Ferðamönnum finnst of margir hópferðamenn við Geysi og Jökulsárlón Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2015 14:59 Frá Jökulsárlóni. Vísir/Valli Erlendir ferðamenn eru um 92% þeirra sem sækja heim átta af helstu kennileitum íslenskrar náttúru. Margir telja of marga ferðamenn í hópferðum við Geysi og Jökulsárlón en gestir eru einnig síst ánægðir með innviði og þjónustu við fyrrnefnda tvo staði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Ferðamálastofu. Átta staðir voru skoðaðir meðal annars með tilliti til þess að skoða mun á milli árstíða hvað varðar upplifun og aðdráttarafl ferðamanna. Þær niðurstöður sem vísað er til hér eru upp úr svörum ferðamanna síðastliðið sumar en staðirnir átta eru Djúpalónssandur, Geysir, Hakið á Þingvöllum, Hraunfossar, Húsadalur í Þórsmörk, Jökulsárlón, Seltún og Sólheimajökull. Þrátt fyrir að fjöldi erlendra ferðamanna hingað til lands hafi aukist mjög ört undanfarin ár eru langflestir ánægðir með náttúruna og dvölina á stöðunum sem til skoðunar eru að því er segir í skýrslunni. Ánægja er einnig mikil með göngustíga, en hún er ekki eins mikil með aðra innviði og þjónustu. Umhverfi Geysis þykir manngerðara en hinna staðanna en almennt þykir hreint á öllum svæðunum, þó síst við Jökulsárlón. Fáir hafa orðið varir við skemmdir á náttúrunni af völdum ferðamanna sem og rusl, skemmdir á jarðmyndunum og gróðurskemmdir. Sú umhverfisröskun sem ferðamenn taka helst eftir er rof úr göngustígum og þá sérstaklega í Þórsmörk og við Geysi. Meirihluti ferðamanna á áfangastöðunum átta finnst fjöldi ferðamanna hæfilegur. Jökulsárlón og Geysir skera sig þó úr hvað þetta varðar þar sem um 40% ferðamanna þar þykir vera of mikið af hópferðamönnum. Um þriðjungi svarenda þar finnst of mikið af ferðamönnum almennt. Á Þingvöllum fannst 20% þátttakenda vera of mikið af ferðamönnum almennt og 18% gesta í Þórsmörk voru á sama máli. Um 8-11% við Seltún, Sólheimajökul og Djúpalónssand fannst of mikið af ferðamönnum.Skýrsluna í heild sinni má lesa hér. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Erlendir ferðamenn eru um 92% þeirra sem sækja heim átta af helstu kennileitum íslenskrar náttúru. Margir telja of marga ferðamenn í hópferðum við Geysi og Jökulsárlón en gestir eru einnig síst ánægðir með innviði og þjónustu við fyrrnefnda tvo staði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Ferðamálastofu. Átta staðir voru skoðaðir meðal annars með tilliti til þess að skoða mun á milli árstíða hvað varðar upplifun og aðdráttarafl ferðamanna. Þær niðurstöður sem vísað er til hér eru upp úr svörum ferðamanna síðastliðið sumar en staðirnir átta eru Djúpalónssandur, Geysir, Hakið á Þingvöllum, Hraunfossar, Húsadalur í Þórsmörk, Jökulsárlón, Seltún og Sólheimajökull. Þrátt fyrir að fjöldi erlendra ferðamanna hingað til lands hafi aukist mjög ört undanfarin ár eru langflestir ánægðir með náttúruna og dvölina á stöðunum sem til skoðunar eru að því er segir í skýrslunni. Ánægja er einnig mikil með göngustíga, en hún er ekki eins mikil með aðra innviði og þjónustu. Umhverfi Geysis þykir manngerðara en hinna staðanna en almennt þykir hreint á öllum svæðunum, þó síst við Jökulsárlón. Fáir hafa orðið varir við skemmdir á náttúrunni af völdum ferðamanna sem og rusl, skemmdir á jarðmyndunum og gróðurskemmdir. Sú umhverfisröskun sem ferðamenn taka helst eftir er rof úr göngustígum og þá sérstaklega í Þórsmörk og við Geysi. Meirihluti ferðamanna á áfangastöðunum átta finnst fjöldi ferðamanna hæfilegur. Jökulsárlón og Geysir skera sig þó úr hvað þetta varðar þar sem um 40% ferðamanna þar þykir vera of mikið af hópferðamönnum. Um þriðjungi svarenda þar finnst of mikið af ferðamönnum almennt. Á Þingvöllum fannst 20% þátttakenda vera of mikið af ferðamönnum almennt og 18% gesta í Þórsmörk voru á sama máli. Um 8-11% við Seltún, Sólheimajökul og Djúpalónssand fannst of mikið af ferðamönnum.Skýrsluna í heild sinni má lesa hér.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira