Viðskipti erlent

Tim Cook gefur auðævi sín til góðgerðamála

ingvar haraldsson skrifar
Forstjóri Apple hyggst gefa auðævi sín til góðgerðamála.
Forstjóri Apple hyggst gefa auðævi sín til góðgerðamála. nordicphotos/afp
Tim Cook, forstjóri Apple, hyggst gefa öll auðævi sín til góðgerðamála, þegar hann er búinn að greiða fyrir háskólanám 10 ára frænda síns.  Tim Cook greindi frá þessu í viðtali við Fortune.

Eignir Cook eru metnar á um 780 milljónir dollara eða sem samsvarar ríflega 100 milljörðum íslenskra króna.

Cook hefur orðið sífellt meira áberandi á undanförnum í baráttu fyrir umhverfisvernd og mannréttindum LGBT fólks, en Cook er sjálfur samkynhneigður.

Forstjóri Apple bætist því á langan lista milljarðamæringa sem hyggjast gefa auðævi sín. Þar hefur fjárfestirinn Warren Buffett verið fremstur í flokki en hann hefur hvatt aðra milljarðamæringa til að gefa einnig fé. Bill Gates og Mark Zuckerberg eru einnig meðal þeirra sem hyggjast gefa megnið af auðævum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×