Loksins, loksins: Mayweather og Pacquiao munu berjast Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2015 11:30 Það er komið að því! vísir/getty Eftir fimm ára rifrildi milli Floyd Mayweather Jr. og Manny Pacquiao er loksins orðið ljóst að kapparnir munu berjast.Daily Mail greinir frá því í dag að bardaginn fari fram 2. maí í Las Vegas en bara sé beðið eftir því að Mayweather tilkynni að hann ætli loks að berjast við Pacquiao. Þeir félagarnir fá samtals 250 milljón dali fyrir bardagann eða 33 milljarða króna. Þetta er sá bardagi sem allir hnefaleikaáhugamenn hafa beðið eftir í mörg ár. Mayweather er enn ósigraður eftir 47 bardaga og heldur þremur af fjórum veltivigtarbeltunum. Pacquiao er eini maðurinn sem hefur orðið heimsmeistari í átta þyngdarflokkum og er handhafi WBO-heimsmeistaratitilsins í veltivigt. Ekki nóg með að þeir berjist einu sinni heldur er talið að hvernig sem fari muni kapparnir mætast öðru sinni og fá þá 300 milljón dali samtals í sinn hlut eða tæpa 40 milljarða króna. Bardakapparnir voru víst búnir að samþykkja að berjast fyrir nokkrum vikum, en síðasta deilumálið var á milli sjónvarpsstöðvanna Showtime og HBO. Showtime er með samning við Mayweather en HBO við Pacquiao. Þær hafa sannmælst um að sýna báðar bardagann beint en síðasta deilumálið var hvor stöðin fengi að endursýna bardagann fyrst. Það mál er nú leyst. Búist er við að bardaginn muni kosta sjónvarpsáhorfendur í Bandaríkjunum 100 dali eða 13 þúsund krónur. Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sjá meira
Eftir fimm ára rifrildi milli Floyd Mayweather Jr. og Manny Pacquiao er loksins orðið ljóst að kapparnir munu berjast.Daily Mail greinir frá því í dag að bardaginn fari fram 2. maí í Las Vegas en bara sé beðið eftir því að Mayweather tilkynni að hann ætli loks að berjast við Pacquiao. Þeir félagarnir fá samtals 250 milljón dali fyrir bardagann eða 33 milljarða króna. Þetta er sá bardagi sem allir hnefaleikaáhugamenn hafa beðið eftir í mörg ár. Mayweather er enn ósigraður eftir 47 bardaga og heldur þremur af fjórum veltivigtarbeltunum. Pacquiao er eini maðurinn sem hefur orðið heimsmeistari í átta þyngdarflokkum og er handhafi WBO-heimsmeistaratitilsins í veltivigt. Ekki nóg með að þeir berjist einu sinni heldur er talið að hvernig sem fari muni kapparnir mætast öðru sinni og fá þá 300 milljón dali samtals í sinn hlut eða tæpa 40 milljarða króna. Bardakapparnir voru víst búnir að samþykkja að berjast fyrir nokkrum vikum, en síðasta deilumálið var á milli sjónvarpsstöðvanna Showtime og HBO. Showtime er með samning við Mayweather en HBO við Pacquiao. Þær hafa sannmælst um að sýna báðar bardagann beint en síðasta deilumálið var hvor stöðin fengi að endursýna bardagann fyrst. Það mál er nú leyst. Búist er við að bardaginn muni kosta sjónvarpsáhorfendur í Bandaríkjunum 100 dali eða 13 þúsund krónur.
Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sjá meira