Fótbolti

Baldur Sigurðsson á leið í aðgerð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Baldur í leik með KR.
Baldur í leik með KR. vísir/daníel
Baldur Sigurðsson, leikmaður SönderjyskE, er á leið í aðgerð á hné. Þessu greinir hann frá á fésbókarsíðu sinni nú síðdegis.

Baldur segist hafa verið að glíma við meiðsli í hné undanfarnar vikur og í ljós kom að hann væri með rifinn liðþófa. Aðgerðin sem Baldur fer í er ekki mjög stór svo hann verður komin til baka á völlinn innan fárra vikna.

Mývetningurinn gekk í raðir SönderjyskE í nóvember og hefur hann staðið sig með prýði í þeim leikjum sem hann hefur spilað. Hann hefur spilað í flestum sínum leikjum sem hægri bakvörður.

SönderjyskE er í áttunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, en liðið er með 26 stig eftir 21 leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×