Vilja ekki að Landsnet fái framkvæmdaleyfi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 4. apríl 2015 17:14 vísir/vilhelm Tæplega 700 manns hafa skrifað undir mótmælayfirlýsingu á vegum íbúa og fasteignaeigenda í Vallahverfi í Hafnarfirði gegn umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Fyrirtækið hefur óskað eftir því að fá að reisa bráðabirgðaloftlínu frá tengivirkinu við Hamranes. Meðalhæð þeirra mastra sem á að reisa er áætluð 13,5 metrar. „Tengivirkið við Hamranes er til bráðabirgða og við mótmælum því harðlega að reistar séu nýjar loftlínur frá tengivirkinu,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er þess einnig krafist að Ísallínur 1 og 2 verði settar í jörð sem og Suðurnesjalínur, bæði sú sem er til staðar og sú sem áætluð er að verði lögð. Þá vilja íbúarnir einnig að Hamraneslína 1 og 2 verði lögð í jörð frá Ásfjalli. „Loftlínurnar munu að okkar mati hafa verulega neikvæð áhrif á útivist, útsýni og hljóðvist í Vallahverfinu og hafa áhrif til lækkunar fasteignaverðs og að auki festa í sessi tengivirki sem ítrekað hefur verið lofað að skuli hverfa eða minnka verulega að umfangi,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er vísað til ályktunar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá því í desember á síðasta ári þar sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að Hamraneslínur verði fjarlægðar. Undirskriftalistann má finna hér. Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Suðurnesjalína tvö tilbúin 2016 Landsnet hefur sótt um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 til sveitarfélaganna Grindavíkur, Hafnarfjarðar, Reykjanesbæjar og Voga. 14. maí 2014 00:01 Lagning Suðurnesjalínu strandar á kæru og eignarnámi "Við vorum með byggingu Suðurnesjalínu tvö á áætlun þessa árs og áformuðum að hefja framkvæmdir í ár. En það mál hefur tafist og útséð með það að miklar framkvæmdir verði í ár á þessari línu.“ 28. ágúst 2013 13:23 Línur í jörðu getur kostað allt að tólf milljarða Meirihluti bæjarstjórnar Voga á Vatnsleysuströnd féll í dag, eftir að tillaga um að hafna loftlínu í gegnum land sveitarfélagsins var samþykkt á fundi bæjarstjórnarinnar á miðvikudagskvöld. Viðbótarkostnaður getur orðið allt að tólf milljarðar verði kröfum mætt, segir forstjóri Landsnets. 30. september 2011 18:36 Landsnet mun taka jarðir á Suðurnesjum eignarnámi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað eignarnámið til að leggja nýjar raflínur á Suðurnesjum. 26. febrúar 2014 17:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Tæplega 700 manns hafa skrifað undir mótmælayfirlýsingu á vegum íbúa og fasteignaeigenda í Vallahverfi í Hafnarfirði gegn umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Fyrirtækið hefur óskað eftir því að fá að reisa bráðabirgðaloftlínu frá tengivirkinu við Hamranes. Meðalhæð þeirra mastra sem á að reisa er áætluð 13,5 metrar. „Tengivirkið við Hamranes er til bráðabirgða og við mótmælum því harðlega að reistar séu nýjar loftlínur frá tengivirkinu,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er þess einnig krafist að Ísallínur 1 og 2 verði settar í jörð sem og Suðurnesjalínur, bæði sú sem er til staðar og sú sem áætluð er að verði lögð. Þá vilja íbúarnir einnig að Hamraneslína 1 og 2 verði lögð í jörð frá Ásfjalli. „Loftlínurnar munu að okkar mati hafa verulega neikvæð áhrif á útivist, útsýni og hljóðvist í Vallahverfinu og hafa áhrif til lækkunar fasteignaverðs og að auki festa í sessi tengivirki sem ítrekað hefur verið lofað að skuli hverfa eða minnka verulega að umfangi,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er vísað til ályktunar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá því í desember á síðasta ári þar sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að Hamraneslínur verði fjarlægðar. Undirskriftalistann má finna hér.
Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Suðurnesjalína tvö tilbúin 2016 Landsnet hefur sótt um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 til sveitarfélaganna Grindavíkur, Hafnarfjarðar, Reykjanesbæjar og Voga. 14. maí 2014 00:01 Lagning Suðurnesjalínu strandar á kæru og eignarnámi "Við vorum með byggingu Suðurnesjalínu tvö á áætlun þessa árs og áformuðum að hefja framkvæmdir í ár. En það mál hefur tafist og útséð með það að miklar framkvæmdir verði í ár á þessari línu.“ 28. ágúst 2013 13:23 Línur í jörðu getur kostað allt að tólf milljarða Meirihluti bæjarstjórnar Voga á Vatnsleysuströnd féll í dag, eftir að tillaga um að hafna loftlínu í gegnum land sveitarfélagsins var samþykkt á fundi bæjarstjórnarinnar á miðvikudagskvöld. Viðbótarkostnaður getur orðið allt að tólf milljarðar verði kröfum mætt, segir forstjóri Landsnets. 30. september 2011 18:36 Landsnet mun taka jarðir á Suðurnesjum eignarnámi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað eignarnámið til að leggja nýjar raflínur á Suðurnesjum. 26. febrúar 2014 17:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Suðurnesjalína tvö tilbúin 2016 Landsnet hefur sótt um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 til sveitarfélaganna Grindavíkur, Hafnarfjarðar, Reykjanesbæjar og Voga. 14. maí 2014 00:01
Lagning Suðurnesjalínu strandar á kæru og eignarnámi "Við vorum með byggingu Suðurnesjalínu tvö á áætlun þessa árs og áformuðum að hefja framkvæmdir í ár. En það mál hefur tafist og útséð með það að miklar framkvæmdir verði í ár á þessari línu.“ 28. ágúst 2013 13:23
Línur í jörðu getur kostað allt að tólf milljarða Meirihluti bæjarstjórnar Voga á Vatnsleysuströnd féll í dag, eftir að tillaga um að hafna loftlínu í gegnum land sveitarfélagsins var samþykkt á fundi bæjarstjórnarinnar á miðvikudagskvöld. Viðbótarkostnaður getur orðið allt að tólf milljarðar verði kröfum mætt, segir forstjóri Landsnets. 30. september 2011 18:36
Landsnet mun taka jarðir á Suðurnesjum eignarnámi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað eignarnámið til að leggja nýjar raflínur á Suðurnesjum. 26. febrúar 2014 17:24