Sport

Nær KA að stöðva sigurgöngu HK? | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
HK og KA leiða saman hesta sína í karlaflokki í bikarúrslitaleiknum í blaki klukkan 13:30 í dag.

HK-ingar unnu Stjörnuna, 3-0, í undanúrslitum og geta í dag orðið bikarmeistarar þriðja árið í röð. Takist þeim það fá þeir bikarinn til eignar.

HK er handhafi allra þriggja titlanna frá árinu 2014 en Elsa Sæný Valgeirsdóttir hefur gert frábæra hluti síðan hún tók við liðinu fyrir þremur árum.

KA-menn unnu einnig öruggan sigur í undanúrslitum, gegn Þrótti Neskaupsstað, 3-0. Akureyringar hafa fimm sinnum orðið bikarmeistarar, síðast árið 2012, en KA vann bikarmeistaratitilinn þrjú ár í röð á árunum 2010-2012.

„Þetta var bara ljómandi fínt og alveg eins og við lögðum upp með," sagði Hilmar Sigurjónsson, leikmaður KA, í samtali við SportTV eftir leikinn.

Viðtalið í heild sinni sem og svipmyndir frá undanúrslitaleik KA og Þróttar má sjá í spilaranum hér að ofan.

Myndbandið er frá SportTV.


Tengdar fréttir

Öruggir sigrar hjá HK og KA

Það verða HK og KA sem mætast í úrslitaleik í karlaflokki í bikarkeppni Blaksambands Íslands á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×