Commerzbank samþykkir að greiða 200 milljarða sekt ingvar haraldsson skrifar 13. mars 2015 12:08 Commerzbank, næst stærsti banki Þýskalands, átti í ólöglegum viðskiptum við Íran og Súdan. vísir/epa Næst stærsti banki Þýskalands, Commerzbank, hefur samþykkt að greiða bandarískum yfirvöldum 1,45 milljarða dollara, um 200 milljarða króna. Greiðslan kemur til vegna brota bankans á efnahagsþvingunum gagnvart Íran og Súdan og í tengslum við peningaþvætti japanska fyrirtækisins Olympus. BBC greinir frá. Bankinn er sagður hafa horft framhjá lögbrotum auk þess að reyna að hylja slóð sína til að koma í veg fyrir að ólöglegar millifærslur uppgötvuðust. Meðal sönnunargagna var tölvupóstur sem starfsmaður Commerzbank sendi samstarfsmönnum sínum: „Ef af einhverri ástæðu CB [Commerzbank] New York spyr hvers vegna veltan hafi aukist svo mikið, ekki undir neinum kringumstæðum minnast á að það hafi verið í tengslum við greiðslujöfnun íranskra banka!!!!!!!!!!!!!“ Commerzbank er langt því frá eini bankinn sem talinn er hafa brotið gegn bandarískum efnahagsþvingunum. Í fyrra samþykkti franski bankinn BNP Paribas að greiða 8,9 milljarða dollara, um 1200 milljarða íslenskra króna sekt. Þá hefur Standard Chartered verið kærður tvívegis á þrem árum fyrir samskonar brot. Bankarnir HSBC, ING og Credit Suisse hafa einnig gerst brotlegir við reglurnar. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Næst stærsti banki Þýskalands, Commerzbank, hefur samþykkt að greiða bandarískum yfirvöldum 1,45 milljarða dollara, um 200 milljarða króna. Greiðslan kemur til vegna brota bankans á efnahagsþvingunum gagnvart Íran og Súdan og í tengslum við peningaþvætti japanska fyrirtækisins Olympus. BBC greinir frá. Bankinn er sagður hafa horft framhjá lögbrotum auk þess að reyna að hylja slóð sína til að koma í veg fyrir að ólöglegar millifærslur uppgötvuðust. Meðal sönnunargagna var tölvupóstur sem starfsmaður Commerzbank sendi samstarfsmönnum sínum: „Ef af einhverri ástæðu CB [Commerzbank] New York spyr hvers vegna veltan hafi aukist svo mikið, ekki undir neinum kringumstæðum minnast á að það hafi verið í tengslum við greiðslujöfnun íranskra banka!!!!!!!!!!!!!“ Commerzbank er langt því frá eini bankinn sem talinn er hafa brotið gegn bandarískum efnahagsþvingunum. Í fyrra samþykkti franski bankinn BNP Paribas að greiða 8,9 milljarða dollara, um 1200 milljarða íslenskra króna sekt. Þá hefur Standard Chartered verið kærður tvívegis á þrem árum fyrir samskonar brot. Bankarnir HSBC, ING og Credit Suisse hafa einnig gerst brotlegir við reglurnar.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira