Fótbolti

Bálreiður Ronaldo: Ég tala ekki aftur fyrr en eftir tímabilið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Cristiano Ronaldo skoraði tvö en var pirraður í gær.
Cristiano Ronaldo skoraði tvö en var pirraður í gær. vísir/getty
Það var hundur í Cristiano Ronaldo í gærkvöldi eftir 4-3 tap Evrópumeistara Real Madrid gegn Schalke í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta.

Stuðningsmenn Real á Santiago Bernabéu bauluðu á liðið eftir leik sem Gareth Bale, samherji Ronaldo, tók heldur ekki vel í.

Sjá einnig:Schalke skoraði fjögur mörk á Bernabéu en Real komst áfram | Sjáið mörkin

Ronaldo var þó reiðastur: „Ég tala ekki aftur fyrr en eftir tímabilið,“ sagði hann við fjölmiðla eftir leikinn.

Ronaldo hefur verið gagnrýndur að undanförnu af stuðningsmönnum liðsins. Í könnun spænska íþróttablaðsins AS á dögunum var spurt hvaða leikmanni ætti að henda á bekkinn hjá Real.

Þriðjingur þeirra 3.000 stuðningsmanna Real sem svöruðu vildu setja Ronaldo á bekkinn, en þeim finnst hann vera spila síst af BBC-þríeykinu; Bale, Benzema og Cristianol

Portúgalinn magnaði spilaði vel í gær og skoraði tvö mörk. Með þeim bætti hann met Real Madrid-goðsagnarinnar Raúl yfir flest mörk skoruð í Evrópukeppnum.

Mörkin hjá Ronaldo, sem má sjá hér að neðan, voru númer 77 og 78 í Evrópukeppnum, en hann er marki á undan Raúl og tveimur á undan Messi. Hann og Messi hafa þó skorað jafnmikið í Meistaradeildinni eða 75 mörk.

Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid kom sínum manni til varnar: „Ronaldo skoraði tvö mikilvæg mörk en aðrir í liðinu voru ekki að spila jafnvel og hann,“ sagði Ítalinn.

Fyrra mark Ronaldo: Seinna mark Ronaldo:

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×