Fótbolti

Henderson: Ég vildi taka vítið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Henderson, Sturridge og Balotelli ræða málin í kvöld.
Henderson, Sturridge og Balotelli ræða málin í kvöld. Vísir/Getty
Mario Balotelli var hetja Liverpool í kvöld er hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur á Besiktas í Evrópudeild UEFA með marki úr vítaspyrnu á 85. mínútu.

Jordan Henderson, sem var fyrirliði Liverpool í kvöld, viðurkenndi eftir leik að hann vildi taka spyrnuna sjálfur.

Balotelli var hins vegar fljótur að ná sér í boltann og stilla sér upp eftir að vítaspyrnan var dæmd og náði Henderson ekki að taka völdin af honum.

„Ég vildi vítaspyrnuna,“ sagði Henderson eftir leikinn í kvöld. „Mario er öruggur með sér og hann hefur tekið mikilvæg víti áður. Allir vilja taka vítaspyrnurnar. Ég hafði trú á Mario sem þekkir það vel að taka mikilvæg víti og hann fékk því að taka hana.“

„Þetta var mikilvægt mark. Mér fannst okkur takast vel að halda boltanum og verðskulduðum markið í lokin. Það var sérstaklega mikilvægt að halda hreinu í kvöld.“

Síðari viðureign liðanna í 32-liða úrslitunum fer fram í Tyrklandi í næstu viku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×