Svavar Atli tryggði Tindastól sigur og annað sætið í deildinni Anton Ingi Leifsson skrifar 8. mars 2015 21:58 Darrel Lewis átti flottan leik í liði Tindastóls í kvöld. Skoraði 15 stig, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. vísir/ernir Svavar Atli Birgisson reyndist hetja Tindastóls í æsispennandi toppbaráttuleik gegn Haukum í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 89-86, en með sigrinum tryggði Stólunum annað sætið í deildinni. Haukarnir eru í baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppninni þegar ein umferð er eftir. Leikurinn byrjaði mjög jafn og staðan eftir fyrsta leikhluta var hníjöfn 15-15. Heimamenn tóku við sér í öðrum leikhluta og voru níu stigum yfir þegar hálfleikurinn gekk í garð; 42-33. Leikurinn snerist svo við í þriðja leikhlutanum þar sem gestirnir úr Hafnarfirði minnkuðu hægt og rólega muninn. Staðan þegar þriðja leikhluta var lokið; 64-61 og ljóst að lokaleikhlutinn myndi vera æsispennandi. Tindastóll náði í lokaleikhlutanum meðal annars sjö stiga forystu og virtust ætla sigla þessu þægilega heim. Haukarnir voru ekki hættir og þegar 21 sekúnda var eftir af leiknum var staðan jöfn 86-86. Stólarnir tóku leikhlé, stilltu upp fyrir Svavar Atla Birgisson sem negldi niður þrist þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiktímanum. Haukarnir reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin, en náðu ekki að koma skoti á körfuna og lokatölur 89-86 sigur Tindastóls. Hjá heimamönnum var það liðsheildin sem skilaði sigrinum. Margir leikmenn lögðu lóð sín á vogaskálarnar, en Darrel Lewis var atkvæðamestur með fimmtán stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Helgi Freyr Margeirsson kom næstur með fjórtán stig. Kári Jónsson var frábær í liði Haukana og skoraði 23 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Alex Francis skilaði líka sínu en hann skoraði 21 stig, tók fjórtán fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Tindastóll er búið að tryggja sér annað sætið í deildarkeppninni, en Haukarnir eru í harðri baráttu um að ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Þeir eru sem stendur í þriðja sæti með 24 stig - en Njarðvík sem er sæti neðar með jafn mörg stig og Stjarnan sem er tveimur sætum neðar með tveimur færri stig eiga bæði leik til góða.Tölfræði leiks:Tindastóll-Haukar 89-86 (15-15, 27-18, 22-28, 25-25)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 15/9 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 14, Helgi Rafn Viggósson 13, Myron Dempsey 13/6 fráköst, Svavar Atli Birgisson 12/4 fráköst, Darrell Flake 9/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 6, Ingvi Rafn Ingvarsson 5/4 fráköst, Sigurður Páll Stefánsson 2, Finnbogi Bjarnason 0, Hannes Ingi Másson 0, Viðar Ágústsson 0.Haukar: Kári Jónsson 23/6 fráköst/5 stoðsendingar, Alex Francis 21/14 fráköst, Haukur Óskarsson 17, Emil Barja 13/9 fráköst/7 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 11/12 fráköst, Kristinn Jónasson 1, Sigurður Þór Einarsson 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Ívar Barja 0, Hjálmar Stefánsson 0, Helgi Björn Einarsson 0, Alex Óli Ívarsson 0. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 120-78 | Þórsarar niðurlægðir í Vesturbænum Deildarmeistarar KR rústuðu Þór Þorlákshöfn, 120-78, í DHL-höllinni í kvöld og sáu gestirnir aldrei til sólar. 8. mars 2015 00:01 Mikilvægur sigur Grindavíkur í kaflaskiptum leik Grindavík vann mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni karla í körfubolta. Fjölnismenn lágu í valnum í Grindavík í kvöld, en lokatölur urðu 89-75 sigur Grindavíkur. 8. mars 2015 20:47 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira
Svavar Atli Birgisson reyndist hetja Tindastóls í æsispennandi toppbaráttuleik gegn Haukum í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 89-86, en með sigrinum tryggði Stólunum annað sætið í deildinni. Haukarnir eru í baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppninni þegar ein umferð er eftir. Leikurinn byrjaði mjög jafn og staðan eftir fyrsta leikhluta var hníjöfn 15-15. Heimamenn tóku við sér í öðrum leikhluta og voru níu stigum yfir þegar hálfleikurinn gekk í garð; 42-33. Leikurinn snerist svo við í þriðja leikhlutanum þar sem gestirnir úr Hafnarfirði minnkuðu hægt og rólega muninn. Staðan þegar þriðja leikhluta var lokið; 64-61 og ljóst að lokaleikhlutinn myndi vera æsispennandi. Tindastóll náði í lokaleikhlutanum meðal annars sjö stiga forystu og virtust ætla sigla þessu þægilega heim. Haukarnir voru ekki hættir og þegar 21 sekúnda var eftir af leiknum var staðan jöfn 86-86. Stólarnir tóku leikhlé, stilltu upp fyrir Svavar Atla Birgisson sem negldi niður þrist þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiktímanum. Haukarnir reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin, en náðu ekki að koma skoti á körfuna og lokatölur 89-86 sigur Tindastóls. Hjá heimamönnum var það liðsheildin sem skilaði sigrinum. Margir leikmenn lögðu lóð sín á vogaskálarnar, en Darrel Lewis var atkvæðamestur með fimmtán stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Helgi Freyr Margeirsson kom næstur með fjórtán stig. Kári Jónsson var frábær í liði Haukana og skoraði 23 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Alex Francis skilaði líka sínu en hann skoraði 21 stig, tók fjórtán fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Tindastóll er búið að tryggja sér annað sætið í deildarkeppninni, en Haukarnir eru í harðri baráttu um að ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Þeir eru sem stendur í þriðja sæti með 24 stig - en Njarðvík sem er sæti neðar með jafn mörg stig og Stjarnan sem er tveimur sætum neðar með tveimur færri stig eiga bæði leik til góða.Tölfræði leiks:Tindastóll-Haukar 89-86 (15-15, 27-18, 22-28, 25-25)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 15/9 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 14, Helgi Rafn Viggósson 13, Myron Dempsey 13/6 fráköst, Svavar Atli Birgisson 12/4 fráköst, Darrell Flake 9/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 6, Ingvi Rafn Ingvarsson 5/4 fráköst, Sigurður Páll Stefánsson 2, Finnbogi Bjarnason 0, Hannes Ingi Másson 0, Viðar Ágústsson 0.Haukar: Kári Jónsson 23/6 fráköst/5 stoðsendingar, Alex Francis 21/14 fráköst, Haukur Óskarsson 17, Emil Barja 13/9 fráköst/7 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 11/12 fráköst, Kristinn Jónasson 1, Sigurður Þór Einarsson 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Ívar Barja 0, Hjálmar Stefánsson 0, Helgi Björn Einarsson 0, Alex Óli Ívarsson 0.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 120-78 | Þórsarar niðurlægðir í Vesturbænum Deildarmeistarar KR rústuðu Þór Þorlákshöfn, 120-78, í DHL-höllinni í kvöld og sáu gestirnir aldrei til sólar. 8. mars 2015 00:01 Mikilvægur sigur Grindavíkur í kaflaskiptum leik Grindavík vann mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni karla í körfubolta. Fjölnismenn lágu í valnum í Grindavík í kvöld, en lokatölur urðu 89-75 sigur Grindavíkur. 8. mars 2015 20:47 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 120-78 | Þórsarar niðurlægðir í Vesturbænum Deildarmeistarar KR rústuðu Þór Þorlákshöfn, 120-78, í DHL-höllinni í kvöld og sáu gestirnir aldrei til sólar. 8. mars 2015 00:01
Mikilvægur sigur Grindavíkur í kaflaskiptum leik Grindavík vann mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni karla í körfubolta. Fjölnismenn lágu í valnum í Grindavík í kvöld, en lokatölur urðu 89-75 sigur Grindavíkur. 8. mars 2015 20:47