Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Kristján Már Unnarsson skrifar 10. mars 2015 21:00 Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. Aðeins ein þeirra hefur áður sést opinberlega. Gossprungan opnaðist aðeins þrjá kílómetra frá stöðvarhúsi Kröfluvirkjunar, sem sést neðarlega til hægri á myndinni.Mynd/Eiríkur Jónsson. Akureyri. Sennilega var þeim illa brugðið sem ábyrgð báru á smíði Kröfluvirkjunar þegar eldgos hófst við Leirhnjúk fjórum dögum fyrir jólin 1975, enda var gossprungan aðeins um þrjá kílómetra frá stöðvarhúsinu, sem þá var í smíðum. Flestir starfsmenn voru farnir burt af Kröflusvæðinu í jólafrí en gosið byrjaði á laugardegi laust fyrir hádegi þann 20. desember. Stöðvarhús Kröfluvirkjunar, séð úr flugvélinni, en það var í smíðum þegar umbrotahrinan hófst.Mynd/Eiríkur Jónsson, Akureyri. Kröflunefnd, undir formennsku Jóns G. Sólness, ákvað strax að senda tvo verkfræðinga í könnunarflug frá Akureyri, þá Einar Tjörfa Elíasson og Eirík Jónsson. Þeir flugu með Beechcraft-vél Norðurflugs og var þetta fyrsta flugvélin sem kom á svæðið, að sögn Eiríks. Hann segir að myndirnar hafi verið teknar milli klukkan 13.40 og 13.50. Gossprungan við Leirhnjúk séð úr suðri, laugardaginn 20. desember árið 1975. Horft er til norðurs.Mynd/Eiríkur Jónsson, Akureyri. Þetta var hins vegar lítið gos, stóð aðeins yfir í nokkrar klukkustundir í svartasta skammdeginu, og er því lítið til af myndum af þessum upphafsatburði Kröfluelda. Þetta fyrsta Kröflugos stóð aðeins í nokkrar klukkustundir. Talsvert hraun kom þó upp á yfirborð, en svört hraunbreiðan sést vel í hvítum snjónum.Mynd/Eiríkur Jónsson, Akureyri. Að sögn Eiríks Jónssonar tók hann ljósmyndirnar á 200 ASA svarthvíta filmu í gegnum flugvélargluggann. Myndavélin var ný, af gerðinni Pentax K. Með því að afhenda Stöð 2 myndirnar til birtingar vill hann að menn viti að þær séu til og séu notaðar. LEIÐRÉTTING: Eftir að þessi frétt var birt hefur borist ábending um að fyrstu ljósmyndina af gosinu hafi Helgi Jósefsson tekið úr flugvél sem var á leið frá Vopnafirði til Akureyrar. Sú ljósmynd birtist í Tímanum þremur dögum síðar, þann 23. desember, og er í myndatexta sögð hafa verið tekin laust eftir klukkan 11.30 laugardaginn 20. desember. Það voru flugmenn þeirrar vélar sem tilkynntu um gosið fyrstir manna. Ljósmyndin sem Tíminn birti 23. desember 1975 ásamt myndatexta sem fylgdi. Flogið vestan við gossprunguna. Gosmökkinn lagði til norðurs undan stífri sunnanátt.Mynd/Eiríkur Jónsson, Akureyri. Gosin urðu níu talsins á níu árum en í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld eru atburðirnir rifjaðir upp með heimamönnum. Birkir Fanndal Haraldsson, fyrrverandi stöðvarstjóri Kröfluvirkjunar, var yfirvélstjóri í Kröfluvirkjun þegar Kröflueldar stóðu yfir. „Mestu vandamálin hjá okkur í Kröflu voru náttúrlega bara gufuöflunin, sem umturnaðist öll vegna þessara eldsumbrota. Það eyðilögðust borholur,“ sagði Birkir Fanndal. Birkir Fanndal Haraldsson, fyrrverandi stöðvarstjóri Kröfluvirkjunar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Miklar deilur urðu um Kröfluvirkjun og óttuðust margir að fjárfestingin myndi glatast. „Það gekk nú ekkert vel að vinna gufu hérna fyrstu árin. En hún er sem betur fer í fullum rekstri í dag og gengur bara ágætlega,“ sagði Kristján Steingrímsson, vélstjóri í Kröfluvirkjun. Kristján Steingrímsson, vélstjóri í Kröfluvirkjun.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hér má sjá þáttinn um Kröflugosin: Fréttir af flugi Skútustaðahreppur Um land allt Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Sjá meira
Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. Aðeins ein þeirra hefur áður sést opinberlega. Gossprungan opnaðist aðeins þrjá kílómetra frá stöðvarhúsi Kröfluvirkjunar, sem sést neðarlega til hægri á myndinni.Mynd/Eiríkur Jónsson. Akureyri. Sennilega var þeim illa brugðið sem ábyrgð báru á smíði Kröfluvirkjunar þegar eldgos hófst við Leirhnjúk fjórum dögum fyrir jólin 1975, enda var gossprungan aðeins um þrjá kílómetra frá stöðvarhúsinu, sem þá var í smíðum. Flestir starfsmenn voru farnir burt af Kröflusvæðinu í jólafrí en gosið byrjaði á laugardegi laust fyrir hádegi þann 20. desember. Stöðvarhús Kröfluvirkjunar, séð úr flugvélinni, en það var í smíðum þegar umbrotahrinan hófst.Mynd/Eiríkur Jónsson, Akureyri. Kröflunefnd, undir formennsku Jóns G. Sólness, ákvað strax að senda tvo verkfræðinga í könnunarflug frá Akureyri, þá Einar Tjörfa Elíasson og Eirík Jónsson. Þeir flugu með Beechcraft-vél Norðurflugs og var þetta fyrsta flugvélin sem kom á svæðið, að sögn Eiríks. Hann segir að myndirnar hafi verið teknar milli klukkan 13.40 og 13.50. Gossprungan við Leirhnjúk séð úr suðri, laugardaginn 20. desember árið 1975. Horft er til norðurs.Mynd/Eiríkur Jónsson, Akureyri. Þetta var hins vegar lítið gos, stóð aðeins yfir í nokkrar klukkustundir í svartasta skammdeginu, og er því lítið til af myndum af þessum upphafsatburði Kröfluelda. Þetta fyrsta Kröflugos stóð aðeins í nokkrar klukkustundir. Talsvert hraun kom þó upp á yfirborð, en svört hraunbreiðan sést vel í hvítum snjónum.Mynd/Eiríkur Jónsson, Akureyri. Að sögn Eiríks Jónssonar tók hann ljósmyndirnar á 200 ASA svarthvíta filmu í gegnum flugvélargluggann. Myndavélin var ný, af gerðinni Pentax K. Með því að afhenda Stöð 2 myndirnar til birtingar vill hann að menn viti að þær séu til og séu notaðar. LEIÐRÉTTING: Eftir að þessi frétt var birt hefur borist ábending um að fyrstu ljósmyndina af gosinu hafi Helgi Jósefsson tekið úr flugvél sem var á leið frá Vopnafirði til Akureyrar. Sú ljósmynd birtist í Tímanum þremur dögum síðar, þann 23. desember, og er í myndatexta sögð hafa verið tekin laust eftir klukkan 11.30 laugardaginn 20. desember. Það voru flugmenn þeirrar vélar sem tilkynntu um gosið fyrstir manna. Ljósmyndin sem Tíminn birti 23. desember 1975 ásamt myndatexta sem fylgdi. Flogið vestan við gossprunguna. Gosmökkinn lagði til norðurs undan stífri sunnanátt.Mynd/Eiríkur Jónsson, Akureyri. Gosin urðu níu talsins á níu árum en í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld eru atburðirnir rifjaðir upp með heimamönnum. Birkir Fanndal Haraldsson, fyrrverandi stöðvarstjóri Kröfluvirkjunar, var yfirvélstjóri í Kröfluvirkjun þegar Kröflueldar stóðu yfir. „Mestu vandamálin hjá okkur í Kröflu voru náttúrlega bara gufuöflunin, sem umturnaðist öll vegna þessara eldsumbrota. Það eyðilögðust borholur,“ sagði Birkir Fanndal. Birkir Fanndal Haraldsson, fyrrverandi stöðvarstjóri Kröfluvirkjunar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Miklar deilur urðu um Kröfluvirkjun og óttuðust margir að fjárfestingin myndi glatast. „Það gekk nú ekkert vel að vinna gufu hérna fyrstu árin. En hún er sem betur fer í fullum rekstri í dag og gengur bara ágætlega,“ sagði Kristján Steingrímsson, vélstjóri í Kröfluvirkjun. Kristján Steingrímsson, vélstjóri í Kröfluvirkjun.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hér má sjá þáttinn um Kröflugosin:
Fréttir af flugi Skútustaðahreppur Um land allt Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Sjá meira