Fótbolti

Hallgrímur fagnaði sigri í Íslendingaslag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hallgrímur Jónasson.
Hallgrímur Jónasson. Vísir/Vilhelm
Odense-liðið náði í þrjú dýrmæt stig á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á liði Vestsjælland í uppgjöri tveggja Íslendingalið sem eru að berjast fyrir sæti sínu í deildinni.

Hallgrímur Jónasson lék allan tímann í vörn Odense en Ari Freyr Skúlason þurfti að sætta sig við það að sitja á varamannabekknum allan tímann.

Eggert Gunnþór Jónsson lék allan tímann á miðju Vestsjælland og fékk að líta gula spjaldið á 57. mínútu leiksins.

Rasmus Festersen kom Vestsjælland í 1-0 á 10. mínútu en  Rasmus Falk Jensen jafnaði metin á 20. mínútu og Kenneth Zohore skoraði síðan sigurmarkið á 69. mínútu.  Emil Larsen klikkaði einnig á vítaspyrnu á 27. mínútu þegar hann gat komið OB yfir.

Þetta var annar sigur Odense-liðsins í röð og með honum náði liðið tíu stiga forskoti á Vestsjælland sem er í erfiðri stöðu í fallsæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×