Dansarar í siguratriði Maríu verða eftir heima Bjarki Ármannsson skrifar 8. mars 2015 21:22 Dansararnir í atriði Maríu fara ekki með til Vínar. Vísir/Andri Marinó Dönsurum verður sleppt við lagið Unbroken með Maríu Ólafsdóttur, framlag Íslands til Eurovision-keppninnar í ár, og bakröddum fjölgað í staðinn. Lagahöfundar segjast hafa ráðfært sig við fagfólk sem hefur reynslu af því að keppa í Eurovison og breytingarnar séu til þess fallnar að styðja við sönginn. DV greindi fyrr í dag frá ákvörðun Stop Wait Go-lagahópsins um að sleppa dönsurum. Ákvörðunin var tilkynnt dönsurunum tveimur, þeim Ellen Margréti Bæhrenz og Þóreyju Birgisdóttur, á fundi í vikunni. „Þetta kemur sér virkilega illa fyrir okkur því við höfum þurft að hafna verkefnum og höfum bara verið að einbeita okkur að atriðinu og dansinum fyrir aðalkeppnina í Vín,“ segir Þórey í samtali við miðilinn. Þá segir hún fjölskyldur þeirra beggja þegar hafa keypt flugmiða út til Austurríkis.Sjá einnig: Verzló góður undirbúningur Í viðtali við RÚV í kvöld segir svo Pálmi Ragnar Ásgeirsson, meðlimur Stop Wait Go, að hópurinn sé allur af vilja gerður til að koma til móts við fjölskyldurnar. Aðeins sex megi vera á sviðinu í keppninni en ekki liggi fyrir að svo stöddu hvort tveimur eða þremur söngvurum verði bætt við atriðið til viðbótar við þá þrjá sem fyrir eru. Þegar hefur verið greint frá því að einn þessara söngvara verður Friðrik Dór Jónsson, sem keppti við Maríu í úrslitum forkeppninnar. „Það er virkilega erfitt að láta söng hljóma vel í beinni útsendingu í sjónvarpi - það er sama hvort það sé frá Super Bowl eða Söngvakeppninni - og við viljum gera allt til að styrkja sönginn,“ segir Pálmi við RÚV. Eurovision Tengdar fréttir María Ólafsdóttir fer í Eurovision Hafði betur gegn Friðriki Dór í einvíginu 14. febrúar 2015 22:09 María Eurovisionfari: „Þetta kom virkilega á óvart" Það var rafmögnuð spenna í Háskólabíói í gærkvöldi þegar tilkynnt var um hvert yrði framlag Íslendinga í Eurovision keppninni en hún fer fram í Austurríki í ár. 15. febrúar 2015 20:00 Friðrik Dór er klár í slaginn með Maríu "Þetta var bara lauslega rætt á laugardagskvöldið og ég er alveg opinn fyrir því að fara til Vínar, er það ekki bara frábær borg?,“ segir Friðrik Dór, sem stendur til boða að syngja bakraddir með Maríu Ólafs í lokakeppni Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. 17. febrúar 2015 10:15 Verzló góður undirbúningur María Ólafsdóttir sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í gær en hún, Friðrik Dór og meðlimir StopWaitGo eru öll fyrrverandi nemendur Verzlunarskóla Íslands. 16. febrúar 2015 11:00 María fagnar því að Frikki Dór syngi með Söngkonan María Ólafsdóttir segir Friðrik Dór Jónsson ekki hafa troðið sér með til Austurríkis. 18. febrúar 2015 09:00 FM95BLÖ: „Mér fannst þú syngja vel, en það var greinilega ekki nóg“ María Ólafsdóttir var látin hringja í Friðrik Dór og gorta sig af Eurovision-sigri. 20. febrúar 2015 21:23 Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Sjá meira
Dönsurum verður sleppt við lagið Unbroken með Maríu Ólafsdóttur, framlag Íslands til Eurovision-keppninnar í ár, og bakröddum fjölgað í staðinn. Lagahöfundar segjast hafa ráðfært sig við fagfólk sem hefur reynslu af því að keppa í Eurovison og breytingarnar séu til þess fallnar að styðja við sönginn. DV greindi fyrr í dag frá ákvörðun Stop Wait Go-lagahópsins um að sleppa dönsurum. Ákvörðunin var tilkynnt dönsurunum tveimur, þeim Ellen Margréti Bæhrenz og Þóreyju Birgisdóttur, á fundi í vikunni. „Þetta kemur sér virkilega illa fyrir okkur því við höfum þurft að hafna verkefnum og höfum bara verið að einbeita okkur að atriðinu og dansinum fyrir aðalkeppnina í Vín,“ segir Þórey í samtali við miðilinn. Þá segir hún fjölskyldur þeirra beggja þegar hafa keypt flugmiða út til Austurríkis.Sjá einnig: Verzló góður undirbúningur Í viðtali við RÚV í kvöld segir svo Pálmi Ragnar Ásgeirsson, meðlimur Stop Wait Go, að hópurinn sé allur af vilja gerður til að koma til móts við fjölskyldurnar. Aðeins sex megi vera á sviðinu í keppninni en ekki liggi fyrir að svo stöddu hvort tveimur eða þremur söngvurum verði bætt við atriðið til viðbótar við þá þrjá sem fyrir eru. Þegar hefur verið greint frá því að einn þessara söngvara verður Friðrik Dór Jónsson, sem keppti við Maríu í úrslitum forkeppninnar. „Það er virkilega erfitt að láta söng hljóma vel í beinni útsendingu í sjónvarpi - það er sama hvort það sé frá Super Bowl eða Söngvakeppninni - og við viljum gera allt til að styrkja sönginn,“ segir Pálmi við RÚV.
Eurovision Tengdar fréttir María Ólafsdóttir fer í Eurovision Hafði betur gegn Friðriki Dór í einvíginu 14. febrúar 2015 22:09 María Eurovisionfari: „Þetta kom virkilega á óvart" Það var rafmögnuð spenna í Háskólabíói í gærkvöldi þegar tilkynnt var um hvert yrði framlag Íslendinga í Eurovision keppninni en hún fer fram í Austurríki í ár. 15. febrúar 2015 20:00 Friðrik Dór er klár í slaginn með Maríu "Þetta var bara lauslega rætt á laugardagskvöldið og ég er alveg opinn fyrir því að fara til Vínar, er það ekki bara frábær borg?,“ segir Friðrik Dór, sem stendur til boða að syngja bakraddir með Maríu Ólafs í lokakeppni Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. 17. febrúar 2015 10:15 Verzló góður undirbúningur María Ólafsdóttir sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í gær en hún, Friðrik Dór og meðlimir StopWaitGo eru öll fyrrverandi nemendur Verzlunarskóla Íslands. 16. febrúar 2015 11:00 María fagnar því að Frikki Dór syngi með Söngkonan María Ólafsdóttir segir Friðrik Dór Jónsson ekki hafa troðið sér með til Austurríkis. 18. febrúar 2015 09:00 FM95BLÖ: „Mér fannst þú syngja vel, en það var greinilega ekki nóg“ María Ólafsdóttir var látin hringja í Friðrik Dór og gorta sig af Eurovision-sigri. 20. febrúar 2015 21:23 Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Sjá meira
María Eurovisionfari: „Þetta kom virkilega á óvart" Það var rafmögnuð spenna í Háskólabíói í gærkvöldi þegar tilkynnt var um hvert yrði framlag Íslendinga í Eurovision keppninni en hún fer fram í Austurríki í ár. 15. febrúar 2015 20:00
Friðrik Dór er klár í slaginn með Maríu "Þetta var bara lauslega rætt á laugardagskvöldið og ég er alveg opinn fyrir því að fara til Vínar, er það ekki bara frábær borg?,“ segir Friðrik Dór, sem stendur til boða að syngja bakraddir með Maríu Ólafs í lokakeppni Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. 17. febrúar 2015 10:15
Verzló góður undirbúningur María Ólafsdóttir sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í gær en hún, Friðrik Dór og meðlimir StopWaitGo eru öll fyrrverandi nemendur Verzlunarskóla Íslands. 16. febrúar 2015 11:00
María fagnar því að Frikki Dór syngi með Söngkonan María Ólafsdóttir segir Friðrik Dór Jónsson ekki hafa troðið sér með til Austurríkis. 18. febrúar 2015 09:00
FM95BLÖ: „Mér fannst þú syngja vel, en það var greinilega ekki nóg“ María Ólafsdóttir var látin hringja í Friðrik Dór og gorta sig af Eurovision-sigri. 20. febrúar 2015 21:23