Sport

Freydís Halla vann svigmót í Bandaríkjunum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Freydís Halla á fullri ferð.
Freydís Halla á fullri ferð. mynd/skí
Freydís Halla Einarsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, gerði sér lítið fyrir og vann alþjóðlegt svigmót sem fram fór í Sugarbush í Bandaríkjunum í gær.

Freydís lengdi dvöl sína í Bandaríkjunum eftir HM í alpagreinum sem lauk síðastliðinn sunnudag, en hún vildi keppa á tveimur svigmótum í Sugarbush.

Sigur Freydísar Höllu var nokkuð sannfærandi, en hún var 1,47 sekúndum á undan heimastúlkunni Söndru Schoepke og 3,01 sekúndu á undan Adalaide Jensen frá Kanada sem hirti bronsið.

Freydís fær tæpa 48 FIS-punkta fyrir sigurinn sem er nálægt hennar besta árangri, en aðstæður í brautinni voru erfiðar; skyggni slæmt og skafrenningur.

Aftur verður keppt á sama stað í dag og er búist við að mótið verði enn sterkara en í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×