Fjögur unnu tvö gull á einstökum áhöldum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2015 16:51 Íslandsmeistarar í öllum flokkum. Mynd/Fimleikasamband Íslands Það voru margir margfaldir Íslandsmeistarar á stórglæsilegu Íslandsmóti í áhaldafimleikum sem fram fór um helgina í Laugabóli í umsjón Fimleikadeildar Ármanns. Norma Dögg Róbertsdóttir úr Gerplu, Valgarð Reinhardsson úr Gerplu, Jón Sigurður Gunnarsson úr Ármanni og Bjarki Ásgeirsson úr Ármanni unnu öll tvö áhöld þegar keppt var á þeim í dag. Í gær fór fram keppni í fjölþraut, en í henni er keppt á fjórum áhöldum í kvennaflokki og sex áhöldum í karlaflokki. Í dag var keppt í úrslitum á einstökum áhöldum. Keppt er í flokki fullorðina og unglinga. Íslandsmeistari kvenna varð Thelma Rut Hermannsdóttir með 79,350 sem með sigrinum skráði nafn sitt í sögubækurnar, þar sem hún er nú orðin sigursælasta fimleikakona Íslands frá upphafi með 6 Íslandsmeistara titla. Þar með náði hún metinu af Berglindi Pétursdóttur og Sif Pálsdóttur sem áður deildu metinu með Thelmu Rut. Íslandsmeistari karla varð Valgarð Reinhardsson, með 79,400 stig en hann sigraði með yfirburðum. Valgarð býr og æfir í Kanada og greinilegt er að þessi ungi fimleikamaður sem er ekki nema 18 ára á framtíðina fyrir sér. Íslandsmeistarar unglinga urðu svo Aron Freyr Axelsson, Ármanni með 68,550 stig og Nanna Guðmundsdóttir, Gróttu með 48,900 stig Í keppni á einstökum áhöldum kvennamegin vann Norma Dögg Róbertsdóttir, Gerplu á tveimur áhöldum, stökki og slá. Dominiqua Alma Belányi, Ármanni sigrði á tvíslá, Thelma Rut Hermannsdóttir, Gerplu á gólfi. Í karlaflokki sigraði Valgarð Reinhardsson, Gerplu á tveimur áhöldum, gólfi og tvíslá. Jón Sigurður Gunnarsson varð einnig í fyrsta sæti á tvíslá en Jón Sigurður vann einnig í keppni á svifrá. Bjarki Ásgeirsson, Ármanni, sigraði svo líka á tveimur áhöldum, bogahesti og á hringjum. Hrannar Jónsson varð síðan Íslandsmeistari í stökki. Í unglingaflokki kvenna sigraði Nanna Guðmundsdóttir, Gróttu á stökki og gólfi. Fjóla Rún Þorsteinsdóttir, Fylki sigraði á tvíslá og Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerplu á slá. Í unglingaflokki karla sigraði Aron Freyr Axelsson, Ármanni á gólfi, bogahesti og svifrá. Stefán Ingvarsson sigraði á hringjum og á tvíslá. Saman í fyrsta sæti á stökki voru svo Martin Bjarni Guðmundsson, Gerplu og Sævar Ingi Sigurðarson, Gerplu. Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sjá meira
Það voru margir margfaldir Íslandsmeistarar á stórglæsilegu Íslandsmóti í áhaldafimleikum sem fram fór um helgina í Laugabóli í umsjón Fimleikadeildar Ármanns. Norma Dögg Róbertsdóttir úr Gerplu, Valgarð Reinhardsson úr Gerplu, Jón Sigurður Gunnarsson úr Ármanni og Bjarki Ásgeirsson úr Ármanni unnu öll tvö áhöld þegar keppt var á þeim í dag. Í gær fór fram keppni í fjölþraut, en í henni er keppt á fjórum áhöldum í kvennaflokki og sex áhöldum í karlaflokki. Í dag var keppt í úrslitum á einstökum áhöldum. Keppt er í flokki fullorðina og unglinga. Íslandsmeistari kvenna varð Thelma Rut Hermannsdóttir með 79,350 sem með sigrinum skráði nafn sitt í sögubækurnar, þar sem hún er nú orðin sigursælasta fimleikakona Íslands frá upphafi með 6 Íslandsmeistara titla. Þar með náði hún metinu af Berglindi Pétursdóttur og Sif Pálsdóttur sem áður deildu metinu með Thelmu Rut. Íslandsmeistari karla varð Valgarð Reinhardsson, með 79,400 stig en hann sigraði með yfirburðum. Valgarð býr og æfir í Kanada og greinilegt er að þessi ungi fimleikamaður sem er ekki nema 18 ára á framtíðina fyrir sér. Íslandsmeistarar unglinga urðu svo Aron Freyr Axelsson, Ármanni með 68,550 stig og Nanna Guðmundsdóttir, Gróttu með 48,900 stig Í keppni á einstökum áhöldum kvennamegin vann Norma Dögg Róbertsdóttir, Gerplu á tveimur áhöldum, stökki og slá. Dominiqua Alma Belányi, Ármanni sigrði á tvíslá, Thelma Rut Hermannsdóttir, Gerplu á gólfi. Í karlaflokki sigraði Valgarð Reinhardsson, Gerplu á tveimur áhöldum, gólfi og tvíslá. Jón Sigurður Gunnarsson varð einnig í fyrsta sæti á tvíslá en Jón Sigurður vann einnig í keppni á svifrá. Bjarki Ásgeirsson, Ármanni, sigraði svo líka á tveimur áhöldum, bogahesti og á hringjum. Hrannar Jónsson varð síðan Íslandsmeistari í stökki. Í unglingaflokki kvenna sigraði Nanna Guðmundsdóttir, Gróttu á stökki og gólfi. Fjóla Rún Þorsteinsdóttir, Fylki sigraði á tvíslá og Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerplu á slá. Í unglingaflokki karla sigraði Aron Freyr Axelsson, Ármanni á gólfi, bogahesti og svifrá. Stefán Ingvarsson sigraði á hringjum og á tvíslá. Saman í fyrsta sæti á stökki voru svo Martin Bjarni Guðmundsson, Gerplu og Sævar Ingi Sigurðarson, Gerplu.
Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sjá meira