Mikilvægur sigur Grindavíkur í kaflaskiptum leik Anton Ingi Leifsson skrifar 8. mars 2015 20:47 Grindavík vann afar mikilvægan sigur á Fjölni í kvöld í kaflaskiptum leik. Vísir/Daníel Grindavík vann mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni karla í körfubolta. Fjölnismenn lágu í valnum í Grindavík í kvöld, en lokatölur urðu 89-75 sigur Grindavíkur. Heimamenn í Grindavík byrjuðu betur og unnu fyrsta leikhluta örugglega 24-11. Einhverjir héldu þá að um göngutúr í garðinum væri að ræða fyrir Grindavík, en gestirnir úr Grafarvogi mættu sterkir inn í annan leikhlutann. Gestirnir unnu hann með fjórtán stigum og leiddu í hálfleik með eins stigs mun, 40-39. Grindavík náði aftur undirtökunum í þriðja leikhlutanum og leiddu með þremur stigum fyrir lokaleikhlutann; 65-62. Í fjórða leikhlutanum reyndust heimamenn í Grindavík sterkari, en þeir unnu að lokum fjórtán stiga sigur; 89-75. Rodney Alexander spilaði vel í liði Grindavíkur, en hann skoraði 28 stig, tók ellefu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Þrír aðrir leikmenn auk Rodney skoruðu yfir tíu stig. Hjá Fjölni var Jonathan Mitchell í algjörum sérflokki, en hann skoraði 35 stig, tók tólf fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Davíð Ingi Bustion kom næstur með tólf stig. Grindavík skaust með sigrinum upp fyrir Þór Þorlákshöfn og Keflavík og upp í sjötta sæti deildarinnar, en Keflavík á þó leik til góða á morgun. Fjölnir situr í næst neðsta sæti deildarinnar með tíu stig, jafn mörg og ÍR sem er í sætinu fyrir ofan. ÍR á þó leik til góða. Skallagrímur er á botninum með átta.Tölfræði leiks:Grindavík-Fjölnir 89-75 (24-11, 15-29, 26-22, 24-13)Grindavík: Rodney Alexander 30/11 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 16, Ólafur Ólafsson 15/7 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 14/8 fráköst/10 stoðsendingar, Daníel Guðni Guðmundsson 8, Ómar Örn Sævarsson 6/12 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 0, Hilmir Kristjánsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Nökkvi Harðarson 0, Þorleifur Ólafsson 0.Fjölnir: Jonathan Mitchell 35/12 fráköst, Davíð Ingi Bustion 12/9 fráköst, Róbert Sigurðsson 7/4 fráköst/10 stoðsendingar, Sindri Már Kárason 6/7 fráköst, Danero Thomas 5, Emil Þór Jóhannsson 4, Valur Sigurðsson 4, Garðar Sveinbjörnsson 2, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 0, Bergþór Ægir Ríkharðsson 0, Árni Elmar Hrafnsson 0, Alexander Þór Hafþórsson 0. Dominos-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Sjá meira
Grindavík vann mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni karla í körfubolta. Fjölnismenn lágu í valnum í Grindavík í kvöld, en lokatölur urðu 89-75 sigur Grindavíkur. Heimamenn í Grindavík byrjuðu betur og unnu fyrsta leikhluta örugglega 24-11. Einhverjir héldu þá að um göngutúr í garðinum væri að ræða fyrir Grindavík, en gestirnir úr Grafarvogi mættu sterkir inn í annan leikhlutann. Gestirnir unnu hann með fjórtán stigum og leiddu í hálfleik með eins stigs mun, 40-39. Grindavík náði aftur undirtökunum í þriðja leikhlutanum og leiddu með þremur stigum fyrir lokaleikhlutann; 65-62. Í fjórða leikhlutanum reyndust heimamenn í Grindavík sterkari, en þeir unnu að lokum fjórtán stiga sigur; 89-75. Rodney Alexander spilaði vel í liði Grindavíkur, en hann skoraði 28 stig, tók ellefu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Þrír aðrir leikmenn auk Rodney skoruðu yfir tíu stig. Hjá Fjölni var Jonathan Mitchell í algjörum sérflokki, en hann skoraði 35 stig, tók tólf fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Davíð Ingi Bustion kom næstur með tólf stig. Grindavík skaust með sigrinum upp fyrir Þór Þorlákshöfn og Keflavík og upp í sjötta sæti deildarinnar, en Keflavík á þó leik til góða á morgun. Fjölnir situr í næst neðsta sæti deildarinnar með tíu stig, jafn mörg og ÍR sem er í sætinu fyrir ofan. ÍR á þó leik til góða. Skallagrímur er á botninum með átta.Tölfræði leiks:Grindavík-Fjölnir 89-75 (24-11, 15-29, 26-22, 24-13)Grindavík: Rodney Alexander 30/11 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 16, Ólafur Ólafsson 15/7 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 14/8 fráköst/10 stoðsendingar, Daníel Guðni Guðmundsson 8, Ómar Örn Sævarsson 6/12 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 0, Hilmir Kristjánsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Nökkvi Harðarson 0, Þorleifur Ólafsson 0.Fjölnir: Jonathan Mitchell 35/12 fráköst, Davíð Ingi Bustion 12/9 fráköst, Róbert Sigurðsson 7/4 fráköst/10 stoðsendingar, Sindri Már Kárason 6/7 fráköst, Danero Thomas 5, Emil Þór Jóhannsson 4, Valur Sigurðsson 4, Garðar Sveinbjörnsson 2, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 0, Bergþór Ægir Ríkharðsson 0, Árni Elmar Hrafnsson 0, Alexander Þór Hafþórsson 0.
Dominos-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Sjá meira