Viðskipti erlent

Ýmsir þjónustuvefir Apple liggja niðri

Atli Ísleifsson skrifar
Apple greinir frá því að einnig hafi orðið truflanir á iCloud Mail og  iCloud Account & Sign In vefjunum.
Apple greinir frá því að einnig hafi orðið truflanir á iCloud Mail og iCloud Account & Sign In vefjunum. Vísir/Getty
Nokkrir þjónustuvefir Apple liggja nú niðri víðs vegar um heim.

Á heimasíðu Apple segir að notendur geti margir ekki gert kaup í App store, iTunes store, Mac App store og iBook store.

Apple greinir frá því að einnig hafi orðið truflanir á iCloud Mail og  iCloud Account & Sign In vefjunum.

Bloomberg greindi fyrst frá truflununum, en tilkynnt hefur verið um þær meðal annars í Bandaríkjunum, Sviss, Hong Kong og Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×