Sport

KA bikarmeistari karla í blaki 2015

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Valli
KA varð í dag bikarmeistari karla í blaki árið 2015 með 3-1 sigri á HK í dag. HK hafði unnið bikarinn síðustu tvö ár.

HK byrjaði afleitlega og KA komust meðal annars í 5-1. Ríkjandi bikarmeistarar rönkuðu þá við sér og komust meðal annars í 13-10. Akureyringar reyndust þó sterkari og unnu fyrstu hrinuna, 26-24.

Þeir unnu einnig hrinu númer tvö, 25-23. HK leiddi þó einnig um miðja hrinuna, en aftur reyndust Norðanmenn sterkari á lokasprettinum. Þeir unnu aðra hrinuna eins og fyrr segir.

Bikarmeistararnir vöknuðu til lífsins í þriðju hrin uog unnu hana með fjórum stigum, 25-21. Góður endasprettur lagði grunninn að sigrinum.

KA tryggði sér svo bikarmeistaratitilinn árið 2015 með góðri hrinu. Þeir unnu hana 25-21, en Ævarr Freyr Birgissonar tryggði KA sigurinn.

Þetta er í fimmta sinn sem KA vinnur bikarinn, en HK hafði unnið titilinn síðustu tvö ár. Þeir hefðu getað unnið bikarinn sér til eignar, en Norðanmenn sigruðu eins og fyrr segir; 3-1.

Myndir frá leiknum koma inná vefinn síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×