Suárez hetja Barcelona í El Clásico | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. mars 2015 00:01 Suárez skorar sigurmark Barcelona. Vísir/Getty Luis Suárez tryggði Barcelona sigur á Real Madrid í El Clásico á Nývangi í kvöld. Lokatölur 2-1, fyrir Börsunga sem eru komnir með fjögurra stiga forskot á Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Leikurinn var nokkuð harður en dómarinn Antonio Mateu lyfti gula spjaldinu alls 12 sinnum. Þó voru aðeins dæmdar 23 aukaspyrnur í leiknum. Real Madrid var sterkari aðilinn framan af leik og Ronaldo var nálægt því að koma Evrópumeisturunum yfir þegar hann skaut í slá af stuttu færi eftir sendingu Karim Benzema á 12. mínútu. Það voru hins vegar Börsungar sem náðu forystunni á 19. mínútu þegar franski varnarmaðurinn Jeremy Mathieu skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu Lionel Messi. Mathieu varð þar með áttundi Frakkinn sem skorar í El Clásico.Messi lagði upp fyrra mark Barcelona.vísir/gettyNeymar fékk gott færi eftir hornspyrnu á 29. mínútu en þremur mínútum síðar jafnaði Ronaldo metin eftir frábæra sókn Real Madrid og sendingu Benzema. Þetta var 15. mark Ronaldo í El Clásico en aðeins Messi (21) og Alfredo Di Stéfano (18) hafa skorað fleiri. Madrídingar sóttu stíft að marki Barcelona það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en náðu ekki að bæta við marki. Gareth Bale skoraði reyndar á 40. mínútu en markið var, að því er virtist ranglega, dæmt af vegna rangstöðu. Nokkrum mínútum síðar átti Ronaldo þrumuskot sem Claudio Bravo varði vel. Bravo varði aftur vel frá Benzema í upphafi seinni hálfleiks en Börsungar tóku forystuna á ný á 56. mínútu. Dani Alves átti þá langa sendingu inn fyrir vörn gestanna, á Luis Suárez sem lagði boltann vel fyrir sig og setti hann svo framhjá Iker Casillas í markinu. Þetta var 14. mark Úrúgvæans fyrir Barcelona í vetur.Ronaldo skoraði en það dugði ekki til.vísir/gettyEftir mark Suárez höfðu Börsungar góð tök á leiknum og Neymar og Messi fengu góð færi til að auka forskotið. Bravo varð svo að taka á honum stóra sínum á 78. mínútu þegar hann varði skot Benzema, sem fór af varnarmanni, frábærlega. Jordi Alba fékk dauðafæri til að klára leikinn á 86. mínútu, þegar hann komst inn fyrir vörn gestanna, en Casillas varði vel. Hann varði svo aftur frá Messi tveimur mínútum síðar. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Börsungar fögnuðu sigri sem gæti reynst afar dýrmætur í toppbaráttunni.Barcelona 1-0 Real Madrid Barcelona 1-1 Real Madrid Barcelona 2-1 Real Madrid Spænski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Snævar setti heimsmet Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Luis Suárez tryggði Barcelona sigur á Real Madrid í El Clásico á Nývangi í kvöld. Lokatölur 2-1, fyrir Börsunga sem eru komnir með fjögurra stiga forskot á Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Leikurinn var nokkuð harður en dómarinn Antonio Mateu lyfti gula spjaldinu alls 12 sinnum. Þó voru aðeins dæmdar 23 aukaspyrnur í leiknum. Real Madrid var sterkari aðilinn framan af leik og Ronaldo var nálægt því að koma Evrópumeisturunum yfir þegar hann skaut í slá af stuttu færi eftir sendingu Karim Benzema á 12. mínútu. Það voru hins vegar Börsungar sem náðu forystunni á 19. mínútu þegar franski varnarmaðurinn Jeremy Mathieu skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu Lionel Messi. Mathieu varð þar með áttundi Frakkinn sem skorar í El Clásico.Messi lagði upp fyrra mark Barcelona.vísir/gettyNeymar fékk gott færi eftir hornspyrnu á 29. mínútu en þremur mínútum síðar jafnaði Ronaldo metin eftir frábæra sókn Real Madrid og sendingu Benzema. Þetta var 15. mark Ronaldo í El Clásico en aðeins Messi (21) og Alfredo Di Stéfano (18) hafa skorað fleiri. Madrídingar sóttu stíft að marki Barcelona það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en náðu ekki að bæta við marki. Gareth Bale skoraði reyndar á 40. mínútu en markið var, að því er virtist ranglega, dæmt af vegna rangstöðu. Nokkrum mínútum síðar átti Ronaldo þrumuskot sem Claudio Bravo varði vel. Bravo varði aftur vel frá Benzema í upphafi seinni hálfleiks en Börsungar tóku forystuna á ný á 56. mínútu. Dani Alves átti þá langa sendingu inn fyrir vörn gestanna, á Luis Suárez sem lagði boltann vel fyrir sig og setti hann svo framhjá Iker Casillas í markinu. Þetta var 14. mark Úrúgvæans fyrir Barcelona í vetur.Ronaldo skoraði en það dugði ekki til.vísir/gettyEftir mark Suárez höfðu Börsungar góð tök á leiknum og Neymar og Messi fengu góð færi til að auka forskotið. Bravo varð svo að taka á honum stóra sínum á 78. mínútu þegar hann varði skot Benzema, sem fór af varnarmanni, frábærlega. Jordi Alba fékk dauðafæri til að klára leikinn á 86. mínútu, þegar hann komst inn fyrir vörn gestanna, en Casillas varði vel. Hann varði svo aftur frá Messi tveimur mínútum síðar. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Börsungar fögnuðu sigri sem gæti reynst afar dýrmætur í toppbaráttunni.Barcelona 1-0 Real Madrid Barcelona 1-1 Real Madrid Barcelona 2-1 Real Madrid
Spænski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Snævar setti heimsmet Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira