Fótbolti

Hólmbert í sigurliði gegn Hallgrími og Ara

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hólmbert í landsleik.
Hólmbert í landsleik. vísir/daníel
Þrír Íslendingar voru í eldlínunni þegar Bröndby lagði OB að velli í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Allir spiluðu þeir allar 90 mínúturnar.

Hólmbert Aron Friðjónsson byrjaði sem fremsti maður hjá Bröndby og spilaði þar allan leikinn. Hólmbert átti í höggi við Hallgrím Jónasson sem spilaði í vörninni hjá OB, en Ari Freyr Skúlason var á miðjunni.

Johan Larsson kom Bröndby yfir eftir sautján mínútna leik og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Teemu Pukki bætti við öðru marki Bröndby átta mínútum fyrir leikslok. Eftir sigurinn er Bröndby í fimmta sæti með 31 stig, en AaB sem er í fjórða sæti og Íslendingarlið Nordsjælland sem er í sjötta sæti eru einnig með 31 stig.

OB er í níunda sæti af tólf liðum, en OB er með 25 stig. Enn eru þó tíu stig í fallsætið, en þar sitja Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í FC Vestsjælland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×