Sport

Afturelding ríkjandi Íslands- og bikarmeistari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Skjáskot úr undanúrslitaleiknum hjá Aftureldingu.
Skjáskot úr undanúrslitaleiknum hjá Aftureldingu. Vísir/Skjáskot
Afturelding átti ekki í neinum vandræðum með að landa bikarmeistaratitlinum í kvennaflokki árið 2015. Þær unnu 3-0 sigur á HK í úrslitaleiknum í Laugardalshöll í dag.

HK var ríkjandi bikarmeistari, en þær töpuðu fyrstu hrinunni 25-15. Allt gekk á afturfótunum hjá HK og Afturelding gekk á lagið.

Önnur hrinan endaði með nákvæmlega sömu tölum og aftur vann Afturelding, en þær áttu virkilega góða byrjun sem þær fylgdu eftir. 2-0 fyrir Aftureldingu eftir tvær hrinur.

Afturelding tryggði sér svo sigur í þriðju hrinunni með átta stiga sigri, 25-17. Þær fögnuðu gífurlega vel í leikslok, en ríkjandi bikarmeistarar í HK sátu eftir með sárt ennið.

Mosfellingar eru því ríkjandi bikarmeistarar og Íslandsmeistarar, en þær hafa ekki tapað leik í deildarkeppninni í vetur.

Kópavogsbúar fara ekki sáttir heim í dag, en HK tapaði úrslitunum bæði í karla- og kvennaflokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×