Flugvél og farþegar splundruðust við slysið Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2015 19:15 Mjög erfitt verður að bera kennsl á þá sem fórust með Airbus flugvélinni sem hrapaði í frönsku Ölpunum í gær þar sem flugvélin splundraðist algerlega þegar hún skall í fjallshlíðinni. Mikil sorg ríkir í Þýskalandi og Frakklandi þaðan sem flestir þeirra sem fórust voru frá. Airbus A320 flugvélin sem var á leið frá Barcelona á Spáni til Dusseldorf í Þýskalandi í gærmorgun, lækkaði flugið af óútskýrðum ástæðum eftir að hún náði 38 þúsund feta farflugshæð og missti flugumferðarstjórn samband við hana í 6.800 fetum. Merkel kanslari Þýskalands, Hollande Frakklandsforseti og Rajoy forsætisráðherra Spánar heimsóttu aðgerðarstjórn vegna slyssins í suðurhluta Frakklands í dag en áður höfðu Merkel og Hollande verið flogið með þyrlu yfir slysstaðinn. Mjög erfitt er að komast að slysstaðnum í um 2.000 metra hæð í frönsku Ölpunum og aðkoman er hryllileg, eins og Jean Louis Bietrix leiðsögumaður sem fylgdi björgunarsveitum á vettvang varð vitni að. „Það sem kom mest á óvart var að sjá hvernig flugvélin var orðin að engu. Hún er algerlega í molum, við gátum ekki borið kennsl á nokkurn einasta hlut. Maður fyllist algeru vonleysi þegar maður hugsar til fólksins sem var um borð. Þetta er mjög sorglegt,“ sagði Bietrix við fréttamenn. Hundrað fjörtíu og fjórir farþegar og sex manna áhöfn fórust öll í slysinu. Forstjóri GermanWings greindi frá því í morgun að stafest væri að 72 Þjóðverjar og 35 Spánverjar hefðu farist með flugvél félagsins í gær. En að auki voru einn til þrír farþegar frá eftirtölum löndum: Bretlandi, Hollandi, Kólombíu, Mexikó, Japan, Danmörku, Belgíu, Ísrael, Ástralíu, Argentínu, Íran, Venezuela og Bandaríkjunum. Thomas Winkelmann forstjóri GermanWings sagði stjórnendur félagsins þakkláta þeim fjölda flugfélaga sem boðist hefðu til að fljúga farþegum félagsins eftir að stór hópur starfsfólks í áhöfnum GermanWings hefði ekki treyst sér af tilfinningaástæðum til að fljúga fyrir félagið í gær og í dag. „Æðstu stjórnendur félagsins hafa fullkinn skilning á þessu vegna þess að við erum í raun ein fjölskylda hjá fyrirtækinu. Allir þekkja alla hjá Germanwings. Þetta hefur því verið gífurlega mikið áfall fyrir alla okkar flugliða og flugmenn,“ segir Winkelmann. Á meðal þeirra sem fórust voru 16 ungmenni og tveir kennarar frá skóla í bænum Haltern am See, 37 þúsund manna bæ í norðvesturhluta Þýsklands. Ulirich Wessel skólastjóri var gráti næst þegar hann sagði frá því að fólk hafi haldið í vonina framan af. Kannski hafi verið fleiri en eitt flug á vegum Germanwings frá Barselóna þennan dag? En sú von hafi fljótlega dáið út og harmleikurinn legið ljós fyrir. „Héðan í frá verður ekkert með sama hætti í skólanum okkar. Hugur okkar er hjá foreldrum sem misst hafa sína elskulegu syni og dætur, hjá afa og ömmu sem hafa misst barnabörnin sín og hjá öllum ættingjum barnanna og kennaranna,“ segir Wessel. Annar flugrita flugvélarinnar, sá sem inniheldur hljóðupptökur úr flugstjórnarklefanum, er fundinn en ritinn sem afritar stöðu og breytingar á öllum mælitækjum hennar hefur enn ekki fundist. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Mjög erfitt verður að bera kennsl á þá sem fórust með Airbus flugvélinni sem hrapaði í frönsku Ölpunum í gær þar sem flugvélin splundraðist algerlega þegar hún skall í fjallshlíðinni. Mikil sorg ríkir í Þýskalandi og Frakklandi þaðan sem flestir þeirra sem fórust voru frá. Airbus A320 flugvélin sem var á leið frá Barcelona á Spáni til Dusseldorf í Þýskalandi í gærmorgun, lækkaði flugið af óútskýrðum ástæðum eftir að hún náði 38 þúsund feta farflugshæð og missti flugumferðarstjórn samband við hana í 6.800 fetum. Merkel kanslari Þýskalands, Hollande Frakklandsforseti og Rajoy forsætisráðherra Spánar heimsóttu aðgerðarstjórn vegna slyssins í suðurhluta Frakklands í dag en áður höfðu Merkel og Hollande verið flogið með þyrlu yfir slysstaðinn. Mjög erfitt er að komast að slysstaðnum í um 2.000 metra hæð í frönsku Ölpunum og aðkoman er hryllileg, eins og Jean Louis Bietrix leiðsögumaður sem fylgdi björgunarsveitum á vettvang varð vitni að. „Það sem kom mest á óvart var að sjá hvernig flugvélin var orðin að engu. Hún er algerlega í molum, við gátum ekki borið kennsl á nokkurn einasta hlut. Maður fyllist algeru vonleysi þegar maður hugsar til fólksins sem var um borð. Þetta er mjög sorglegt,“ sagði Bietrix við fréttamenn. Hundrað fjörtíu og fjórir farþegar og sex manna áhöfn fórust öll í slysinu. Forstjóri GermanWings greindi frá því í morgun að stafest væri að 72 Þjóðverjar og 35 Spánverjar hefðu farist með flugvél félagsins í gær. En að auki voru einn til þrír farþegar frá eftirtölum löndum: Bretlandi, Hollandi, Kólombíu, Mexikó, Japan, Danmörku, Belgíu, Ísrael, Ástralíu, Argentínu, Íran, Venezuela og Bandaríkjunum. Thomas Winkelmann forstjóri GermanWings sagði stjórnendur félagsins þakkláta þeim fjölda flugfélaga sem boðist hefðu til að fljúga farþegum félagsins eftir að stór hópur starfsfólks í áhöfnum GermanWings hefði ekki treyst sér af tilfinningaástæðum til að fljúga fyrir félagið í gær og í dag. „Æðstu stjórnendur félagsins hafa fullkinn skilning á þessu vegna þess að við erum í raun ein fjölskylda hjá fyrirtækinu. Allir þekkja alla hjá Germanwings. Þetta hefur því verið gífurlega mikið áfall fyrir alla okkar flugliða og flugmenn,“ segir Winkelmann. Á meðal þeirra sem fórust voru 16 ungmenni og tveir kennarar frá skóla í bænum Haltern am See, 37 þúsund manna bæ í norðvesturhluta Þýsklands. Ulirich Wessel skólastjóri var gráti næst þegar hann sagði frá því að fólk hafi haldið í vonina framan af. Kannski hafi verið fleiri en eitt flug á vegum Germanwings frá Barselóna þennan dag? En sú von hafi fljótlega dáið út og harmleikurinn legið ljós fyrir. „Héðan í frá verður ekkert með sama hætti í skólanum okkar. Hugur okkar er hjá foreldrum sem misst hafa sína elskulegu syni og dætur, hjá afa og ömmu sem hafa misst barnabörnin sín og hjá öllum ættingjum barnanna og kennaranna,“ segir Wessel. Annar flugrita flugvélarinnar, sá sem inniheldur hljóðupptökur úr flugstjórnarklefanum, er fundinn en ritinn sem afritar stöðu og breytingar á öllum mælitækjum hennar hefur enn ekki fundist.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira