Sport

Blossi er lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Blossi stillti sér upp við hlið verðlaunagripanna í Laugardalshöllinni í gær.
Blossi stillti sér upp við hlið verðlaunagripanna í Laugardalshöllinni í gær. Mynd/Heimasíða Smáþjóðaleikanna 2015
Innan við 100 dagar eru þar til Smáþjóðarleikarnir verða settir á Íslandi. Smáþjóðarleikarnir 2015, sem eru númer 16 í röðinni, standa yfir frá 1.-6. júní en þátttökuþjóðir eru níu talsins.

Það er ekkert stórmót í íþróttum án lukkudýrs og Smáþjóðaleikarnir eru engin undantekning þar á.

Lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015 hefur fengið nafnið Blossi en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍSÍ.

„ÍSÍ efndi til nafnasamkeppni í janúar um nafn á lukkudýri Smáþjóðaleika 2015,“ segir í fréttatilkynningunni.

„Þátttökurétt áttu allir 4.—7. bekkir í grunnskólum landsins. Hver bekkur mátti skila einu nafni. Keppninni bárust 140 nöfn. Hugmyndaflug nemenda var mikið og rökstuðningurinn sem fylgdi nöfnunum mjög skemmtilegur.

„Fimm manna nefnd var skipuð til þess að vinna úr innsendum tillögum og velja nafn sem hentar lukkudýrinu.

„Tveir bekkir sendu inn tillögu með sigurnafninu, 6. bekkur í Vesturbæjarskóla og 5.H.G. Í Njarðvíkurskóla, og því varð að draga út vinningsskólann. Njarðvíkurskóli var dreginn út, með vinningsnafnið, sem er Blossi.“

Blossi var „frumsýndur“ í Laugardalshöllinni í gær þar sem úrslitaleikir í Powerade-bikarnum í körfubolta fóru fram.

Blossi fékk sér sæti í stúkunni. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, virtist ánægður með félagsskapinn.mynd/heimasíða smáþjóðaleikanna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×