Commerzbank samþykkir að greiða 200 milljarða sekt ingvar haraldsson skrifar 13. mars 2015 12:08 Commerzbank, næst stærsti banki Þýskalands, átti í ólöglegum viðskiptum við Íran og Súdan. vísir/epa Næst stærsti banki Þýskalands, Commerzbank, hefur samþykkt að greiða bandarískum yfirvöldum 1,45 milljarða dollara, um 200 milljarða króna. Greiðslan kemur til vegna brota bankans á efnahagsþvingunum gagnvart Íran og Súdan og í tengslum við peningaþvætti japanska fyrirtækisins Olympus. BBC greinir frá. Bankinn er sagður hafa horft framhjá lögbrotum auk þess að reyna að hylja slóð sína til að koma í veg fyrir að ólöglegar millifærslur uppgötvuðust. Meðal sönnunargagna var tölvupóstur sem starfsmaður Commerzbank sendi samstarfsmönnum sínum: „Ef af einhverri ástæðu CB [Commerzbank] New York spyr hvers vegna veltan hafi aukist svo mikið, ekki undir neinum kringumstæðum minnast á að það hafi verið í tengslum við greiðslujöfnun íranskra banka!!!!!!!!!!!!!“ Commerzbank er langt því frá eini bankinn sem talinn er hafa brotið gegn bandarískum efnahagsþvingunum. Í fyrra samþykkti franski bankinn BNP Paribas að greiða 8,9 milljarða dollara, um 1200 milljarða íslenskra króna sekt. Þá hefur Standard Chartered verið kærður tvívegis á þrem árum fyrir samskonar brot. Bankarnir HSBC, ING og Credit Suisse hafa einnig gerst brotlegir við reglurnar. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Næst stærsti banki Þýskalands, Commerzbank, hefur samþykkt að greiða bandarískum yfirvöldum 1,45 milljarða dollara, um 200 milljarða króna. Greiðslan kemur til vegna brota bankans á efnahagsþvingunum gagnvart Íran og Súdan og í tengslum við peningaþvætti japanska fyrirtækisins Olympus. BBC greinir frá. Bankinn er sagður hafa horft framhjá lögbrotum auk þess að reyna að hylja slóð sína til að koma í veg fyrir að ólöglegar millifærslur uppgötvuðust. Meðal sönnunargagna var tölvupóstur sem starfsmaður Commerzbank sendi samstarfsmönnum sínum: „Ef af einhverri ástæðu CB [Commerzbank] New York spyr hvers vegna veltan hafi aukist svo mikið, ekki undir neinum kringumstæðum minnast á að það hafi verið í tengslum við greiðslujöfnun íranskra banka!!!!!!!!!!!!!“ Commerzbank er langt því frá eini bankinn sem talinn er hafa brotið gegn bandarískum efnahagsþvingunum. Í fyrra samþykkti franski bankinn BNP Paribas að greiða 8,9 milljarða dollara, um 1200 milljarða íslenskra króna sekt. Þá hefur Standard Chartered verið kærður tvívegis á þrem árum fyrir samskonar brot. Bankarnir HSBC, ING og Credit Suisse hafa einnig gerst brotlegir við reglurnar.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira