Bóndi í Flóahreppi dæmdur fyrir að klippa á girðingu Birgir Olgeirsson skrifar 7. apríl 2015 16:30 Bóndinn var sakaður um að hafa rekið hross inn á landið en ekki þótti lögfull sönnun fyrir því og hann sýknaður af ákærunni. Vísir/Stefán. Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt bónda á sjötugsaldri fyrir að klippa á girðingu nágranna síns í maí árið 2013. Málavextir eru þeir að þann 30. maí árið 2013 óskaði landeigandi í Yrpuholti í Flóahreppi eftir aðstoð lögreglu þar sem búið væri að klippa á girðingu milli jarðanna Yrpuholts og Kolsholts og hleypa Hrossastóði inn á land Yrpuholts. Kvað landeigandinn 3000 plöntur hafa verið gróðursettar í landinu þá um vorið og gætu hrossin skemmt þær. Fór lögreglumaður á vettvang og segir í lögregluskýrslu að þar hafi verið 59 laus hross og sá hann skemmdir á tveimur öspum eftir hross og mátt einnig sjá að landið væri traðkað eftir hross. Búið var að klippa niður eina girðingu og hafði traktor verið ekið í gegnum gatið og önnur girðing rofin með honum. Þá hafði verið opin girðing í landi Kolsholts inn á land Yrpuholts og voru hófför eftir hross þar á milli. Játaði fyrst en neitaði svo Í lögregluskýrslu kom fram að hringt hefði verið í bóndann og hann hefði greint frá deilum sínum við Flóahrepp og kvaðst hann hafa klippt á girðinguna. Hann sagðist hafa þurft að fara inn á landið til að sækja fjaðraherfi, sem er notaður til að róta upp jarðvegi og mylja hann, og einnig hafi hann hleypt hrossunum sínum inn á túnið þar sem hann sagðist eiga það og ætlaði að beita það þar til Flóahreppur hefði gert upp skuld við hann. Bóndinn var siðan yfirheyrður þann 14. janúar 2014 og kvaðst þá aðeins hafa náð í herfi í sinni eigu og ekið á traktor um opnar girðingar, annað hefði hann ekki gert, girðingar þarna hefðu legið niðri. Hann kvað ekki rétt eftir sér haft að hann hefði klippt á girðinguna. Hann kvaðst ekki kannast við þau hross sem verið hefðu í landi Yrpuholts umrætt sinn. Talið sannað að hann hefði klippt á girðinguna Niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands varð sú að talið var nægilega sannað að klippt hafi verið á umræddar girðingar og með hliðsjón af framburði vitna, sem bæði báru að bóndinn hefði játað að hafa verið þar að verki, auk framburðar þriðja vitnis sem lýsti hótunum að þessu leytinu, þótti ekki varhugavert að telja sannað að bóndinn hefði klippt á umræddar girðingu eins og honum er gefið að sök. Honum var einnig gefið að sök að hafa rekið búfénað inn á landið með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á skógrækt á jörðinni, en að mati dómsins var ekki færð fram lögfull sönnun fyrir þeim verknaði og var bóndinn því sýknaður af þeim lið ákærunnar. Ákvörðun um refsingu bóndans var frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum frá birtingu dómsins haldi hann almennt skilorði. Nágrannadeilur Flóahreppur Dómsmál Tengdar fréttir Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00 Stríðið í Flóa: Segir lóðaskjöl týnd en dóttir deiluaðila starfar hjá sýslumanni Sýslumaður vísar þessu alfarið á bug og segir engin skjöl týnd. 10. desember 2014 11:06 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt bónda á sjötugsaldri fyrir að klippa á girðingu nágranna síns í maí árið 2013. Málavextir eru þeir að þann 30. maí árið 2013 óskaði landeigandi í Yrpuholti í Flóahreppi eftir aðstoð lögreglu þar sem búið væri að klippa á girðingu milli jarðanna Yrpuholts og Kolsholts og hleypa Hrossastóði inn á land Yrpuholts. Kvað landeigandinn 3000 plöntur hafa verið gróðursettar í landinu þá um vorið og gætu hrossin skemmt þær. Fór lögreglumaður á vettvang og segir í lögregluskýrslu að þar hafi verið 59 laus hross og sá hann skemmdir á tveimur öspum eftir hross og mátt einnig sjá að landið væri traðkað eftir hross. Búið var að klippa niður eina girðingu og hafði traktor verið ekið í gegnum gatið og önnur girðing rofin með honum. Þá hafði verið opin girðing í landi Kolsholts inn á land Yrpuholts og voru hófför eftir hross þar á milli. Játaði fyrst en neitaði svo Í lögregluskýrslu kom fram að hringt hefði verið í bóndann og hann hefði greint frá deilum sínum við Flóahrepp og kvaðst hann hafa klippt á girðinguna. Hann sagðist hafa þurft að fara inn á landið til að sækja fjaðraherfi, sem er notaður til að róta upp jarðvegi og mylja hann, og einnig hafi hann hleypt hrossunum sínum inn á túnið þar sem hann sagðist eiga það og ætlaði að beita það þar til Flóahreppur hefði gert upp skuld við hann. Bóndinn var siðan yfirheyrður þann 14. janúar 2014 og kvaðst þá aðeins hafa náð í herfi í sinni eigu og ekið á traktor um opnar girðingar, annað hefði hann ekki gert, girðingar þarna hefðu legið niðri. Hann kvað ekki rétt eftir sér haft að hann hefði klippt á girðinguna. Hann kvaðst ekki kannast við þau hross sem verið hefðu í landi Yrpuholts umrætt sinn. Talið sannað að hann hefði klippt á girðinguna Niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands varð sú að talið var nægilega sannað að klippt hafi verið á umræddar girðingar og með hliðsjón af framburði vitna, sem bæði báru að bóndinn hefði játað að hafa verið þar að verki, auk framburðar þriðja vitnis sem lýsti hótunum að þessu leytinu, þótti ekki varhugavert að telja sannað að bóndinn hefði klippt á umræddar girðingu eins og honum er gefið að sök. Honum var einnig gefið að sök að hafa rekið búfénað inn á landið með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á skógrækt á jörðinni, en að mati dómsins var ekki færð fram lögfull sönnun fyrir þeim verknaði og var bóndinn því sýknaður af þeim lið ákærunnar. Ákvörðun um refsingu bóndans var frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum frá birtingu dómsins haldi hann almennt skilorði.
Nágrannadeilur Flóahreppur Dómsmál Tengdar fréttir Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00 Stríðið í Flóa: Segir lóðaskjöl týnd en dóttir deiluaðila starfar hjá sýslumanni Sýslumaður vísar þessu alfarið á bug og segir engin skjöl týnd. 10. desember 2014 11:06 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira
Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00
Stríðið í Flóa: Segir lóðaskjöl týnd en dóttir deiluaðila starfar hjá sýslumanni Sýslumaður vísar þessu alfarið á bug og segir engin skjöl týnd. 10. desember 2014 11:06