Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 95-83 | Keflavík í úrslitakeppni Árni Jóhannsson í Sláturhúsinu skrifar 9. mars 2015 18:30 Damon Johnson var góður í kvöld. Vísir/Vilhelm Keflvíkingar tryggðu sæti sitt í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar endanlega í kvöld með sigri á Snæfell. Ásamt því þá sendu þeir Snæfellinga í sumarfrí. Leikar enduðu 95-83 og nú þarf bara að komast að því hvar Keflavík mun raðast í úrslitakeppninni. Keflvíkingar byrjuðu leikinn mun betur og með góðum varnarleik og fínum sóknarleik náðu góðu forskoti strax í byrjun 10-2. Snæfellingar vöknuðu við það og náðu að naga forskotið til baka og en náðu samt ekki að jafna leikinn. Keflvíkingar héldu áfram að þjarma að gestunum á varnarhelming sínum og þegar leikhlutinn var búinn var forskot heimamanna orðið tíu stig, 23-13. Snæfellingar virtust ekki vera eins tilbúnir í leikinn miðað við mikilvægi hans. Liðin skipust á að skora í upphafi annars fjórðungs en Snæfellingar fundu fjölina sína eftir því sem leið á fjórðunginn. Náðu þeir að minnka muninn úr 10 stigum í 2 stig þegar fjórðungurinn var hálfnaður. Keflvíkingar tóku þá aftur við sér og náðu aftur átta stiga forskoti með því að spila svipaðann varnarleik og þeir höfðu gert í byrjun leiks. Snæfellingar náðu að klára leikhlutann á betri nótum og héldu í við Keflvíkinga og var staðan 50-45 fyrir Keflavík. Bæði lið voru frekar köld í upphafi síðari hálfleiks og áttu erfitt með að finna körfuna en Snæfellingar náðu þó að minnka muninn niður í þrjú stig en þar með komst liðið ekki lengra í leiknum. Heimamenn lokuðu vörn sinn og þrýstu gestunum í erfið skot eða tapaða bolta og nýttu sér það í sókninni voru fljótir að breyta muninum úr þremur stigum í 13 stig. Liðin skiptust síðan á að skora og heimamenn héldu gestunum 11 stigum frá sér þegar flautað var til leikhlés milli leikhluta. Sömu sögu má segja um fjórða leikhluta, alltaf var skipst á að skora og ef Snæfellingar reyndu að koma sér nær heimamönnum mátti alltaf finna svar frá Keflvíkingum og bættu heimamenn í ef eitthvað var um miðjan leikhlutann. Keflavík komst mest 16 stigum yfir og voru þeir svo gott sem búnir að klára leikinn þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka. Snæfellingar sýndu þó góða baráttu en pressuvörn þeirr í lok leiks gerði það að verkum að þeir náðu að laga stöðuna en það var bara of lítið og of seint fyrir aðgerðir af þeirra hálfu. Stigahæstir voru þeir Damon Johnson með 23 stig og 10 fráköst fyrir heimamenn en fyrir gestina skoraði Christopher Woods 20 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Með sigrinum tryggði Keflavík sæti sitt í úrslitakeppninni en um leið eru Snæfellingar búnir að ljúka keppni þegar lokaumferðin hefur verið spiluð. Keflvíkingar eiga möguleika á ða hækka sig í töflunni ef úrslitin úr leik þeirra við Hauka í síðustu umferðinni verða hagstæð ásamt öðrum úrslitum.Sigurður Ingimundarson: Klárum leikinn á fimmtudaginn og skoðum síðan framhaldið „Nei nei þetta var aldrei spurning“, sagði þjálfari Keflavíkur með bros á vör þegar hann var spurður hvort það hafi einhvern tímann verið vafi á því að Keflvíkingar kæmust í úrslitakeppnina. Hann hélt áfram: „Þetta er búið að vera mjög skrýtið tímabil en við höfum verið að spila mjög vel undanfarið. Við erum á betri siglingu núna en fyrir nokkrum vikum og er það bara skemmtilegt þannig að getum farið að reikna út hvar við endum en við eigum einn leik eftir og við þurfum að spila hann vel.“ Sigurður var því næst spurður hvar leikurinn hafi unnist í kvöld „Við vorum að fá flott framlag frá öllum sem spiluðu í kvöld, vörnin okkar var góð í seinni hálfleik en hún var hræðilega í öðrum fjórðung og veit ég ekki hvað gerðist þar. Við löguðum það í hálfleik og ég er ánægður með það.“ Að lokum var hann spurður hversu langt hann vildi fara í keppninni: „Við eigum eftir að spila einn leik á fimmtudaginn og svo förum við að skoða þau mál.“Ingi Þór Steinþórsson: Klárum deildina með reisn á fimmtudaginn „Við fengum of mörg stig á okkur í fyrri hálfleik, við náðum að stöðva þá aðeins í þriðja leikhluta en náðum ekki að fylgja því eftir í sókninni“, voru fyrstu orð þjálfara Snæfells eftir leikinn í kvöld. „Christopher Woods fékk ansi slæma útreið hérna í kvöld og fékk lítið fyrir sinn snúð undir körfunni. En við erum í Keflavík og þeir fá að spila fast í Keflavík, þeir lömdu okkur út úr okkar leik í seinni hálfleik. Við höfðum undirbúið okkur andlega undir það fyrir leik en þegar það kom að því þá gáfum við eftir og þeir fengu of mikið af auðveldum körfum úr töpuðum boltum frá okkur. Það er ekki hægt að bjóða upp á það.“ Ingi Þór var því næst spurður út í þá tilfinningu að komast ekki í úrslitakeppnina: „Við eigum einn leik eftir en förum ekki í úrslitakeppnina því miður og við eigum eftir að sakna þess. Ég vona bara að þeir sem ætli að vera með á næsta ári noti gremjuna í brjóstinu og æfa vel í sumar og mæta tvíefldir til leiks á næsta ári. Við ætlum að klára þetta tímabil heima með reisn og vinna Grindavík á fimmtudaginn það er alveg klárt. Við ætluðum að vinna hér í dag og vinna á fimmtudaginn og sjá hverju það myndi skila okkur. Það var ekki víst að það myndi duga okkur.“ „Við erum ekki að tapa því að komast í úrslitakeppni núna, við erum að tapa því á tveim slæmum leikjum á móti ÍR og Þór Þ. Það voru slæmir leikir en höfum verið að spila ljómandi vel á móti toppliðunum eins og KR og Tindastól og vorum klaufar að henda þeim leikjum frá okkur. Það er hægt að tína ýmislegt til en deildin er mjög jöfn, t.d. þá dugði okkur níu sigrar til að komast í úrslitakeppnina en það dugar ekki í ár, því miður.“Leiklýsing: Keflavík - Snæfell4. leikhluti |95-83: Leiknum er lokið. Gestirnir náðu að laga stöðuna örlítið í lokin en það var bara of lítið og of seint. Keflvíkingar eru því á leiðinni í úrslitakeppni en Snæfellingar fara í sumarfrí.4. leikhluti |91-76: Gestirnir eru að ná sér í ferðir á vítalínuna núna og eru að nýta vítin sín. Þeir eru samt ekki hættir í pressuvörninni sinni. Fyrirmyndarbarátta hjá gestunum. 1:18 eftir.4. leikhluti |91-72: Gestirnir ná ekki að tvinna saman nógu mörgum stoppum til að verkefnið eigi að takast fyrir þá Gunnar Einarsson var að negla niður þrist í þessum töluðu orðum og auka muninn í 19 stig. Þetta ætti að vera komið. 1:34 eftir.4. leikhluti |86-70: Gestirnir reyna pressuvörn en heimamenn eru fljótir að finna lausn á henni og skila boltanum í körfuna. 2:36 eftir.4. leikhluti |84-68: Snæfell tekur leikhlé þegar 3:21 eru eftir. Tíminn er að verða ansi knappur fyrir gestina að gera eitthvað í sínum málum. Sumarfríið er farið að birtast við sjóndeildarhringinn.4. leikhluti |82-68: Enn ná heimamenn að stela boltanum og Usher klárar það með flottri troðslu. Heimamenn eru með undirtökin á þessum leik. 3:40 eftir.4. leikhluti |79-68: Fimm stig í röð frá gestunum áður en heimamenn svara og stoppa sprettinn. Heimamenn ná síðan að fiska ruðning á Snæfell. 5:08 eftir.4. leikhluti |77-63: Sveinn Davíðsson var að fá dæmda á sig tæknivillu fyrir að vera með hönd á bolta eftir skoraða körfu Snæfells. Damon Johnson setti niður vítið og í sókninni sem þeir fengu þá rataði þristur heim frá Arnari Jónssyni. 6:30 eftir.4. leikhluti |73-63: Aftur er skipst á körfum. Það er ákafi í báðum liðum og eru þau að selja sig dýrt. Það er samt eins og áður segir hentugra fyrir heimamenn ef skipst er á körfum. 7 mín. eftir.4. leikhluti | 71-57: Heimamenn opnuðu fjórðunginn á þriggja stiga körfu og auka muninn í 14 stig. Koma gestunum síðan í klandur í sóknarleik sínum þannig að þeir nýta ekki sóknina. 8:55 eftir.4. leikhluti |68-57: Seinasti leikhlutinn er hafinn. Nú fer hver að verða síðastur hjá gestunum að gera Eitthvað. Heimamenn ættu að geta haldið áfram sínum leik og verið í góðum málum. 9:59 eftir.3. leikhluti | 68-57: Þriðja leikhluta er lokið og halda heimamenn 11 stiga forskoti. Ef Snæfellingar ná að koma í veg fyrir töpuðu boltana í leik sínum þá ættu þeir að geta komist inn í þetta betur en það er langur vegur frá að þetta sér búið. Heimamenn settu niður flautukörfu og það eykur stemmininguna í hópnum þeirra.3. leikhluti |66-55: Liðin skiptast á körfum þessa stundina. Það hentar heimamönnum vel. Þeir hafa verið duglegri á varnarhelmingnum og það er að skila sér þegar 55 sek. eru eftir.3. leikhluti | 62-51: Snæfellingar ná að koma stigi á töfluna en þeir eru búnir að tapa fimm boltum í þriðja leikhluta. Þeir hafa hinsvegar náð nokkrum sóknarfráköstum og þeir þurfa að halda áfram þeirri baráttu. 2:52 eftir.3. leikhluti | 62-49: Þristur frá heimamönnum og Ingi Þór tekur leikhlé þegar 4:43 eru eftir. Stolinn bolti og þristur er ekki eitthvað sem Hólmarar þurfa þessa stundina.3. leikhluti |59-49: Það virðist vera þannig að heimamenn vilji þetta örlítið meira en Snæfellingar. Það virðist vera meiri ákafi í þeirra leik þó það muni ekki miklu, þeir hafa náð 10 stiga forskoti aftur. 4:55 eftir.3. leikhluti |52-49: Bæði lið eru frekar köld þessa stundina. Snæfellingar örlítið heitari og hafa minnkað muninn í þrjú stig. Bæði lið eru að spila fínan varnarleik. 6:56 eftir.3. leikhluti |52-47: Bæði lið hafa sett niður stig á upphafsmínútum hálfleiksins þannig að enn er sami munur. 8:35 eftir.3. leikhluti |50-45: Seinni hálfleikur er hafinn og það eru heimamenn sem byrja með knöttinn. 9:59 eftir.Fyrri hálfleikur: Komið sælir góðir lesendur og velkomnir loksins í beina textalýsingu frá leik Keflavíkur og Snæfells í Dominos-deild karla í körfuknattleik. Vegna tæknilegra örðuleika þá hef ég ekki getað lýst leiknum en bæting verður úr núna. Heimamenn byrjuðu fyrri hálfleikinn mun betur og voru fljótlega komnir með góða forystu þegar leikhlutinn var nýbyrjaður. Það var góður varnarleikur sem skilaði heimamönnum 10 stiga forskoti þegar fyrsta leikhluta var lokið en Snæfellingar virtust ekki vera tilbúnir í verkefnið miðað við mikilvægi þess en ef Snæfell tapa í kvöld þá eru þeir úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Liðin skipust á að skora í upphafi annars fjórðungs en Snæfellingar fundu fjölina sína eftir því sem leið á fjórðunginn. Náðu þeir að minnka muninn úr 10 stigum í 2 stig þegar fjórðungurinn var hálfnaður. Keflvíkingar tóku þá aftur við sér og náðu aftur átta stiga forskoti með því að spila svipaðann varnarleik og þeir höfðu gert í byrjun leiks. Snæfellingar náðu að klára leikhlutann á betri nótum og héldu í við Keflvíkinga og var staðan 50-45 fyrir Keflavík. Venjuleg textalýsing heldur áfram að ofan.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Keflavíkur og Snæfells lýst. Dominos-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Rooney bað Coleen á bensínstöð Enski boltinn Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira
Keflvíkingar tryggðu sæti sitt í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar endanlega í kvöld með sigri á Snæfell. Ásamt því þá sendu þeir Snæfellinga í sumarfrí. Leikar enduðu 95-83 og nú þarf bara að komast að því hvar Keflavík mun raðast í úrslitakeppninni. Keflvíkingar byrjuðu leikinn mun betur og með góðum varnarleik og fínum sóknarleik náðu góðu forskoti strax í byrjun 10-2. Snæfellingar vöknuðu við það og náðu að naga forskotið til baka og en náðu samt ekki að jafna leikinn. Keflvíkingar héldu áfram að þjarma að gestunum á varnarhelming sínum og þegar leikhlutinn var búinn var forskot heimamanna orðið tíu stig, 23-13. Snæfellingar virtust ekki vera eins tilbúnir í leikinn miðað við mikilvægi hans. Liðin skipust á að skora í upphafi annars fjórðungs en Snæfellingar fundu fjölina sína eftir því sem leið á fjórðunginn. Náðu þeir að minnka muninn úr 10 stigum í 2 stig þegar fjórðungurinn var hálfnaður. Keflvíkingar tóku þá aftur við sér og náðu aftur átta stiga forskoti með því að spila svipaðann varnarleik og þeir höfðu gert í byrjun leiks. Snæfellingar náðu að klára leikhlutann á betri nótum og héldu í við Keflvíkinga og var staðan 50-45 fyrir Keflavík. Bæði lið voru frekar köld í upphafi síðari hálfleiks og áttu erfitt með að finna körfuna en Snæfellingar náðu þó að minnka muninn niður í þrjú stig en þar með komst liðið ekki lengra í leiknum. Heimamenn lokuðu vörn sinn og þrýstu gestunum í erfið skot eða tapaða bolta og nýttu sér það í sókninni voru fljótir að breyta muninum úr þremur stigum í 13 stig. Liðin skiptust síðan á að skora og heimamenn héldu gestunum 11 stigum frá sér þegar flautað var til leikhlés milli leikhluta. Sömu sögu má segja um fjórða leikhluta, alltaf var skipst á að skora og ef Snæfellingar reyndu að koma sér nær heimamönnum mátti alltaf finna svar frá Keflvíkingum og bættu heimamenn í ef eitthvað var um miðjan leikhlutann. Keflavík komst mest 16 stigum yfir og voru þeir svo gott sem búnir að klára leikinn þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka. Snæfellingar sýndu þó góða baráttu en pressuvörn þeirr í lok leiks gerði það að verkum að þeir náðu að laga stöðuna en það var bara of lítið og of seint fyrir aðgerðir af þeirra hálfu. Stigahæstir voru þeir Damon Johnson með 23 stig og 10 fráköst fyrir heimamenn en fyrir gestina skoraði Christopher Woods 20 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Með sigrinum tryggði Keflavík sæti sitt í úrslitakeppninni en um leið eru Snæfellingar búnir að ljúka keppni þegar lokaumferðin hefur verið spiluð. Keflvíkingar eiga möguleika á ða hækka sig í töflunni ef úrslitin úr leik þeirra við Hauka í síðustu umferðinni verða hagstæð ásamt öðrum úrslitum.Sigurður Ingimundarson: Klárum leikinn á fimmtudaginn og skoðum síðan framhaldið „Nei nei þetta var aldrei spurning“, sagði þjálfari Keflavíkur með bros á vör þegar hann var spurður hvort það hafi einhvern tímann verið vafi á því að Keflvíkingar kæmust í úrslitakeppnina. Hann hélt áfram: „Þetta er búið að vera mjög skrýtið tímabil en við höfum verið að spila mjög vel undanfarið. Við erum á betri siglingu núna en fyrir nokkrum vikum og er það bara skemmtilegt þannig að getum farið að reikna út hvar við endum en við eigum einn leik eftir og við þurfum að spila hann vel.“ Sigurður var því næst spurður hvar leikurinn hafi unnist í kvöld „Við vorum að fá flott framlag frá öllum sem spiluðu í kvöld, vörnin okkar var góð í seinni hálfleik en hún var hræðilega í öðrum fjórðung og veit ég ekki hvað gerðist þar. Við löguðum það í hálfleik og ég er ánægður með það.“ Að lokum var hann spurður hversu langt hann vildi fara í keppninni: „Við eigum eftir að spila einn leik á fimmtudaginn og svo förum við að skoða þau mál.“Ingi Þór Steinþórsson: Klárum deildina með reisn á fimmtudaginn „Við fengum of mörg stig á okkur í fyrri hálfleik, við náðum að stöðva þá aðeins í þriðja leikhluta en náðum ekki að fylgja því eftir í sókninni“, voru fyrstu orð þjálfara Snæfells eftir leikinn í kvöld. „Christopher Woods fékk ansi slæma útreið hérna í kvöld og fékk lítið fyrir sinn snúð undir körfunni. En við erum í Keflavík og þeir fá að spila fast í Keflavík, þeir lömdu okkur út úr okkar leik í seinni hálfleik. Við höfðum undirbúið okkur andlega undir það fyrir leik en þegar það kom að því þá gáfum við eftir og þeir fengu of mikið af auðveldum körfum úr töpuðum boltum frá okkur. Það er ekki hægt að bjóða upp á það.“ Ingi Þór var því næst spurður út í þá tilfinningu að komast ekki í úrslitakeppnina: „Við eigum einn leik eftir en förum ekki í úrslitakeppnina því miður og við eigum eftir að sakna þess. Ég vona bara að þeir sem ætli að vera með á næsta ári noti gremjuna í brjóstinu og æfa vel í sumar og mæta tvíefldir til leiks á næsta ári. Við ætlum að klára þetta tímabil heima með reisn og vinna Grindavík á fimmtudaginn það er alveg klárt. Við ætluðum að vinna hér í dag og vinna á fimmtudaginn og sjá hverju það myndi skila okkur. Það var ekki víst að það myndi duga okkur.“ „Við erum ekki að tapa því að komast í úrslitakeppni núna, við erum að tapa því á tveim slæmum leikjum á móti ÍR og Þór Þ. Það voru slæmir leikir en höfum verið að spila ljómandi vel á móti toppliðunum eins og KR og Tindastól og vorum klaufar að henda þeim leikjum frá okkur. Það er hægt að tína ýmislegt til en deildin er mjög jöfn, t.d. þá dugði okkur níu sigrar til að komast í úrslitakeppnina en það dugar ekki í ár, því miður.“Leiklýsing: Keflavík - Snæfell4. leikhluti |95-83: Leiknum er lokið. Gestirnir náðu að laga stöðuna örlítið í lokin en það var bara of lítið og of seint. Keflvíkingar eru því á leiðinni í úrslitakeppni en Snæfellingar fara í sumarfrí.4. leikhluti |91-76: Gestirnir eru að ná sér í ferðir á vítalínuna núna og eru að nýta vítin sín. Þeir eru samt ekki hættir í pressuvörninni sinni. Fyrirmyndarbarátta hjá gestunum. 1:18 eftir.4. leikhluti |91-72: Gestirnir ná ekki að tvinna saman nógu mörgum stoppum til að verkefnið eigi að takast fyrir þá Gunnar Einarsson var að negla niður þrist í þessum töluðu orðum og auka muninn í 19 stig. Þetta ætti að vera komið. 1:34 eftir.4. leikhluti |86-70: Gestirnir reyna pressuvörn en heimamenn eru fljótir að finna lausn á henni og skila boltanum í körfuna. 2:36 eftir.4. leikhluti |84-68: Snæfell tekur leikhlé þegar 3:21 eru eftir. Tíminn er að verða ansi knappur fyrir gestina að gera eitthvað í sínum málum. Sumarfríið er farið að birtast við sjóndeildarhringinn.4. leikhluti |82-68: Enn ná heimamenn að stela boltanum og Usher klárar það með flottri troðslu. Heimamenn eru með undirtökin á þessum leik. 3:40 eftir.4. leikhluti |79-68: Fimm stig í röð frá gestunum áður en heimamenn svara og stoppa sprettinn. Heimamenn ná síðan að fiska ruðning á Snæfell. 5:08 eftir.4. leikhluti |77-63: Sveinn Davíðsson var að fá dæmda á sig tæknivillu fyrir að vera með hönd á bolta eftir skoraða körfu Snæfells. Damon Johnson setti niður vítið og í sókninni sem þeir fengu þá rataði þristur heim frá Arnari Jónssyni. 6:30 eftir.4. leikhluti |73-63: Aftur er skipst á körfum. Það er ákafi í báðum liðum og eru þau að selja sig dýrt. Það er samt eins og áður segir hentugra fyrir heimamenn ef skipst er á körfum. 7 mín. eftir.4. leikhluti | 71-57: Heimamenn opnuðu fjórðunginn á þriggja stiga körfu og auka muninn í 14 stig. Koma gestunum síðan í klandur í sóknarleik sínum þannig að þeir nýta ekki sóknina. 8:55 eftir.4. leikhluti |68-57: Seinasti leikhlutinn er hafinn. Nú fer hver að verða síðastur hjá gestunum að gera Eitthvað. Heimamenn ættu að geta haldið áfram sínum leik og verið í góðum málum. 9:59 eftir.3. leikhluti | 68-57: Þriðja leikhluta er lokið og halda heimamenn 11 stiga forskoti. Ef Snæfellingar ná að koma í veg fyrir töpuðu boltana í leik sínum þá ættu þeir að geta komist inn í þetta betur en það er langur vegur frá að þetta sér búið. Heimamenn settu niður flautukörfu og það eykur stemmininguna í hópnum þeirra.3. leikhluti |66-55: Liðin skiptast á körfum þessa stundina. Það hentar heimamönnum vel. Þeir hafa verið duglegri á varnarhelmingnum og það er að skila sér þegar 55 sek. eru eftir.3. leikhluti | 62-51: Snæfellingar ná að koma stigi á töfluna en þeir eru búnir að tapa fimm boltum í þriðja leikhluta. Þeir hafa hinsvegar náð nokkrum sóknarfráköstum og þeir þurfa að halda áfram þeirri baráttu. 2:52 eftir.3. leikhluti | 62-49: Þristur frá heimamönnum og Ingi Þór tekur leikhlé þegar 4:43 eru eftir. Stolinn bolti og þristur er ekki eitthvað sem Hólmarar þurfa þessa stundina.3. leikhluti |59-49: Það virðist vera þannig að heimamenn vilji þetta örlítið meira en Snæfellingar. Það virðist vera meiri ákafi í þeirra leik þó það muni ekki miklu, þeir hafa náð 10 stiga forskoti aftur. 4:55 eftir.3. leikhluti |52-49: Bæði lið eru frekar köld þessa stundina. Snæfellingar örlítið heitari og hafa minnkað muninn í þrjú stig. Bæði lið eru að spila fínan varnarleik. 6:56 eftir.3. leikhluti |52-47: Bæði lið hafa sett niður stig á upphafsmínútum hálfleiksins þannig að enn er sami munur. 8:35 eftir.3. leikhluti |50-45: Seinni hálfleikur er hafinn og það eru heimamenn sem byrja með knöttinn. 9:59 eftir.Fyrri hálfleikur: Komið sælir góðir lesendur og velkomnir loksins í beina textalýsingu frá leik Keflavíkur og Snæfells í Dominos-deild karla í körfuknattleik. Vegna tæknilegra örðuleika þá hef ég ekki getað lýst leiknum en bæting verður úr núna. Heimamenn byrjuðu fyrri hálfleikinn mun betur og voru fljótlega komnir með góða forystu þegar leikhlutinn var nýbyrjaður. Það var góður varnarleikur sem skilaði heimamönnum 10 stiga forskoti þegar fyrsta leikhluta var lokið en Snæfellingar virtust ekki vera tilbúnir í verkefnið miðað við mikilvægi þess en ef Snæfell tapa í kvöld þá eru þeir úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Liðin skipust á að skora í upphafi annars fjórðungs en Snæfellingar fundu fjölina sína eftir því sem leið á fjórðunginn. Náðu þeir að minnka muninn úr 10 stigum í 2 stig þegar fjórðungurinn var hálfnaður. Keflvíkingar tóku þá aftur við sér og náðu aftur átta stiga forskoti með því að spila svipaðann varnarleik og þeir höfðu gert í byrjun leiks. Snæfellingar náðu að klára leikhlutann á betri nótum og héldu í við Keflvíkinga og var staðan 50-45 fyrir Keflavík. Venjuleg textalýsing heldur áfram að ofan.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Keflavíkur og Snæfells lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Rooney bað Coleen á bensínstöð Enski boltinn Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira