Frumvarp hefur verið lagt fyrir rússneska þingið sem myndi meina íþróttamönnum að keppa á fleiri en tvennum Ólympíuleikunum.
Hugmyndin er sú að passa að eldri og reyndari íþróttamenn sem eiga það til að meiðast hindri ekki unga og efnilega íþróttamenn í því að komast á Ólympíuleika.
Fyrir síðustu Vetrarólympíuleika í Sochi þurfti skautagarpurinn Evgeni Plushenko að hætta við þátttöku á síðustu mínútu vegna meiðsla, svo dæmi sé tekið.
Verði frumvarpið samþykkt fyrir Ólympíuleika í Ríó 2016 fær Jelena Isinbajeva, tvöfaldur Ólympíumeistari, ekki tækifæri til vinna þriðja Ólympíugullið.
„Þetta frumvarp er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann. Allir íþróttamenn hafa rétt á að keppa eins lengi og þeir vilja svo framarlega sem þeir vinni sér inn þátttökurétt á leikunum,“ segir Jelena Isinbajeva.
Hefði frumvarpið tekið gildi fyrir síðustu Vetrarólympíuleika í Sochi hefði bobsleðakappinn Alexander Zubkov, sem bar fána Rússlands á opnunarhátíðinni, ekki fengið að keppa. Hann vann tvenn gullverðlaun á leikunum.
Rússar íhuga að takmarka íþróttamenn við tvenna Ólympíuleika
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið






Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn

Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn


