Svavar Atli tryggði Tindastól sigur og annað sætið í deildinni Anton Ingi Leifsson skrifar 8. mars 2015 21:58 Darrel Lewis átti flottan leik í liði Tindastóls í kvöld. Skoraði 15 stig, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. vísir/ernir Svavar Atli Birgisson reyndist hetja Tindastóls í æsispennandi toppbaráttuleik gegn Haukum í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 89-86, en með sigrinum tryggði Stólunum annað sætið í deildinni. Haukarnir eru í baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppninni þegar ein umferð er eftir. Leikurinn byrjaði mjög jafn og staðan eftir fyrsta leikhluta var hníjöfn 15-15. Heimamenn tóku við sér í öðrum leikhluta og voru níu stigum yfir þegar hálfleikurinn gekk í garð; 42-33. Leikurinn snerist svo við í þriðja leikhlutanum þar sem gestirnir úr Hafnarfirði minnkuðu hægt og rólega muninn. Staðan þegar þriðja leikhluta var lokið; 64-61 og ljóst að lokaleikhlutinn myndi vera æsispennandi. Tindastóll náði í lokaleikhlutanum meðal annars sjö stiga forystu og virtust ætla sigla þessu þægilega heim. Haukarnir voru ekki hættir og þegar 21 sekúnda var eftir af leiknum var staðan jöfn 86-86. Stólarnir tóku leikhlé, stilltu upp fyrir Svavar Atla Birgisson sem negldi niður þrist þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiktímanum. Haukarnir reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin, en náðu ekki að koma skoti á körfuna og lokatölur 89-86 sigur Tindastóls. Hjá heimamönnum var það liðsheildin sem skilaði sigrinum. Margir leikmenn lögðu lóð sín á vogaskálarnar, en Darrel Lewis var atkvæðamestur með fimmtán stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Helgi Freyr Margeirsson kom næstur með fjórtán stig. Kári Jónsson var frábær í liði Haukana og skoraði 23 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Alex Francis skilaði líka sínu en hann skoraði 21 stig, tók fjórtán fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Tindastóll er búið að tryggja sér annað sætið í deildarkeppninni, en Haukarnir eru í harðri baráttu um að ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Þeir eru sem stendur í þriðja sæti með 24 stig - en Njarðvík sem er sæti neðar með jafn mörg stig og Stjarnan sem er tveimur sætum neðar með tveimur færri stig eiga bæði leik til góða.Tölfræði leiks:Tindastóll-Haukar 89-86 (15-15, 27-18, 22-28, 25-25)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 15/9 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 14, Helgi Rafn Viggósson 13, Myron Dempsey 13/6 fráköst, Svavar Atli Birgisson 12/4 fráköst, Darrell Flake 9/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 6, Ingvi Rafn Ingvarsson 5/4 fráköst, Sigurður Páll Stefánsson 2, Finnbogi Bjarnason 0, Hannes Ingi Másson 0, Viðar Ágústsson 0.Haukar: Kári Jónsson 23/6 fráköst/5 stoðsendingar, Alex Francis 21/14 fráköst, Haukur Óskarsson 17, Emil Barja 13/9 fráköst/7 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 11/12 fráköst, Kristinn Jónasson 1, Sigurður Þór Einarsson 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Ívar Barja 0, Hjálmar Stefánsson 0, Helgi Björn Einarsson 0, Alex Óli Ívarsson 0. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 120-78 | Þórsarar niðurlægðir í Vesturbænum Deildarmeistarar KR rústuðu Þór Þorlákshöfn, 120-78, í DHL-höllinni í kvöld og sáu gestirnir aldrei til sólar. 8. mars 2015 00:01 Mikilvægur sigur Grindavíkur í kaflaskiptum leik Grindavík vann mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni karla í körfubolta. Fjölnismenn lágu í valnum í Grindavík í kvöld, en lokatölur urðu 89-75 sigur Grindavíkur. 8. mars 2015 20:47 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Svavar Atli Birgisson reyndist hetja Tindastóls í æsispennandi toppbaráttuleik gegn Haukum í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 89-86, en með sigrinum tryggði Stólunum annað sætið í deildinni. Haukarnir eru í baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppninni þegar ein umferð er eftir. Leikurinn byrjaði mjög jafn og staðan eftir fyrsta leikhluta var hníjöfn 15-15. Heimamenn tóku við sér í öðrum leikhluta og voru níu stigum yfir þegar hálfleikurinn gekk í garð; 42-33. Leikurinn snerist svo við í þriðja leikhlutanum þar sem gestirnir úr Hafnarfirði minnkuðu hægt og rólega muninn. Staðan þegar þriðja leikhluta var lokið; 64-61 og ljóst að lokaleikhlutinn myndi vera æsispennandi. Tindastóll náði í lokaleikhlutanum meðal annars sjö stiga forystu og virtust ætla sigla þessu þægilega heim. Haukarnir voru ekki hættir og þegar 21 sekúnda var eftir af leiknum var staðan jöfn 86-86. Stólarnir tóku leikhlé, stilltu upp fyrir Svavar Atla Birgisson sem negldi niður þrist þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiktímanum. Haukarnir reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin, en náðu ekki að koma skoti á körfuna og lokatölur 89-86 sigur Tindastóls. Hjá heimamönnum var það liðsheildin sem skilaði sigrinum. Margir leikmenn lögðu lóð sín á vogaskálarnar, en Darrel Lewis var atkvæðamestur með fimmtán stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Helgi Freyr Margeirsson kom næstur með fjórtán stig. Kári Jónsson var frábær í liði Haukana og skoraði 23 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Alex Francis skilaði líka sínu en hann skoraði 21 stig, tók fjórtán fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Tindastóll er búið að tryggja sér annað sætið í deildarkeppninni, en Haukarnir eru í harðri baráttu um að ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Þeir eru sem stendur í þriðja sæti með 24 stig - en Njarðvík sem er sæti neðar með jafn mörg stig og Stjarnan sem er tveimur sætum neðar með tveimur færri stig eiga bæði leik til góða.Tölfræði leiks:Tindastóll-Haukar 89-86 (15-15, 27-18, 22-28, 25-25)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 15/9 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 14, Helgi Rafn Viggósson 13, Myron Dempsey 13/6 fráköst, Svavar Atli Birgisson 12/4 fráköst, Darrell Flake 9/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 6, Ingvi Rafn Ingvarsson 5/4 fráköst, Sigurður Páll Stefánsson 2, Finnbogi Bjarnason 0, Hannes Ingi Másson 0, Viðar Ágústsson 0.Haukar: Kári Jónsson 23/6 fráköst/5 stoðsendingar, Alex Francis 21/14 fráköst, Haukur Óskarsson 17, Emil Barja 13/9 fráköst/7 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 11/12 fráköst, Kristinn Jónasson 1, Sigurður Þór Einarsson 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Ívar Barja 0, Hjálmar Stefánsson 0, Helgi Björn Einarsson 0, Alex Óli Ívarsson 0.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 120-78 | Þórsarar niðurlægðir í Vesturbænum Deildarmeistarar KR rústuðu Þór Þorlákshöfn, 120-78, í DHL-höllinni í kvöld og sáu gestirnir aldrei til sólar. 8. mars 2015 00:01 Mikilvægur sigur Grindavíkur í kaflaskiptum leik Grindavík vann mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni karla í körfubolta. Fjölnismenn lágu í valnum í Grindavík í kvöld, en lokatölur urðu 89-75 sigur Grindavíkur. 8. mars 2015 20:47 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 120-78 | Þórsarar niðurlægðir í Vesturbænum Deildarmeistarar KR rústuðu Þór Þorlákshöfn, 120-78, í DHL-höllinni í kvöld og sáu gestirnir aldrei til sólar. 8. mars 2015 00:01
Mikilvægur sigur Grindavíkur í kaflaskiptum leik Grindavík vann mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni karla í körfubolta. Fjölnismenn lágu í valnum í Grindavík í kvöld, en lokatölur urðu 89-75 sigur Grindavíkur. 8. mars 2015 20:47