Gríðarleg sorg vegna voðaverks flugmannsins Heimir Már Pétursson skrifar 26. mars 2015 18:29 Ættingjar þeirra sem fórust og heimsbyggðin öll er slegin eftir að í ljós kom að tuttugu og átta ára gamall aðstoðarflugmaður GermanWings steypti Airbus flugvél félagsins viljandi til jarðar í fyrradag með þeim afleiðingum að allir um borð fórust. Saksóknari í Frakklandi upplýsti í morgun að heyra mætti á hljóðupptökum úr Airbus flugvélinni sem fórst í Ölpunum á þriðjudag að flugstjórinn hafi yfirgefið flugstjórnarklefann eftir að flugvélin var komin í farflugshæð. Eftir það hafi hinn 28 ára gamli Andreas Lubitz aðstoðarflugmaður tekið sjálfsstýringuna af og lækkaði flugið. Ákveðnar verklagsreglur eru um hvernig hurðin á flugstjórnarklefanum er opnuð fyrir fólki og flugmenn í klefanum geta læst henni alveg sem aðstoðarflugmaðurinn virðist hafa gert. „Líklegasta og raunhæfasta skýringin frá okkar bæjardyrum séð er að flugmaðurinn hafi viljandi virt að vettugi barsmíðar flugstjórans á hurðina, neitað að opna hurðina fyrir flugstjóranum og ýtt á takkann sem setti flugvélina í hæðarlækkun,“ segir Brice Robin saksóknari í Frakklandi. En honum var greint frá innihaldi hljóðupptökunnar úr flugstjórnarklefanum um miðnætti síðast liðna nótt. Ekki sé hægt að kalla það sjálfvíg þegar maðurinn ákveði að myrða 149 saklausa borgara. Greinilega megi heyra andadrátt aðstoðarflugmannsins á hljóðupptökum og þegar flugstjórinn bankaði á hurðina á flugstjórnarklefanum og reyndi síðan að brjóta upp hurðina. Víða um Þýskaland var þeirra látnu minnst með mínútu þögn í morgun á þeirri sömu mínútu og flugvélin hvarf af ratsjám í fyrradag. Sextán nemendur og tveir kennarar frá Joseph-Koenig framhaldsskólanum í bænum Haltern am See voru á leiðinni heim úr árlegri skiptinema heimsókn í skólans til Barcelóna. En mikil ásókn var í að fá að fara í þessa ferð og var dregið um það hvaða nemendur fengu að fara í þessa afdrifaríku ferð. „Ég tel að þeir sem fórust hafi aðeins gert sér grein fyrir því á allra síðustu mínútunum áður en flugvélin skall í fjallshlíðina hvað var að gerast. Við greinum það á upptökunum, hrópunum í farþegunum,“ segir Robin. Íbúar í bænum Haltern am See sem telja aðeins 37 þúsund og flestir þekkja alla, eru þrumu lostnir yfir þessum hræðilega atburði. „Ég er í fullkomnu áfalli. Ég get ekki annað en grátið. Hreinskilningslega þá kem ég varla upp orði. Ég er ákaflega snortin. Ég hafði alltaf á tilfinningunni að þetta hefði ekki verið óumflýjanlegt slys. Ég get ekki talað meira, nú fer ég að gráta,“ sagði Karin Teison íbúi um fimmtugt í bænum. „Ég heyrði þetta fyrst í útvarpinu í morgun, um flugmanninn“ sagði Agathe Koch eldri kona í Haltern. „Við þekktum farþega, tvö börn sem fórust með flugvélinni. Það var nógu slæmt út af fyrir sig. Ég get ekki sagt meira,“ sagði Koch áður en hún féll saman. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44 Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35 Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31 Í beinni: Aðgerðir í frönsku Ölpunum halda áfram Vél Germanwings hrapaði í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 10:11 Áhersla lögð á að finna flugrita vélarinnar Björgunarsveitir hófu aftur störf í morgun í frönsku Ölpunum þar sem farþegaþota Germanwings fórst í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 08:50 Sænskt knattspyrnulið átti bókuð sæti í fluginu sem fórst 29 manna hópur frá Dalkurd FF var á heimleið eftir æfingabúðir í Barcelona. 25. mars 2015 11:30 Flugvél og farþegar splundruðust við slysið Hryllileg aðkoma að slysstaðnum þar sem Germanwings flugvélin hrapaði. Mjög erfitt verður að bera kennsl á þá sem fórust. 25. mars 2015 19:15 Flaug á fjallið á 700 kílómetra hraða Sérfræðingar velta því nú fyrir sér hvers vegna vél Germanwings var ekki flogið í átt frá fjallendi þegar hún tók að missa hæð. 25. mars 2015 09:42 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Ættingjar þeirra sem fórust og heimsbyggðin öll er slegin eftir að í ljós kom að tuttugu og átta ára gamall aðstoðarflugmaður GermanWings steypti Airbus flugvél félagsins viljandi til jarðar í fyrradag með þeim afleiðingum að allir um borð fórust. Saksóknari í Frakklandi upplýsti í morgun að heyra mætti á hljóðupptökum úr Airbus flugvélinni sem fórst í Ölpunum á þriðjudag að flugstjórinn hafi yfirgefið flugstjórnarklefann eftir að flugvélin var komin í farflugshæð. Eftir það hafi hinn 28 ára gamli Andreas Lubitz aðstoðarflugmaður tekið sjálfsstýringuna af og lækkaði flugið. Ákveðnar verklagsreglur eru um hvernig hurðin á flugstjórnarklefanum er opnuð fyrir fólki og flugmenn í klefanum geta læst henni alveg sem aðstoðarflugmaðurinn virðist hafa gert. „Líklegasta og raunhæfasta skýringin frá okkar bæjardyrum séð er að flugmaðurinn hafi viljandi virt að vettugi barsmíðar flugstjórans á hurðina, neitað að opna hurðina fyrir flugstjóranum og ýtt á takkann sem setti flugvélina í hæðarlækkun,“ segir Brice Robin saksóknari í Frakklandi. En honum var greint frá innihaldi hljóðupptökunnar úr flugstjórnarklefanum um miðnætti síðast liðna nótt. Ekki sé hægt að kalla það sjálfvíg þegar maðurinn ákveði að myrða 149 saklausa borgara. Greinilega megi heyra andadrátt aðstoðarflugmannsins á hljóðupptökum og þegar flugstjórinn bankaði á hurðina á flugstjórnarklefanum og reyndi síðan að brjóta upp hurðina. Víða um Þýskaland var þeirra látnu minnst með mínútu þögn í morgun á þeirri sömu mínútu og flugvélin hvarf af ratsjám í fyrradag. Sextán nemendur og tveir kennarar frá Joseph-Koenig framhaldsskólanum í bænum Haltern am See voru á leiðinni heim úr árlegri skiptinema heimsókn í skólans til Barcelóna. En mikil ásókn var í að fá að fara í þessa ferð og var dregið um það hvaða nemendur fengu að fara í þessa afdrifaríku ferð. „Ég tel að þeir sem fórust hafi aðeins gert sér grein fyrir því á allra síðustu mínútunum áður en flugvélin skall í fjallshlíðina hvað var að gerast. Við greinum það á upptökunum, hrópunum í farþegunum,“ segir Robin. Íbúar í bænum Haltern am See sem telja aðeins 37 þúsund og flestir þekkja alla, eru þrumu lostnir yfir þessum hræðilega atburði. „Ég er í fullkomnu áfalli. Ég get ekki annað en grátið. Hreinskilningslega þá kem ég varla upp orði. Ég er ákaflega snortin. Ég hafði alltaf á tilfinningunni að þetta hefði ekki verið óumflýjanlegt slys. Ég get ekki talað meira, nú fer ég að gráta,“ sagði Karin Teison íbúi um fimmtugt í bænum. „Ég heyrði þetta fyrst í útvarpinu í morgun, um flugmanninn“ sagði Agathe Koch eldri kona í Haltern. „Við þekktum farþega, tvö börn sem fórust með flugvélinni. Það var nógu slæmt út af fyrir sig. Ég get ekki sagt meira,“ sagði Koch áður en hún féll saman.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44 Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35 Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31 Í beinni: Aðgerðir í frönsku Ölpunum halda áfram Vél Germanwings hrapaði í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 10:11 Áhersla lögð á að finna flugrita vélarinnar Björgunarsveitir hófu aftur störf í morgun í frönsku Ölpunum þar sem farþegaþota Germanwings fórst í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 08:50 Sænskt knattspyrnulið átti bókuð sæti í fluginu sem fórst 29 manna hópur frá Dalkurd FF var á heimleið eftir æfingabúðir í Barcelona. 25. mars 2015 11:30 Flugvél og farþegar splundruðust við slysið Hryllileg aðkoma að slysstaðnum þar sem Germanwings flugvélin hrapaði. Mjög erfitt verður að bera kennsl á þá sem fórust. 25. mars 2015 19:15 Flaug á fjallið á 700 kílómetra hraða Sérfræðingar velta því nú fyrir sér hvers vegna vél Germanwings var ekki flogið í átt frá fjallendi þegar hún tók að missa hæð. 25. mars 2015 09:42 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44
Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35
Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31
Í beinni: Aðgerðir í frönsku Ölpunum halda áfram Vél Germanwings hrapaði í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 10:11
Áhersla lögð á að finna flugrita vélarinnar Björgunarsveitir hófu aftur störf í morgun í frönsku Ölpunum þar sem farþegaþota Germanwings fórst í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 08:50
Sænskt knattspyrnulið átti bókuð sæti í fluginu sem fórst 29 manna hópur frá Dalkurd FF var á heimleið eftir æfingabúðir í Barcelona. 25. mars 2015 11:30
Flugvél og farþegar splundruðust við slysið Hryllileg aðkoma að slysstaðnum þar sem Germanwings flugvélin hrapaði. Mjög erfitt verður að bera kennsl á þá sem fórust. 25. mars 2015 19:15
Flaug á fjallið á 700 kílómetra hraða Sérfræðingar velta því nú fyrir sér hvers vegna vél Germanwings var ekki flogið í átt frá fjallendi þegar hún tók að missa hæð. 25. mars 2015 09:42