„Ég hef drukkið mér til ósóma mjög oft“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. mars 2015 18:03 „Ég hef drukkið mér til ósóma mjög oft. Ég hef framið alls konar heimskupör og ég held því fram að mjög margt af því sem verst hefur gerst í mínu lífi eigi rætur sínar í neyslu á alkóhóli annað hvort minni neyslu eða neyslu annarra,“ sagði Kári Stefánsson læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í nýjasta þætti hlaðvarpsins Hip hop og Pólitík. Kári var gestur í þættinum ásamt Dóra DNA, rithöfundi og grínista. Í þættinum skapaðist fjörug umræða um áfengisfrumvarpið sem er til umfjöllunar á Alþingi, vínmenningu á Íslandi og neyslu áfengis almennt. Þá svöruðu þeir Kári og Dóri spurningum um persónulega reynslu sína af áfengi. „Ég drekk afskaplega lítið eins og stendur og ætti líklega alls ekki að snerta vín en að því leyti er ég ekkert öðruvísi en þið,“ sagði Kári í þættinum.Halldór Halldórsson einnig þekktur sem Dóri DNA var gestur þáttarins ásamt Kára Stefánssyni.365/Jóhannes Kristjánsson„Ég var fullur þegar maður átti að vera fullur, um og eftir menntaskóla. Núna er ég því miður hvorki spennandi né skemmtilegur. Það er drukkið lítið á mínu heimili,“ sagði Dóri DNA. Hvaðan kemur þessi tilhneiging mannskepnunnar að leita í hugbreytandi efni? Af hverju leita menn í hugbreytandi efni? „Af því að djamm er snilld,“ sagði Dóri DNA. „Ég er sammála honum um að djamm er snilld. Það er engin spurning um það. En þið verðið að gera ykkur grein fyrir því að heilinn á okkur, sem raunverulega býr okkur til, þ.e.a.s. hann býr til okkar hugsanir og tilfinningar, hann er mjög flókið tæki. Það eru brautir innan heilans sem hafa því hlutverki að gegna að búa til ánægju. Það er ferill sem er kallaður „The mesolimbic pleasure pathway“ þ.e. brautir sem liggja frá miðheila og upp í þann hluta heilans sem býr til ánægju. Þegar við upplifum eitthvað ánægjulegt, til dæmis þegar við hlustum á góða tónlist eða horfum á eitthvað mjög fallegt, þá er boðefnið dópamín sem losnar frá frumum frá þessum stað í heilanum sem býr til ánægju. Þegar þú tekur amfetamín eða drekkur alkóhól þá losnar enn meira, jafnvel hundrað sinnum meira af þessu efni og það býr til stundaránægju. Eftir ákveðinn tíma þá ertu búinn að endurstilla þessar brautir þannig að til þess að líða eins og venjulegum manni þá þarftu þessu efni og þessi efni sem bjuggu upphaflega til óánægju verða bara til þess að normalísera þig, til þess að láta þig líða eins og venjulegum manni. Það er ekkert óeðlilegt og ósköp skiljanlegt að menn leiti að auðveldum leiðum til þess að búa til þessa miklu ánægju, þessa euphoríu sem fylgir því að upplifa eitthvað mjög flott. Og þessi fíkn sem að lýsir sér í endurtekinni töku á þessum efnum, grundvallar mekanisminn í henni hlýtur að hafa skipt miklu máli í þróun mannsins. Þessi tilhneiging til að gera sama hlutinn aftur og aftur. Þegar við erum farin að fikta í þessu með utanaðkomandi efnum, í stað þess að gera það með hegðun, þá erum við raunverulega búin að eyðileggja þetta viðkvæma jafnvægi. Þið eruð með hundrað trilljónir taugafrumna í heilanum og þær þurfa allar að vera samstilltar svo þið getið verið almennilegir menn. Horfið bara á Dóra DNA, hann hefur aldrei getað samstillt þessar frumur í heilanum á sér. Þess vegna er hann svona,“ sagði Kári. Er ekki merkilegt að mannskepnan þurfi að breyta gangverki hugsana sinna tímabundið með neyslu efna? „Það er svo mikið álag alls staðar. Það er svo gaman að vera laus við það stundum. Erum við ekki að gera þetta til að líða smá betur?“ sagði Dóri DNA.Kára finnst Eminem „skemmtilegt ljóðskáld“ Í þættinum voru leikin valin rapplög, venju samkvæmt. Talið barst að bandaríska rapparanum Eminem sem varði drjúgum hluta æsku sinnar við erfiðar heimilisaðstæður í hjólhýsagarði í Michigan en þessi lífsreynsla hefur ósjaldan orðið honum yrkisefni í gegnum tíðina Kári Stefánsson hreifst af Eminem í mynd Curtis Hanson, 8 Mile, sem kom út 2002 og var að miklu leyti byggð á ævi Eminems. „Mér finnst hann skemmtilegt ljóðskáld en ég hef ekki haft tíma eða fundið ástæðu til að hlusta á hann á síðustu árum,“ sagði Kári. „Á tímabili var Eminem á þeim stað að írski Nóbelsverðlaunahafinn Seamus Heaney steig fram og sagði, ef þú ert ekki að fylgjast með Eminem þá hefurðu ekki áhuga á nútíma ljóðlist,“ sagði Dóri DNA. „Ég er sammála því,“ sagði Kári. Talið barst að battli, þegar rapparar hittast og kveðast á. Dóri DNA vitnaði til orða Thors Vilhjálmssonar rithöfundar heitins sem sagði að „battl“ væri „millibilið milli hraðskákar og mælskulistar.“ Hægt er að hlusta á Hip og Pólitík með því að smella hér fyrir ofan eða hér. Hip Hip og Pólitík er vikulegt hlaðvarp (e. podcast) sem birtist á Vísi. Þátturinn er yfirleitt tekinn upp á mánudagsmorgnum og birtist samdægurs. Unnið er að því að koma þættinum í helstu hlaðvarps smáforrit eins og Podcasts fyrir iPhone. Alþingi Tengdar fréttir Blazroca og Helgi Pírati um stórfyrirtæki og félagslegt réttlæti Nýtt rapplag Erps Eyvindindarsonar frumflutt í nýjasta þætti hlaðvarpsins Hiphop og Pólitík. 24. febrúar 2015 15:49 „Frelsi stórfyrirtækja til að stækka er frelsi sem ég gef ekkert fyrir“ „Eitt versta einræði mannkynssögunnar er stórfyrirtækjaræði,“ sagði Erpur Eyvindarson rappari í nýjasta þætti Hip Hop og Pólitík á Vísi. 25. febrúar 2015 07:00 Katrín Jakobs valdi Beastie Boys Katrín Jakobsdóttir formaður VG og Björgvin Guðmundsson almannatengill eru gestir í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Hip Hop og Pólitík. 2. mars 2015 19:45 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira
„Ég hef drukkið mér til ósóma mjög oft. Ég hef framið alls konar heimskupör og ég held því fram að mjög margt af því sem verst hefur gerst í mínu lífi eigi rætur sínar í neyslu á alkóhóli annað hvort minni neyslu eða neyslu annarra,“ sagði Kári Stefánsson læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í nýjasta þætti hlaðvarpsins Hip hop og Pólitík. Kári var gestur í þættinum ásamt Dóra DNA, rithöfundi og grínista. Í þættinum skapaðist fjörug umræða um áfengisfrumvarpið sem er til umfjöllunar á Alþingi, vínmenningu á Íslandi og neyslu áfengis almennt. Þá svöruðu þeir Kári og Dóri spurningum um persónulega reynslu sína af áfengi. „Ég drekk afskaplega lítið eins og stendur og ætti líklega alls ekki að snerta vín en að því leyti er ég ekkert öðruvísi en þið,“ sagði Kári í þættinum.Halldór Halldórsson einnig þekktur sem Dóri DNA var gestur þáttarins ásamt Kára Stefánssyni.365/Jóhannes Kristjánsson„Ég var fullur þegar maður átti að vera fullur, um og eftir menntaskóla. Núna er ég því miður hvorki spennandi né skemmtilegur. Það er drukkið lítið á mínu heimili,“ sagði Dóri DNA. Hvaðan kemur þessi tilhneiging mannskepnunnar að leita í hugbreytandi efni? Af hverju leita menn í hugbreytandi efni? „Af því að djamm er snilld,“ sagði Dóri DNA. „Ég er sammála honum um að djamm er snilld. Það er engin spurning um það. En þið verðið að gera ykkur grein fyrir því að heilinn á okkur, sem raunverulega býr okkur til, þ.e.a.s. hann býr til okkar hugsanir og tilfinningar, hann er mjög flókið tæki. Það eru brautir innan heilans sem hafa því hlutverki að gegna að búa til ánægju. Það er ferill sem er kallaður „The mesolimbic pleasure pathway“ þ.e. brautir sem liggja frá miðheila og upp í þann hluta heilans sem býr til ánægju. Þegar við upplifum eitthvað ánægjulegt, til dæmis þegar við hlustum á góða tónlist eða horfum á eitthvað mjög fallegt, þá er boðefnið dópamín sem losnar frá frumum frá þessum stað í heilanum sem býr til ánægju. Þegar þú tekur amfetamín eða drekkur alkóhól þá losnar enn meira, jafnvel hundrað sinnum meira af þessu efni og það býr til stundaránægju. Eftir ákveðinn tíma þá ertu búinn að endurstilla þessar brautir þannig að til þess að líða eins og venjulegum manni þá þarftu þessu efni og þessi efni sem bjuggu upphaflega til óánægju verða bara til þess að normalísera þig, til þess að láta þig líða eins og venjulegum manni. Það er ekkert óeðlilegt og ósköp skiljanlegt að menn leiti að auðveldum leiðum til þess að búa til þessa miklu ánægju, þessa euphoríu sem fylgir því að upplifa eitthvað mjög flott. Og þessi fíkn sem að lýsir sér í endurtekinni töku á þessum efnum, grundvallar mekanisminn í henni hlýtur að hafa skipt miklu máli í þróun mannsins. Þessi tilhneiging til að gera sama hlutinn aftur og aftur. Þegar við erum farin að fikta í þessu með utanaðkomandi efnum, í stað þess að gera það með hegðun, þá erum við raunverulega búin að eyðileggja þetta viðkvæma jafnvægi. Þið eruð með hundrað trilljónir taugafrumna í heilanum og þær þurfa allar að vera samstilltar svo þið getið verið almennilegir menn. Horfið bara á Dóra DNA, hann hefur aldrei getað samstillt þessar frumur í heilanum á sér. Þess vegna er hann svona,“ sagði Kári. Er ekki merkilegt að mannskepnan þurfi að breyta gangverki hugsana sinna tímabundið með neyslu efna? „Það er svo mikið álag alls staðar. Það er svo gaman að vera laus við það stundum. Erum við ekki að gera þetta til að líða smá betur?“ sagði Dóri DNA.Kára finnst Eminem „skemmtilegt ljóðskáld“ Í þættinum voru leikin valin rapplög, venju samkvæmt. Talið barst að bandaríska rapparanum Eminem sem varði drjúgum hluta æsku sinnar við erfiðar heimilisaðstæður í hjólhýsagarði í Michigan en þessi lífsreynsla hefur ósjaldan orðið honum yrkisefni í gegnum tíðina Kári Stefánsson hreifst af Eminem í mynd Curtis Hanson, 8 Mile, sem kom út 2002 og var að miklu leyti byggð á ævi Eminems. „Mér finnst hann skemmtilegt ljóðskáld en ég hef ekki haft tíma eða fundið ástæðu til að hlusta á hann á síðustu árum,“ sagði Kári. „Á tímabili var Eminem á þeim stað að írski Nóbelsverðlaunahafinn Seamus Heaney steig fram og sagði, ef þú ert ekki að fylgjast með Eminem þá hefurðu ekki áhuga á nútíma ljóðlist,“ sagði Dóri DNA. „Ég er sammála því,“ sagði Kári. Talið barst að battli, þegar rapparar hittast og kveðast á. Dóri DNA vitnaði til orða Thors Vilhjálmssonar rithöfundar heitins sem sagði að „battl“ væri „millibilið milli hraðskákar og mælskulistar.“ Hægt er að hlusta á Hip og Pólitík með því að smella hér fyrir ofan eða hér. Hip Hip og Pólitík er vikulegt hlaðvarp (e. podcast) sem birtist á Vísi. Þátturinn er yfirleitt tekinn upp á mánudagsmorgnum og birtist samdægurs. Unnið er að því að koma þættinum í helstu hlaðvarps smáforrit eins og Podcasts fyrir iPhone.
Alþingi Tengdar fréttir Blazroca og Helgi Pírati um stórfyrirtæki og félagslegt réttlæti Nýtt rapplag Erps Eyvindindarsonar frumflutt í nýjasta þætti hlaðvarpsins Hiphop og Pólitík. 24. febrúar 2015 15:49 „Frelsi stórfyrirtækja til að stækka er frelsi sem ég gef ekkert fyrir“ „Eitt versta einræði mannkynssögunnar er stórfyrirtækjaræði,“ sagði Erpur Eyvindarson rappari í nýjasta þætti Hip Hop og Pólitík á Vísi. 25. febrúar 2015 07:00 Katrín Jakobs valdi Beastie Boys Katrín Jakobsdóttir formaður VG og Björgvin Guðmundsson almannatengill eru gestir í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Hip Hop og Pólitík. 2. mars 2015 19:45 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira
Blazroca og Helgi Pírati um stórfyrirtæki og félagslegt réttlæti Nýtt rapplag Erps Eyvindindarsonar frumflutt í nýjasta þætti hlaðvarpsins Hiphop og Pólitík. 24. febrúar 2015 15:49
„Frelsi stórfyrirtækja til að stækka er frelsi sem ég gef ekkert fyrir“ „Eitt versta einræði mannkynssögunnar er stórfyrirtækjaræði,“ sagði Erpur Eyvindarson rappari í nýjasta þætti Hip Hop og Pólitík á Vísi. 25. febrúar 2015 07:00
Katrín Jakobs valdi Beastie Boys Katrín Jakobsdóttir formaður VG og Björgvin Guðmundsson almannatengill eru gestir í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Hip Hop og Pólitík. 2. mars 2015 19:45