Enski boltinn

Balotelli þakkaði Henderson fyrir að leyfa sér að taka vítið | Sjáðu rifrildið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jordan Henderson og Mario Balotelli rífast.
Jordan Henderson og Mario Balotelli rífast. vísir/getty
Mario Balotelli tryggði Liverpool sigur gegn Besiktas í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta í gærkvöldi, 1-0.

Hann skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 85. mínútu, en eins og Balotelli er einum lagið var dramatík í kringum vítaspyrnuna.

Sjá einnig:Henderson: Ég vildi taka vítið

Ítalinn reifst við Jordan Henderson, fyrirliða Liverpool í leiknum, um hvor þeirra ætti að taka vítaspyrnuna.

Eftir leikinn svaraði Balotelli fyrir sig á Instagram eins og hann gerir svo oft, en hann er lítið fyrir að tjá sig við almenna fjölmiðla eftir leiki.

„Takk fyrir að leyfa mér að taka vítaspyrnuna, Hendo. Hættið þessu drama núna. Við unnum og það er það sem skiptir máli. Við erum lið og númer eitt þá erum við Liverpool. Koma svo, strákar,“ skrifaði hann á Instagram.

Sem betur fer fyrir Balotelli og Liverpool þá skoraði Ítalinn úr vítaspyrnunni en markið má sjá hér að neðan.

Rifist um vítaspyrnuna: Balotelli skorar:

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×