Loksins, loksins: Mayweather og Pacquiao munu berjast Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2015 11:30 Það er komið að því! vísir/getty Eftir fimm ára rifrildi milli Floyd Mayweather Jr. og Manny Pacquiao er loksins orðið ljóst að kapparnir munu berjast.Daily Mail greinir frá því í dag að bardaginn fari fram 2. maí í Las Vegas en bara sé beðið eftir því að Mayweather tilkynni að hann ætli loks að berjast við Pacquiao. Þeir félagarnir fá samtals 250 milljón dali fyrir bardagann eða 33 milljarða króna. Þetta er sá bardagi sem allir hnefaleikaáhugamenn hafa beðið eftir í mörg ár. Mayweather er enn ósigraður eftir 47 bardaga og heldur þremur af fjórum veltivigtarbeltunum. Pacquiao er eini maðurinn sem hefur orðið heimsmeistari í átta þyngdarflokkum og er handhafi WBO-heimsmeistaratitilsins í veltivigt. Ekki nóg með að þeir berjist einu sinni heldur er talið að hvernig sem fari muni kapparnir mætast öðru sinni og fá þá 300 milljón dali samtals í sinn hlut eða tæpa 40 milljarða króna. Bardakapparnir voru víst búnir að samþykkja að berjast fyrir nokkrum vikum, en síðasta deilumálið var á milli sjónvarpsstöðvanna Showtime og HBO. Showtime er með samning við Mayweather en HBO við Pacquiao. Þær hafa sannmælst um að sýna báðar bardagann beint en síðasta deilumálið var hvor stöðin fengi að endursýna bardagann fyrst. Það mál er nú leyst. Búist er við að bardaginn muni kosta sjónvarpsáhorfendur í Bandaríkjunum 100 dali eða 13 þúsund krónur. Íþróttir Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Monaco - Man. City | Haaland og félagar í furstadæminu Arsenal - Olympiacos | Grísk heimsókn á Emirates Barcelona - PSG | Stórleikur í Katalóníu Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH | Hörð barátta um Evrópusæti Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Sjá meira
Eftir fimm ára rifrildi milli Floyd Mayweather Jr. og Manny Pacquiao er loksins orðið ljóst að kapparnir munu berjast.Daily Mail greinir frá því í dag að bardaginn fari fram 2. maí í Las Vegas en bara sé beðið eftir því að Mayweather tilkynni að hann ætli loks að berjast við Pacquiao. Þeir félagarnir fá samtals 250 milljón dali fyrir bardagann eða 33 milljarða króna. Þetta er sá bardagi sem allir hnefaleikaáhugamenn hafa beðið eftir í mörg ár. Mayweather er enn ósigraður eftir 47 bardaga og heldur þremur af fjórum veltivigtarbeltunum. Pacquiao er eini maðurinn sem hefur orðið heimsmeistari í átta þyngdarflokkum og er handhafi WBO-heimsmeistaratitilsins í veltivigt. Ekki nóg með að þeir berjist einu sinni heldur er talið að hvernig sem fari muni kapparnir mætast öðru sinni og fá þá 300 milljón dali samtals í sinn hlut eða tæpa 40 milljarða króna. Bardakapparnir voru víst búnir að samþykkja að berjast fyrir nokkrum vikum, en síðasta deilumálið var á milli sjónvarpsstöðvanna Showtime og HBO. Showtime er með samning við Mayweather en HBO við Pacquiao. Þær hafa sannmælst um að sýna báðar bardagann beint en síðasta deilumálið var hvor stöðin fengi að endursýna bardagann fyrst. Það mál er nú leyst. Búist er við að bardaginn muni kosta sjónvarpsáhorfendur í Bandaríkjunum 100 dali eða 13 þúsund krónur.
Íþróttir Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Monaco - Man. City | Haaland og félagar í furstadæminu Arsenal - Olympiacos | Grísk heimsókn á Emirates Barcelona - PSG | Stórleikur í Katalóníu Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH | Hörð barátta um Evrópusæti Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Sjá meira