Erlent

Uppbygging síðustu ára á Vanúatú að engu orðin

Atli Ísleifsson skrifar
Yfirvöld hafa staðfest að átta manns hafi látist í óveðri helgarinnar og er búist er við að sú tala muni hækka þegar fram í sækir.
Yfirvöld hafa staðfest að átta manns hafi látist í óveðri helgarinnar og er búist er við að sú tala muni hækka þegar fram í sækir. Vísir/AP
Forseti Kyrrahafsríkisins Vanúatú segir neyðarástand ríkja á eyjunum í kjölfar fellibylsins Pam sem herjaði á landið um helgina. Hann biðlar til alþjóðasamfélagsins um aðstoð.

Forsetinn Baldwin Lonsdale sagði Pam hafa eyðilagt alla þá uppbyggingu sem hafi orðið á eyjunum síðustu ár og að byggja þyrfti upp allt að nýju.

Vanúatú er eitt fátækasta ríki heims. Hjálpargögn eru byrjuð að berast til eyjanna þó að enn eigi eftir að ná sambandi við mörg af afskekktustu svæði eyjanna.

Yfirvöld hafa staðfest að átta manns hafi látist í óveðri helgarinnar og er búist er við að sú tala muni hækka þegar fram í sækir.

Fréttaritari BBC greinir frá því að skemmdir hafi orðið á svo til hverju húsi í höfuðborginni Port Vila og að horfur fjölda íbúa séu mjög slæmar. Nauðsynlegt sé að koma hreinu vatni til íbúa eyjanna sem allra fyrst.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×