HK keppir til úrslita í bæði karla- og kvennaflokki í bikarkeppninni í blaki í dag.
Karlaliðið mætir KA í úrslitum en kvennalið HK berst við Afturelding um bikarameistaratitilinn sem HK hefur unnið síðustu tvö ár. HK hefur alls fimm sinnum orðið bikarmeistari í kvennaflokki.
Sigurhefðin er öllu minni hjá Aftureldingu en Mosfellingar hafa aðeins einu sinni orðið bikarmeistarar. Það var árið 2012, áður en sigurganga HK hófst.
Afturelding vann öruggan 3-0 sigur á Þrótti Neskaupsstað í undanúrslitunum á meðan HK sló Stjörnuna úr leik, 3-1. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 15:15 í dag.
Svipmyndir úr leik Aftureldingar og Þróttar sem og viðtal við Velinu Apostolovu, leikmann Mosfellinga, má sjá í spilaranum hér að ofan.
Myndbandið er frá SportTV.
Hvað gera Mosfellingar gegn bikarmeisturunum? | Myndband
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið




Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn


Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn


„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna
Íslenski boltinn