„Bíllinn er frábær, alveg fáránlega góður. Lewis var góður alla helgina hann ók eins og heimsmeistari. Ég mun veita honum harða keppni allt tímabilið. Maður þarf að halda einbeitingu altt tímabilið og má ekkert misstíga sig,“ sagði Nico Rosberg á verðlaunapallinum.
„Það er mikill heiður að aka fyrir Ferrari. Tímabilið byrjar vel hjá okkur. Við áttum góðan vetur en það er mikil vinna framundan til að ná og taka fram úr Mercedes,“ sagði Sebastian Vettel á verðlaunapallinum.
„Það er gaman að sjá heimavinnuna skila sér. Helgin var hikstalaus hjá báðum ökumönnum,“ sagði Toto Wolff, keppnisstjóri Mercedes liðsins.