Engin ótvíræð vísbending um dularfulla torfbæinn Kristján Már Unnarsson skrifar 26. mars 2015 19:00 Ráðgátan um torfbæinn dularfulla er enn óleyst. Þrátt fyrir að yfir hundrað ára gömul ljósmynd af honum sýni áberandi kennileiti, hefur engin ótvíræð vísbending borist um hvar bærinn var á landinu. Fréttastofan kallar eftir aðstoð áhorfenda við að leysa málið. Af hartnær fimmhundrað ljósmyndum á torfbæjarsetrinu við Selfoss er þetta sú sem Hannesi Lárussyni gengur verst að staðsetja. Myndin er frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur, þar giska menn á að hún sé tekin á árunum 1900 til 1915, en gæti jafnvel verið eldri. Eftir að við vöktum athygli á óþekkta torfbænum í þættinum „Um land allt“ í síðustu viku og á Vísi í byrjun vikunnar hefur fjöldi ábendinga borist. Menn hafa giskað á bæi við Flúðir, eins og Högnastaði og Grafarbakka, Höfða við Tungufljót, Böðmóðsstaði við Brúará, Egilsstaði í Ölfusi og einn nefndi Leirvogsá í Mosfellsbæ. Nokkrir hafa nefnt staði í Norðurárdal og Þverárhlíð í Borgarfirði, eins og Norðtungu. Á Vestfjörðum hefur verið giskað á Sauðlauksdal við Patreksfjörð og Tjaldanes í Arnarfirði. Norðanlands hafa Glaðheimar við Blöndu verið nefndir og Reynistaður í Skagafirði, á Austurlandi hafa menn nefnt neðanverðan Jökuldal, staði við Breiðdalsá og við ána Kolgrímu á Suðausturlandi.Staðir sem lesendur hafa bent á eru í öllum landsfjórðungum.Engin þessara ábendinga er ótvíræð en þegar myndin er skoðuð sést ýmislegt sem ætti að hjálpa til við að ráða gátuna, eins og árbakkinn hái sem bærinn stendur á. Áin virðist þokkalega vatnsmikil, skuggarnir af hestunum segja okkur hvaðan sólin skín og ármölin virðist ljós og gróf. Svo sést móta fyrir fjalli og einhverjum hæðum og kannski gæti þoka hulið stærra fjall bakvið. Þá gæti hugsast að myndin sé spegluð.Ljósmyndin er talin tekin á árunum 1900-1915 en gæti verið eldri, að mati Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Höfundur er óþekktur.Ljósmyndari/Óþekktur.Veit einhver lesandi hvar þessi staður er og gæti sent okkur mynd sem sýnir okkur hvernig hann lítur út í dag? Ábendingar má senda á netfangið frettir@stod2.is en einnig koma þeim á framfæri í athugasemdadálki fréttarinnar. Um land allt Tengdar fréttir Hvar á landinu var þessi bær? Þetta er sú ráðgáta sem Hannesi Lárussyni á torfbæjarsetrinu við Selfoss gengur hvað erfiðast að fá svarað. 23. mars 2015 17:15 Er þetta konungur íslenskra torfbæja? Bustarfell í Vopnafirði var sá sem Hannes Lárusson myndlistarmaður nefndi þegar hann var spurður hvort hann teldi að einhver torfbæja Íslands bæri af eða væri öðrum merkari. 21. mars 2015 14:54 Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Ráðgátan um torfbæinn dularfulla er enn óleyst. Þrátt fyrir að yfir hundrað ára gömul ljósmynd af honum sýni áberandi kennileiti, hefur engin ótvíræð vísbending borist um hvar bærinn var á landinu. Fréttastofan kallar eftir aðstoð áhorfenda við að leysa málið. Af hartnær fimmhundrað ljósmyndum á torfbæjarsetrinu við Selfoss er þetta sú sem Hannesi Lárussyni gengur verst að staðsetja. Myndin er frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur, þar giska menn á að hún sé tekin á árunum 1900 til 1915, en gæti jafnvel verið eldri. Eftir að við vöktum athygli á óþekkta torfbænum í þættinum „Um land allt“ í síðustu viku og á Vísi í byrjun vikunnar hefur fjöldi ábendinga borist. Menn hafa giskað á bæi við Flúðir, eins og Högnastaði og Grafarbakka, Höfða við Tungufljót, Böðmóðsstaði við Brúará, Egilsstaði í Ölfusi og einn nefndi Leirvogsá í Mosfellsbæ. Nokkrir hafa nefnt staði í Norðurárdal og Þverárhlíð í Borgarfirði, eins og Norðtungu. Á Vestfjörðum hefur verið giskað á Sauðlauksdal við Patreksfjörð og Tjaldanes í Arnarfirði. Norðanlands hafa Glaðheimar við Blöndu verið nefndir og Reynistaður í Skagafirði, á Austurlandi hafa menn nefnt neðanverðan Jökuldal, staði við Breiðdalsá og við ána Kolgrímu á Suðausturlandi.Staðir sem lesendur hafa bent á eru í öllum landsfjórðungum.Engin þessara ábendinga er ótvíræð en þegar myndin er skoðuð sést ýmislegt sem ætti að hjálpa til við að ráða gátuna, eins og árbakkinn hái sem bærinn stendur á. Áin virðist þokkalega vatnsmikil, skuggarnir af hestunum segja okkur hvaðan sólin skín og ármölin virðist ljós og gróf. Svo sést móta fyrir fjalli og einhverjum hæðum og kannski gæti þoka hulið stærra fjall bakvið. Þá gæti hugsast að myndin sé spegluð.Ljósmyndin er talin tekin á árunum 1900-1915 en gæti verið eldri, að mati Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Höfundur er óþekktur.Ljósmyndari/Óþekktur.Veit einhver lesandi hvar þessi staður er og gæti sent okkur mynd sem sýnir okkur hvernig hann lítur út í dag? Ábendingar má senda á netfangið frettir@stod2.is en einnig koma þeim á framfæri í athugasemdadálki fréttarinnar.
Um land allt Tengdar fréttir Hvar á landinu var þessi bær? Þetta er sú ráðgáta sem Hannesi Lárussyni á torfbæjarsetrinu við Selfoss gengur hvað erfiðast að fá svarað. 23. mars 2015 17:15 Er þetta konungur íslenskra torfbæja? Bustarfell í Vopnafirði var sá sem Hannes Lárusson myndlistarmaður nefndi þegar hann var spurður hvort hann teldi að einhver torfbæja Íslands bæri af eða væri öðrum merkari. 21. mars 2015 14:54 Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Hvar á landinu var þessi bær? Þetta er sú ráðgáta sem Hannesi Lárussyni á torfbæjarsetrinu við Selfoss gengur hvað erfiðast að fá svarað. 23. mars 2015 17:15
Er þetta konungur íslenskra torfbæja? Bustarfell í Vopnafirði var sá sem Hannes Lárusson myndlistarmaður nefndi þegar hann var spurður hvort hann teldi að einhver torfbæja Íslands bæri af eða væri öðrum merkari. 21. mars 2015 14:54
Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45