöbb eru skemmtileg tegund hrekkja. Það þarf að hafa fyrir þeim, að baki er mikill undirbúningur, þau eru fyndin og þú gabbar bara þá sem þér þykir vænt um.“ Logi vitnar þarna í einkunnarorð allra ærlegra hrekkjalóma.Ýmsar tegundir af aprílgöbbum„Stundum gabba menn til að æsa fólk upp og stundum til að láta fólk hlaupa. Það er venjan á Íslandi og flest göbbin eru með þeim hætti,“ segir Logi Bergmann. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson tjáði sig um þetta fyrirbæri á Facebook-síðu sinni í dag, eins og reyndar svo margir og segist hann vera bókstafstrúarmaður þegar aprílgöbb eru annars vegar, þá í þeim skilningi að gott gabb verði að fela í sér að fólk sé látið „hlaupa apríl“ – að það sé ginnt í einhverja erindisleysu. Logi segir þetta rétt upp að vissu marki. „Það eru til nokkrar tegundir af aprílgöbbum. Stundum nota fjölmiðlar þau til að segja skoðun sína á einhverju og jafnvel mótmæla. Í sérstöku uppáhaldi hjá mér er þegar Aprílhefti New Mexicans for Science and Reason vakti mikla athygli, enda kom þar fram að ríkisþing Alabama hefði ákveðið að breyta Pí úr 3,14159 í slétta 3,0, sem væri biblíulegri tala!“ segir Logi og lýsir því fjálglega hvernig ríkisþing Alabama fékk mörg hundruð bréf og símtöl frá fólki sem átti ekki orð til að lýsa hneykslun sinni. „Greinin var hinsvegar að sjálfsögðu aðeins grín og meðal annars ætlað að gagnrýna þá tilhneigingu skóla í ríkinu að kenna ekki þróunarkenninguna.“Sveinbjörg Birna blandaðist óvænt inní aprílgabb Fréttablaðsins.Úlfalda slátrað á síðum Fréttablaðsins En, hingað heim. Og til dagsins í dag, 1. apríl 2015. Við stöldrum fyrst við Fréttablaðið á yfirreið okkar. Óneitanlega verður aprílgabbið þar á bæ að heita frumlegt – en þá ekki eins trúverðugt að sama skapi. Greint var frá því að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefði tekið fyrstu skóflustunguna að nýrri mosku í Sogamýrinni og rætt við Sverri Agnarsson formann Félags múslíma á Íslandi sem greindi frá því að ef blóð úlfalda væri sullað yfir byggingarstað verndaði það bygginguna frá óæskilegum öflum. Úlfalda hefði verið slátrað og kjötið, með fulltingi Fiskikóngsins, væri gefið til samfélagsins. Loga lýst nokkuð vel á þetta: „Fréttablaðsgabbið fer þá kunnuglegu leið að fjalla um eitthvað sem hefur vakið deilur; moskuna í Reykjavík. Sumt fólk hefur svo miklar skoðanir á þessu að það tapar allri rökhugsun og gæti mögulega freistast til að sækja sér úlfaldakjöt. Í raun svipar þetta til gabbs sem fréttastofa Ríkissjónvarpsins gerði einu sinni um að MacDonalds ætlaði að fá lögbann á Kópavogskirkju (sem lítur út eins og M) og bjóða uppá hamborgara í leiðinni. Reiði fær fólk nefnilega til að tapa rökhugsun,“ segir Logi.Ýmsir komu við sögu í ágætlega útfærðu aprílgabbi Vísis -- þó miðillinn segi sjálfur frá.Vel útfærður Eurovision-hrekkur VísisReyndar teygðist á þessum hrekk Fréttablaðsins því oddviti Framsóknarflokksins í borginni, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, velti því fyrir sér á Facebooksíðu sinni hvort byggingarleyfi lægi fyrir? Hún ætlaði að googla það. Og Vísir kjaftaði frá. En, með netinu hefur eðli aprílgabba breyst. Í raun keppast veisluvandalar (party poopers) við að auglýsa það hvaða dagur er. Óneitanlega gerir það metnaðarfullum hrekkjalómum erfitt fyrir. „Fólk hleypur minna núna en það gerði (jafnt apríl sem á hefðbundinn hátt). Því er gabb Vísis ágætt að fá fólk til að skrá sig á mótmælasíðu og reyna að koma í veg fyrir að Friðrik Dór syngi Eurovision-lagið. Vel lagt upp í þetta og lykilatriði að fá lúmska hjálp frá Páli Óskari. Það er nefnilega lykilatriði að ýta gabbinu ekki of mikið að fólki, heldur láta fólk leggja saman tvo og tvo og fá út fimm til átta,“ segir Logi Bergmann. Hann segir það lýsandi fyrir áhuga landsmanna á frægu fólki að í gegnum tíðina hafa hrekkjalómar fjölmiðla oft gert út á nákvæmlega það þegar þeir eru að skrifa 1. apríl-fréttir: Justin Bieber (á Sushi samba), George R. R. Martin (í Eymundsson). „Það skilar alltaf einhverju.“Aprílgabb Moggans átti sér skemmtilega vísun í kjólamálið mikla, að mati Loga.KR-búningurinn vinsæll Logi bendir á að auðvitað sé gott að göbbin hangi saman við eitthvað það sem hefur verið í deiglunni. „Eins og Fréttanetið gerir með brjóstasýningu forsetafrúarinnar og þar er líka gerð tilraun til að fá fólk til að mæta í Laugardalslaugina. Það hefði reyndar verið óhugsandi og algjörlega óviðeigandi að gabba á þennan hátt fyrir nokkrum árum en þetta virðist ekki hafa vakið mikil viðbrögð,“ segir Logi. Hann segir ýmis skemmtileg göbb hafa litið dagsins ljós í dag, og þau hafa lýst nokkurri hugkvæmni, auk virðingar fyrir hefðinni. „Gabb Morgunblaðsins og mbl var skemmtilegt. Þetta með bláa búninga KR-liðsins. Þar er skemmtileg vísun í kjólinn fræga sem lagði netið undir sig fyrir ekki svo löngu. Reyndar alls ekki í fyrsta sinn sem KR-búningurinn verður gabb. Hér um árið birtist mynd af nokkrum hetjum í þverröndóttum búiningi sem vakti mikla reiði.“ Og, menn skulu varast að gera of lítið úr þessu fyrirbæri sem aprílgöbb eru. Logi vekur athygli á því að stundum fela aprílgöbb í sér forspárgildi: „Í aprílgabbi Vísis 1977 segir að Bobby Fischer ætli að sækja um íslenskan ríkisborgararétt og setjast að hér á landi.“ Og annað dæmi má nefna, úr Tímanum árið 1955, en þá greindi blaðið frá því að til stæði að halda fund með leiðtogum stórveldanna í Reykjavík; Sovétríkjanna, Bandaríkjanna og Bretlands. Þetta rættist svo seinna, eins og menn þekkja, þegar Reagan og Gorbatjov hittust í Höfða 1986.Kvennablaðið er innan hefðar með að nota tækifærið og koma á framfæri meiningum.Kvennablaðið með meiningar og pundar á VigdísiKvennablaðið, undir ritstjórn Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur, bauð uppá gabb þess efnis að Vigdís Hauksdóttir, umdeildur þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, vilji bæta við einum vikudegi. Logi segir þetta inní hefðina, með að fjölmiðlar séu með meiningar í göbbum sínum, og það er gott útaf fyrir sig. „Þetta er bara of þunnt og of miklar meiningar í því, sérstaklega með því að blanda Sveinbjörgu Birnu í málið. Það hefði hinsvegar mátt fara þessa leið en gera það sannfærandi og þar af leiðandi fyndnara,“ segir Logi og bendir á að svo gott megi heita verði að leggja svolítið í dæmið: „Stundum er til dæmis betra að fá viðkomandi í lið með sér. Þannig tók Davíð Oddsson til dæmis þátt í gabbi um að færa styttu af lóð stjórnarráðsins og það heppnaðist mjög vel og vakti mikil viðbrögð. Mest reiði reyndar!“ Og Logi vitnar áfram til sögunnar máli sínu til stuðnings: „Svo má náttúrlega ekki gleyma gabbi aldarinnar, ef svo má að orði komast. Þá komu öll dagblöðin sér saman um að gera frétt um bílaútsölu. Þar áttu að fást japanskir bílar, Mihutzu, á spottprís. Fyrst það var í öllum blöðunum þá hlaut það að vera rétt. Það fór illa í fólk og síðan hefur ekki verið nein samvinna í líkingu við það.“Vinkillinn á aprílgabbið í sjónvarpsfréttum RÚV gekk í raun út á að greina frá dræmum undirtektum við aprilgabbi útvarpsfrétta og Síðdegisútvarpsins. Og við höfum þá sögu ekki lengri.Sannfærandi en innbyggð tímaskekkjaKvöldfréttir Stöðvar 2 voru með ágætlega útfært aprílgabb, þar sem höfðað var til hitamáls. Kristján Már Unnarsson, sem fjallað hefur um olíumálin vel og lengi, var með viðtal í beinni útsendingu við olíumann sem greindi frá því að nú væri olíuskip að störfum í Hvalfirði við boranir. Umhverfisverndarsamtök boðuðu til mótmæla. Logi segir að þetta sé til marks um hversu aprílgöbbin þurfi að taka mið af netinu og þeim leiðindapúkum sem láta ekki hjá líða að tilkynna hverjum sem heyra vildi að nú væri nefnilega 1. apríl. „Einhvern tíma hefði þetta virkað vel en kannski ekki í dag, þegar hvert mannsbarn er sér þess meðvitað um að nú sé 1. apríl. Líklega verða menn að fara að endurhugsa þetta að teknu tilliti til þess. Áður gátum við verið með aprílgöbb sem virkuðu, og fengu menn til að hlaupa, klukkan átta að kvöldi og ekkert mál,“ segir Logi og undirstrikar þá skoðun sína að mikilvægt sé að menn skilji sáttir, hlaupi þeir apríl. „Ekki eins og var þegar bílarnir voru auglýstir til sölu á spottprís hér um árið. Þá urðu margir sárir.“RÚV lagði lítið í daginn Og kannski er það til marks um að fólk er ekki eins trúgjarnt og á árum áður, það treysti fjölmiðlum verr og/eða að netið sé svo duglegt við að upplýsa fólk um hvaða dagur er: Í kvöldfréttum RÚV var greint frá því hvaða aprílgabb hafði verið á döfinni í útvarpshúsinu við Efstaleiti. Það var af klassískum toga: Uppboð á gömlum bílum í porti húsnæðis Ríkiskaupa. „Þar var fámennt,“ sagði Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir í kvöldfréttatímanum og greindi jafnframt frá því að frá þessu hafi verið greint í hádegisfréttum RÚV og um málið fjallað í Síðdegisútvarpi Rásar 2. Þó voru einhverjir sem hringdu, sagði Jóhanna Vigdís en ljóst mátti vera að fáir ef nokkrir hlupu.Ýmsir brugðu á leik á Facebook og að sjálfsögðu lét Biggi lögga, sá brosmildi laganna vörður, ekki sitt eftir liggja.Að vera duglegur við að kjafta fráDV greindi frá því að bandaríska tónlistarkonan Beyoncé Knowles-Carter myndi syngja í beinni útsendingu á Radio Iceland í hádeginu. Átti hún að mæta í stúdíó til bandaríska útvarpsmannsins Darren Foreman en Darren sagði hana skulda sér greiða. Þá voru þeir á DV duglegir við það í allan dag að vekja athygli á aprílgöbbum með ýmsum hætti. Þannig birtu þeir í dag tvær fréttir, annars vegar afar athyglisverða frétt, í þessu samhengi, þar sem greint er frá því að Lögreglan vari fólk við aprílgöbbum?! Þessi frétt birtist um hádegi og vart hægt að hugsa sér skeleggari veisluvandala en lögregluna, og þá DV – og sjálfsagt hefur margur hrekkjalómurinn, sem hefur haft fyrir þessum degi, hugsað þeim þegjandi þörfina. Og fljótlega uppúr þessu birti DV, svo það færi nú alveg örugglega ekkert á milli mála í kolli lesenda miðilsins hvaða dagur er í dag, tíu atriða lista yfir bestu aprílgöbbin. Og nú undir kvöld birti DV ágæta samantekt um aprílgöbb dagsins og það þarf þá ekki að rekja þennan þráð öllu lengra.Vísir flottasturSem sagt, fleiri dæmi mætti nefna, og margir brugðu á leik á Facebook, sem kannski má skilgreina sem fjölmiðil. Þannig tilkynnti hinn þekki og vinsæli lögregluþjónn, Biggi lögga, að hann væri hættur í lögreglunni. Þegar menn smelltu á hlekk þar sem nánar var farið í saumana á því kom á daginn að nú væri 1. apríl og viðkomandi hafi hlaupið. Þegar reynt er að taka saman hvernig þetta blasir við þá segir Logi það vekja athygli, í sögulegu ljósi, hversu lítið er um göbb um áfengi. „Engin göbb hafa sennilega vakið jafn mikil viðbrögð og ódýrt áfengi, svo ekki sé talað um bjór, áður en hann var leyfður. Kannski er það dæmi um breytt viðhorf Íslendinga að það var ekkert slíkt að sjá í dag?“ spyr Logi sig. Þetta er sem sagt misvel heppnað og það verður ekki undan því vikist að spyrja Loga hvað sé best? „Það besta finnst mér sennilega Frikki Dór. Fólk hefur gríðarlega skoðanir á því og það vekur mikil viðbrögð. Það er ekki of gróft og særir engan en fær fólk samt til að bregðast við. Svo er það vel gert með því að bæta Palla við og yfirhöfuð nokkuð sannfærandi. Það sýnir sig líka að gott gabb kostar töluverða vinnu en hún skilar sér.“ Og það skal bara viðurkennast fúslega að það er ekki leiðinlegt fyrir blaðamann Vísis að hafa þessi ummæli eftir helsta sérfræðingi landsins um hrekki og aprílgöbb.Logi Bergmann: Einn helsti sérfræðingur landsins um aprílgöbb að fornu og nýju.Vel heppnuð aprílgöbb Þegar Logi er beðinn um að nefna fræg aprílgöbb utan úr hinum stóra heimi, þá velta sögurnar uppúr Loga: „Já, af frægum aprílgöbbum útí heimi má nefna þegar sænska ríkissjónvarpið kenndi fólki að breyta svarthvítu sjónvarpi í litatæki með því að draga nælonsokk yfir, BBC sagði frá bresti í spaghetti-uppskeru, Whooper kynnti borgara fyrir örvhenta, klukkan á Big Ben átti að vera stafræn, í Danmörku átti að lita alla hunda hvíta til að auka öryggi í umferðinni og svo má ekki gleyma þegar loka átti netinu í tvo daga vegna „tiltektar“. Og þegar Logi er, að lokum, beðinn um að nefna hvaða aprílgabb er í uppáhaldi segir hann: „Það er vinkona mín sem fór fjórum sinnum í skólann klukkan fimm að morgni (og skipti engu máli hvaða vikudagur það var). Pabbi hennar hafði fyrir því að breyta öllum klukkum, vekja hana og koma henni af stað. Þetta hljómar illa en í raun lýsir þetta mikilli væntumþykju og miklum húmor. Svo er oft það einfalda best, eins og þegar sænska ríkissjónvarpið sagði fólki að það gæti breytt svarthvítum tækjum í litasjónvarp með því að draga yfir það sokkabuxur. Bara að fá fólk til að gera svona er algjör snilld.“er rétttrúnaðarmaður þegar kemur að aprílgöbbum. Þau verða að fela í sér að fólk sé látið 'hlaupa apríl“ - það er: ginnt...Posted by Stefán Pálsson on 1. apríl 2015 Ég hélt að það þyrfti að liggja fyrir byggingarleyfi áður en "fyrstu skóflustungur" væru teknar - en það er kannski bara misskilningur. Best að googla það.Posted by Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir on 1. apríl 2015 Aprílgabb Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira
Aprílgöbb fjölmiðlanna voru með ýmsu móti þetta árið og ýmsir komu við sögu. Kannski má segja að þau hafi stundum verið betur heppnuð og frumlegri, en þarna kennir engu að síður ýmissa grasa. Logi Bergmann sjónvarpsmaður er sérfróður um þetta fyrirbæri en í bók hans Handbók hrekkjalómsins (2012) er kafli sem fjallar sérstaklega um aprílgöbb. Logi er reyndar landsþekktur áhugamaður um hrekki og 1. apríl er því í sérstöku uppáhaldi hjá honum. „Aprílgöbb eru skemmtileg tegund hrekkja. Það þarf að hafa fyrir þeim, að baki er mikill undirbúningur, þau eru fyndin og þú gabbar bara þá sem þér þykir vænt um.“ Logi vitnar þarna í einkunnarorð allra ærlegra hrekkjalóma.Ýmsar tegundir af aprílgöbbum„Stundum gabba menn til að æsa fólk upp og stundum til að láta fólk hlaupa. Það er venjan á Íslandi og flest göbbin eru með þeim hætti,“ segir Logi Bergmann. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson tjáði sig um þetta fyrirbæri á Facebook-síðu sinni í dag, eins og reyndar svo margir og segist hann vera bókstafstrúarmaður þegar aprílgöbb eru annars vegar, þá í þeim skilningi að gott gabb verði að fela í sér að fólk sé látið „hlaupa apríl“ – að það sé ginnt í einhverja erindisleysu. Logi segir þetta rétt upp að vissu marki. „Það eru til nokkrar tegundir af aprílgöbbum. Stundum nota fjölmiðlar þau til að segja skoðun sína á einhverju og jafnvel mótmæla. Í sérstöku uppáhaldi hjá mér er þegar Aprílhefti New Mexicans for Science and Reason vakti mikla athygli, enda kom þar fram að ríkisþing Alabama hefði ákveðið að breyta Pí úr 3,14159 í slétta 3,0, sem væri biblíulegri tala!“ segir Logi og lýsir því fjálglega hvernig ríkisþing Alabama fékk mörg hundruð bréf og símtöl frá fólki sem átti ekki orð til að lýsa hneykslun sinni. „Greinin var hinsvegar að sjálfsögðu aðeins grín og meðal annars ætlað að gagnrýna þá tilhneigingu skóla í ríkinu að kenna ekki þróunarkenninguna.“Sveinbjörg Birna blandaðist óvænt inní aprílgabb Fréttablaðsins.Úlfalda slátrað á síðum Fréttablaðsins En, hingað heim. Og til dagsins í dag, 1. apríl 2015. Við stöldrum fyrst við Fréttablaðið á yfirreið okkar. Óneitanlega verður aprílgabbið þar á bæ að heita frumlegt – en þá ekki eins trúverðugt að sama skapi. Greint var frá því að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefði tekið fyrstu skóflustunguna að nýrri mosku í Sogamýrinni og rætt við Sverri Agnarsson formann Félags múslíma á Íslandi sem greindi frá því að ef blóð úlfalda væri sullað yfir byggingarstað verndaði það bygginguna frá óæskilegum öflum. Úlfalda hefði verið slátrað og kjötið, með fulltingi Fiskikóngsins, væri gefið til samfélagsins. Loga lýst nokkuð vel á þetta: „Fréttablaðsgabbið fer þá kunnuglegu leið að fjalla um eitthvað sem hefur vakið deilur; moskuna í Reykjavík. Sumt fólk hefur svo miklar skoðanir á þessu að það tapar allri rökhugsun og gæti mögulega freistast til að sækja sér úlfaldakjöt. Í raun svipar þetta til gabbs sem fréttastofa Ríkissjónvarpsins gerði einu sinni um að MacDonalds ætlaði að fá lögbann á Kópavogskirkju (sem lítur út eins og M) og bjóða uppá hamborgara í leiðinni. Reiði fær fólk nefnilega til að tapa rökhugsun,“ segir Logi.Ýmsir komu við sögu í ágætlega útfærðu aprílgabbi Vísis -- þó miðillinn segi sjálfur frá.Vel útfærður Eurovision-hrekkur VísisReyndar teygðist á þessum hrekk Fréttablaðsins því oddviti Framsóknarflokksins í borginni, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, velti því fyrir sér á Facebooksíðu sinni hvort byggingarleyfi lægi fyrir? Hún ætlaði að googla það. Og Vísir kjaftaði frá. En, með netinu hefur eðli aprílgabba breyst. Í raun keppast veisluvandalar (party poopers) við að auglýsa það hvaða dagur er. Óneitanlega gerir það metnaðarfullum hrekkjalómum erfitt fyrir. „Fólk hleypur minna núna en það gerði (jafnt apríl sem á hefðbundinn hátt). Því er gabb Vísis ágætt að fá fólk til að skrá sig á mótmælasíðu og reyna að koma í veg fyrir að Friðrik Dór syngi Eurovision-lagið. Vel lagt upp í þetta og lykilatriði að fá lúmska hjálp frá Páli Óskari. Það er nefnilega lykilatriði að ýta gabbinu ekki of mikið að fólki, heldur láta fólk leggja saman tvo og tvo og fá út fimm til átta,“ segir Logi Bergmann. Hann segir það lýsandi fyrir áhuga landsmanna á frægu fólki að í gegnum tíðina hafa hrekkjalómar fjölmiðla oft gert út á nákvæmlega það þegar þeir eru að skrifa 1. apríl-fréttir: Justin Bieber (á Sushi samba), George R. R. Martin (í Eymundsson). „Það skilar alltaf einhverju.“Aprílgabb Moggans átti sér skemmtilega vísun í kjólamálið mikla, að mati Loga.KR-búningurinn vinsæll Logi bendir á að auðvitað sé gott að göbbin hangi saman við eitthvað það sem hefur verið í deiglunni. „Eins og Fréttanetið gerir með brjóstasýningu forsetafrúarinnar og þar er líka gerð tilraun til að fá fólk til að mæta í Laugardalslaugina. Það hefði reyndar verið óhugsandi og algjörlega óviðeigandi að gabba á þennan hátt fyrir nokkrum árum en þetta virðist ekki hafa vakið mikil viðbrögð,“ segir Logi. Hann segir ýmis skemmtileg göbb hafa litið dagsins ljós í dag, og þau hafa lýst nokkurri hugkvæmni, auk virðingar fyrir hefðinni. „Gabb Morgunblaðsins og mbl var skemmtilegt. Þetta með bláa búninga KR-liðsins. Þar er skemmtileg vísun í kjólinn fræga sem lagði netið undir sig fyrir ekki svo löngu. Reyndar alls ekki í fyrsta sinn sem KR-búningurinn verður gabb. Hér um árið birtist mynd af nokkrum hetjum í þverröndóttum búiningi sem vakti mikla reiði.“ Og, menn skulu varast að gera of lítið úr þessu fyrirbæri sem aprílgöbb eru. Logi vekur athygli á því að stundum fela aprílgöbb í sér forspárgildi: „Í aprílgabbi Vísis 1977 segir að Bobby Fischer ætli að sækja um íslenskan ríkisborgararétt og setjast að hér á landi.“ Og annað dæmi má nefna, úr Tímanum árið 1955, en þá greindi blaðið frá því að til stæði að halda fund með leiðtogum stórveldanna í Reykjavík; Sovétríkjanna, Bandaríkjanna og Bretlands. Þetta rættist svo seinna, eins og menn þekkja, þegar Reagan og Gorbatjov hittust í Höfða 1986.Kvennablaðið er innan hefðar með að nota tækifærið og koma á framfæri meiningum.Kvennablaðið með meiningar og pundar á VigdísiKvennablaðið, undir ritstjórn Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur, bauð uppá gabb þess efnis að Vigdís Hauksdóttir, umdeildur þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, vilji bæta við einum vikudegi. Logi segir þetta inní hefðina, með að fjölmiðlar séu með meiningar í göbbum sínum, og það er gott útaf fyrir sig. „Þetta er bara of þunnt og of miklar meiningar í því, sérstaklega með því að blanda Sveinbjörgu Birnu í málið. Það hefði hinsvegar mátt fara þessa leið en gera það sannfærandi og þar af leiðandi fyndnara,“ segir Logi og bendir á að svo gott megi heita verði að leggja svolítið í dæmið: „Stundum er til dæmis betra að fá viðkomandi í lið með sér. Þannig tók Davíð Oddsson til dæmis þátt í gabbi um að færa styttu af lóð stjórnarráðsins og það heppnaðist mjög vel og vakti mikil viðbrögð. Mest reiði reyndar!“ Og Logi vitnar áfram til sögunnar máli sínu til stuðnings: „Svo má náttúrlega ekki gleyma gabbi aldarinnar, ef svo má að orði komast. Þá komu öll dagblöðin sér saman um að gera frétt um bílaútsölu. Þar áttu að fást japanskir bílar, Mihutzu, á spottprís. Fyrst það var í öllum blöðunum þá hlaut það að vera rétt. Það fór illa í fólk og síðan hefur ekki verið nein samvinna í líkingu við það.“Vinkillinn á aprílgabbið í sjónvarpsfréttum RÚV gekk í raun út á að greina frá dræmum undirtektum við aprilgabbi útvarpsfrétta og Síðdegisútvarpsins. Og við höfum þá sögu ekki lengri.Sannfærandi en innbyggð tímaskekkjaKvöldfréttir Stöðvar 2 voru með ágætlega útfært aprílgabb, þar sem höfðað var til hitamáls. Kristján Már Unnarsson, sem fjallað hefur um olíumálin vel og lengi, var með viðtal í beinni útsendingu við olíumann sem greindi frá því að nú væri olíuskip að störfum í Hvalfirði við boranir. Umhverfisverndarsamtök boðuðu til mótmæla. Logi segir að þetta sé til marks um hversu aprílgöbbin þurfi að taka mið af netinu og þeim leiðindapúkum sem láta ekki hjá líða að tilkynna hverjum sem heyra vildi að nú væri nefnilega 1. apríl. „Einhvern tíma hefði þetta virkað vel en kannski ekki í dag, þegar hvert mannsbarn er sér þess meðvitað um að nú sé 1. apríl. Líklega verða menn að fara að endurhugsa þetta að teknu tilliti til þess. Áður gátum við verið með aprílgöbb sem virkuðu, og fengu menn til að hlaupa, klukkan átta að kvöldi og ekkert mál,“ segir Logi og undirstrikar þá skoðun sína að mikilvægt sé að menn skilji sáttir, hlaupi þeir apríl. „Ekki eins og var þegar bílarnir voru auglýstir til sölu á spottprís hér um árið. Þá urðu margir sárir.“RÚV lagði lítið í daginn Og kannski er það til marks um að fólk er ekki eins trúgjarnt og á árum áður, það treysti fjölmiðlum verr og/eða að netið sé svo duglegt við að upplýsa fólk um hvaða dagur er: Í kvöldfréttum RÚV var greint frá því hvaða aprílgabb hafði verið á döfinni í útvarpshúsinu við Efstaleiti. Það var af klassískum toga: Uppboð á gömlum bílum í porti húsnæðis Ríkiskaupa. „Þar var fámennt,“ sagði Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir í kvöldfréttatímanum og greindi jafnframt frá því að frá þessu hafi verið greint í hádegisfréttum RÚV og um málið fjallað í Síðdegisútvarpi Rásar 2. Þó voru einhverjir sem hringdu, sagði Jóhanna Vigdís en ljóst mátti vera að fáir ef nokkrir hlupu.Ýmsir brugðu á leik á Facebook og að sjálfsögðu lét Biggi lögga, sá brosmildi laganna vörður, ekki sitt eftir liggja.Að vera duglegur við að kjafta fráDV greindi frá því að bandaríska tónlistarkonan Beyoncé Knowles-Carter myndi syngja í beinni útsendingu á Radio Iceland í hádeginu. Átti hún að mæta í stúdíó til bandaríska útvarpsmannsins Darren Foreman en Darren sagði hana skulda sér greiða. Þá voru þeir á DV duglegir við það í allan dag að vekja athygli á aprílgöbbum með ýmsum hætti. Þannig birtu þeir í dag tvær fréttir, annars vegar afar athyglisverða frétt, í þessu samhengi, þar sem greint er frá því að Lögreglan vari fólk við aprílgöbbum?! Þessi frétt birtist um hádegi og vart hægt að hugsa sér skeleggari veisluvandala en lögregluna, og þá DV – og sjálfsagt hefur margur hrekkjalómurinn, sem hefur haft fyrir þessum degi, hugsað þeim þegjandi þörfina. Og fljótlega uppúr þessu birti DV, svo það færi nú alveg örugglega ekkert á milli mála í kolli lesenda miðilsins hvaða dagur er í dag, tíu atriða lista yfir bestu aprílgöbbin. Og nú undir kvöld birti DV ágæta samantekt um aprílgöbb dagsins og það þarf þá ekki að rekja þennan þráð öllu lengra.Vísir flottasturSem sagt, fleiri dæmi mætti nefna, og margir brugðu á leik á Facebook, sem kannski má skilgreina sem fjölmiðil. Þannig tilkynnti hinn þekki og vinsæli lögregluþjónn, Biggi lögga, að hann væri hættur í lögreglunni. Þegar menn smelltu á hlekk þar sem nánar var farið í saumana á því kom á daginn að nú væri 1. apríl og viðkomandi hafi hlaupið. Þegar reynt er að taka saman hvernig þetta blasir við þá segir Logi það vekja athygli, í sögulegu ljósi, hversu lítið er um göbb um áfengi. „Engin göbb hafa sennilega vakið jafn mikil viðbrögð og ódýrt áfengi, svo ekki sé talað um bjór, áður en hann var leyfður. Kannski er það dæmi um breytt viðhorf Íslendinga að það var ekkert slíkt að sjá í dag?“ spyr Logi sig. Þetta er sem sagt misvel heppnað og það verður ekki undan því vikist að spyrja Loga hvað sé best? „Það besta finnst mér sennilega Frikki Dór. Fólk hefur gríðarlega skoðanir á því og það vekur mikil viðbrögð. Það er ekki of gróft og særir engan en fær fólk samt til að bregðast við. Svo er það vel gert með því að bæta Palla við og yfirhöfuð nokkuð sannfærandi. Það sýnir sig líka að gott gabb kostar töluverða vinnu en hún skilar sér.“ Og það skal bara viðurkennast fúslega að það er ekki leiðinlegt fyrir blaðamann Vísis að hafa þessi ummæli eftir helsta sérfræðingi landsins um hrekki og aprílgöbb.Logi Bergmann: Einn helsti sérfræðingur landsins um aprílgöbb að fornu og nýju.Vel heppnuð aprílgöbb Þegar Logi er beðinn um að nefna fræg aprílgöbb utan úr hinum stóra heimi, þá velta sögurnar uppúr Loga: „Já, af frægum aprílgöbbum útí heimi má nefna þegar sænska ríkissjónvarpið kenndi fólki að breyta svarthvítu sjónvarpi í litatæki með því að draga nælonsokk yfir, BBC sagði frá bresti í spaghetti-uppskeru, Whooper kynnti borgara fyrir örvhenta, klukkan á Big Ben átti að vera stafræn, í Danmörku átti að lita alla hunda hvíta til að auka öryggi í umferðinni og svo má ekki gleyma þegar loka átti netinu í tvo daga vegna „tiltektar“. Og þegar Logi er, að lokum, beðinn um að nefna hvaða aprílgabb er í uppáhaldi segir hann: „Það er vinkona mín sem fór fjórum sinnum í skólann klukkan fimm að morgni (og skipti engu máli hvaða vikudagur það var). Pabbi hennar hafði fyrir því að breyta öllum klukkum, vekja hana og koma henni af stað. Þetta hljómar illa en í raun lýsir þetta mikilli væntumþykju og miklum húmor. Svo er oft það einfalda best, eins og þegar sænska ríkissjónvarpið sagði fólki að það gæti breytt svarthvítum tækjum í litasjónvarp með því að draga yfir það sokkabuxur. Bara að fá fólk til að gera svona er algjör snilld.“er rétttrúnaðarmaður þegar kemur að aprílgöbbum. Þau verða að fela í sér að fólk sé látið 'hlaupa apríl“ - það er: ginnt...Posted by Stefán Pálsson on 1. apríl 2015 Ég hélt að það þyrfti að liggja fyrir byggingarleyfi áður en "fyrstu skóflustungur" væru teknar - en það er kannski bara misskilningur. Best að googla það.Posted by Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir on 1. apríl 2015
Aprílgabb Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira