„Natalía Ósk og Jón Gestur hafa verið saman í níu ár, þar af verið gift í sex ár. Þau eiga þrjú börn og eru að mörgu leyti hin hefðbundna íslenska vísitölufjölskylda. Eins og hjá svo mörgum vantar krydd í kynlífið.
Hversdagsleikinn með sinni rútínu og barnauppeldi er til þess fallinn að kæfa erótíska strauma og klúrt tal. Þegar talað er um að „krydda kynlífið“ koma kynlífstæki upp í hugann á mörgum eða að prófa nýjar stellingar en hvernig er hægt að koma slíku við þegar fólk varla kyssist?

Natalía Ósk og Jón Gestur lögðu af stað í tíu daga kynlífsátak með temmilega mikla bjartsýni í farteskinu."
Meira má lesa um kynlífsdagbók þeirra Jóns og Natalíu í fyrsta tölublaði Glamour. Hægt er að verða sér úti um áskrift hér.